Stjórn skíðasvæðis - 4. fundur - 7. desember 2006

Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson, formaður, Þórunn Pálsdóttir, Haraldur Tryggvason, Björgvin Sveinsson og Þorsteinn Magnfreðsson, starfsmenn á Skíðasvæði og Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.


Þetta var gert:


1. Staða Skíðasvæðis í dag.


Rætt um opnun og stöðu á skíðasvæði.  Um helmingur brekkna í Tungudal hafa verið troðnar og troðin hefur verið 5 km göngubraut á Seljalandsdal.  Spjöld (jójó) eru komin á allar lyftur. Miðfells- og barnalyftur eru í ágætu standi, en skekkja er á hjólastellum í Sandfellslyftu og þarf að leiðrétta hana til þess að koma í veg fyrir skemmd á hjólum. 


Starfsmönnum falið að ganga í það mál og koma lyftunni í lag sem allra fyrst. 



2. Opnun Skíðasvæðis til áramóta.


Stjórnin leggur til að Skíðasvæðið verði opið á æfingatímum Skíðafélagsins og í samráði við það enda útvegi Skíðafélagið starfsmenn til að aðstoða við lyftuvörslu.  Sama gildir um göngusvæðið, haft verði samráð við félagið um opnun þess. 


Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að funda með Skíðafélaginu og setja upp opnunartíma til áramóta.



3. Gjald á Skíðasvæði til áramóta.


Stjórnin leggur til að almenningur er mæti á skíði á þeim tímum sem opið er fram til áramóta greiði hálft daggjald.  Börn og unglingar, 16 ára og yngri,  fái frítt til áramóta. Gjaldið greiðist í lyftuskúr.  Vetrarkort verða seld eftir áramót en hægt er að skrá sig á vetrarkort (nafn og kennitala) strax og tekur það þegar gildi.



4. Ráðning starfsmanna.


Stjórnin leggur til að Björgvin Sveinsson verði skipaður forstöðumaður Skíðasvæðis tímabundið. 


Haraldur Tryggvason bókar að hann óskar eftir því að staða forstöðumanns verði auglýst. 


Ákveðið var að taka þá umræðu upp á næsta fundi nefndarinnar sem verður þriðjudaginn 12. desember n.k.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 12:58.


Steingrímur Einarsson, formaður.


Þórunn Pálsdóttir.    


Haraldur Tryggvason.


Björgvin Sveinsson, starfsmaður skíðasvæðis.    


Jón Björnsson,  íþrótta- og tómstundafulltrúi.     


Þorsteinn Magnfreðsson, starfsmaður Skíðasvæðis.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?