Þjónustuhópur aldraðra - 61. fundur - 5. október 2009
Þetta var gert:
1. Þjónusta við aldraða í Ísafjarðarbæ.
Rætt um þjónustu við aldraða í Ísafjarðarbæ. Þjónustuhópur aldraðra leggur til að könnuð verði afstaða íbúa á Hlíf I og II til framtíðarþjónustu í málaflokknum þar með talið afstöðu til næturvörslu í húsinu og heimaþjónustu á vegum sveitarfélagsins. Áfram verði unnið að samþættingu heimahjúkrunar og heimaþjónustu eins og þjónustuhópur hefur stefnt að. Jafnframt hvetur þjónustuhópur aldraðra til þess að vinnu við undirbúning að byggingu hjúkrunarheimilis verði hraðað. Að lokum vill þjónustuhópur aldraðra hvetja til þess að hófsemi og nærgætni verði gætt í allri umfjöllun um málefni aldraðra.
2. Önnur mál.
Halldóra Hreinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, kynnti dagþjálfun fyrir aldraða þar sem einstaklingsmiðuð þjálfun er í boði fyrir aldraða sjúklinga. Þar er m.a. boðið upp á sjúkraþjálfun, leikfimi við hæfi og fleira. Jafnframt gefst aðstandendum tækifæri til aukinnar virkni í samfélaginu. Tilgangurinn með dagþjálfun er að lengja þann tíma sem fólk getur búið á eigin heimili. Þjónustuhópur aldraðra felur starfsmanni að afla nánari upplýsinga.
3. Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók þjónustuhóps aldraðra.
Geirþrúður Charlesdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:00
Rannveig Þorvaldsdóttir, formaður.
Helgi Sigmundsson.
Halldóra Hreinsdóttir.
Geirþrúður Charlesdóttir.
Margrét Geirsdóttir.