Stjórn Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs Ísafjarðarbæjar - 19. fundur - 14. janúar 2008

Til fundar eru mætt: Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur, Þorleifur Pálsson, bæjarritari og Þórir Sveinsson, fjármálastjóri.


Þetta var gert:


1.   Endurskoðun á fyrirkomulagi um styrkveitingar úr Þróunar- og starfsmenntunarsjóði Ísafjarðarbæjar.


 Frá því á haustmánuðum 2007 hefur staðið yfir endurskoðun á fyrirkomulagi á styrkveitingum úr Þróunar- og starfsmenntunarsjóði Ísafjarðarbæjar, til þeirra starfs- manna Ísafjarðarbæjar, er stunda fjarnám eða staðbundið nám.  Meðal annars hefur verið leitað upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum, um hvernig þessu er háttað þar.


 Í ljós hefur komið að fleiri en færri sveitarfélög á suðvesturlandi, veita ekki beina styrki, en starfsmenn halda dagvinnulaunum í fjarveru vegna náms.  Á landsbyggðinni eru beinar styrkveitingar algengari.  Styrkfjárhæð að upphæð kr.120.000.- á ári samsvarar að öllu jöfnu launum í leyfi vegna fjarnáms. 


 Sé stuðningur veittur með beinum styrk dregst staðgreiðsla ekki frá þeirri fjárhæð, þar sem styrkurinn er til greiðslu á útlögðum kostnaði svo sem skólagjöldum, ferðakostnaði og uppihaldi.  Sé styrkur hins vegar í formi launa í fjarveru reiknast þar staðgreiðsla ein og venjulega.  


 Stjórn Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs er frekar á því að veittir verði beinir fjárhagslegir styrkir, þar sem með þeirri aðferð er gætt meira jafnræðis á milli starfsmanna.


 Stjórnin samþykkir að skoða málið aðeins frekar og ræða við fulltrúa þeirra starfsmanna, sem eru í fjarnámi eða staðbundnu námi og nýtt hafa sér styrkveitingar frá sjóðnum.  


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:00.


Þorleifur Pálsson, bæjarritari.


Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður.       


Þórir Sveinsson, fjármálastjóri.


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.     


Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur.      


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?