Stjórn Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs Ísafjarðarbæjar - 23. fundur - 10. nóvember 2008

Til fundarins voru mætt Gerður Eðvarsdóttir, mannauðsstjóri, sem ritaði fundargerð, Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, Jón Halldór Oddsson, fjármálastjóri, Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri skóla- og fjölskyldusviðs og Þorleifur Pálsson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.



Eftirfarandi gert:


1. Nýjar reglur Þróunar-og starfsmenntunarsjóðs



Tillaga stjórnar Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs að nýjum reglum var vísað frá bæjarstjórn á fundi hennar 6. nóv. sl. aftur til stjórnar sjóðsins til frekari skoðunar. Gerðar voru smávægilegar breytingar og mannauðsstjóra falið að ganga frá endanlegri útgáfu til samþykktar.



2. Umsóknir um styrki í Þróunar- og starfsmenntunarsjóð 2008-2009


Lagðar fram þrjár umsóknir frá starfsmönnum um styrki úr sjóðnum vegna skólaársins 2008-2009:


?Bæjar- og héraðsbókasafnið Ísafirði vegna kynnisferðar 6 starfsmanna til Stokkhólms í Svíþjóð, lögð fyrir umsókn sem var frestað á 21. fundi sjóðsins (28.04. 2008)


?Lilja Debóra Ólafsdóttir kt. 040576-3989, Leikskólakennarafræði við HÍ 2008-2011.


?Bryndís Gunnarsdóttir kt. 310775-3399, Leikskólakennarafræði við HÍ 2005-2009.


Samþykkt að veita Bæjar- og héraðsbókasafninu styrk sem nemur mismun á því sem viðkomandi starfsmenn fengu í styrk frá sínum stéttarfélögum og heildarkostnaði. Styrkurinn verður greiddur út skv. nýjum reglum sjóðsins og að fenginni staðfestingu á kostnaði.


Samþykkt að afgreiða umsóknir Bryndísar og Lilju Debóru skv. nýjum reglum sjóðsins og kalla eftir skriflegri heimild til launaðrar fjarveru frá viðkomandi yfirmanni og upplýsingum um styrk frá stéttarfélagi umsækjenda. Umsækjendur skulu ávallt sækja um styrk til síns stéttarfélags áður en sótt er um í Þróunar og starfsmenntunarsjóð Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:00


Gerður Eðvarsdóttir, mannauðsstjóri.


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri.


Jón Halldór Oddsson, fjármálastjóri.


Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri.


Þorleifur Pálsson, sviðsstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?