Stjórn skíðasvæðis - 17. fundur - 8. september 2007
Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson, formaður, Haraldur Tryggvason og Jón Björnsson. Þórunn Pálsdóttir tilkynnti forföll og mætti Hermann Grétar Hermannsson í hennar stað.
Fundargerð ritaði Jón Björnsson
Þetta var gert:
1. Markmið og tilgangur með rekstri Skíðasvæðis
Rætt um nauðsyn þess að setja fram markmið með rekstur Skíðasvæðisins og skilgreina tilgang og hlutverk þess. Nefndarmenn eru sammála um að starfsemi Skíðasvæðisins auki virði Ísafjarðarbæjar, fjölgi valkostum íbúa og auki lífsgæði. Ákveðið var að hefja vinnu við skilgreiningu á markmiðum og hlutverki Skíðasvæðisins.
2. Ráðning og starfslýsing forstöðumanns
Nauðsynlegt er að ráða forstöðumann hið fyrsta í tímabundna ráðningu til eins árs með hugsanlegri framtíðarráðningu.
Setja þarf fram starfslýsingu fyrir forstöðumann og auglýsa stöðuna. Þá var ákveðið að ræða við forstöðumann Áhaldahúss um lán á starfsmönnum til fyrstu haustverka.
3. Staða bókhaldsreikning Skíðasvæðis
Yfirfarin rekstrarstaða Skíðasvæðisins og einstakir rekstrarreikningar skoðaðir. Resktrarleg staða er ágæt og rekstrarafgangur eftir síðasta vetur. Skíðasvæðið er auðveldlega í stakk búið að opna strax í haust um leið og aðstæður skapast.
4. Önnur mál
Ganga þarf frá samningi við Kvennabrekku varðandi þjónusta komandi vetrar sem fyrst svo tryggt sé að þjónusta sé til staðar þegar aðstæður til opnunar gefast.tefnt skal að því að Skíðasvæðið verði tilbúið til opnunar eigi síðar en 1. desember, jafnvel þó aðstæður séu ekki til opnunar, þ.e. lyftur og annar búnaður sé tilbúinn.
Brautir á göngusvæði verða unnar strax og nægur snjór er til staðar, til að draga spora með snjósleða.
Rætt um möguleika þess að setja upp skíðahlið við lyftur í Tungudal. Formanni falið að ræða við innflutningsaðila og skoða möguleika á því.
Rætt um stöðu snjótroðara. Troðararnir eru komnir til ára sinna og viðhaldsfrekir. Nauðsynlegt er að huga að endyrnýjun þeirra
Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 13:50
Steingrímur Einarsson, formaður.
Haraldur Tyggvason
Hermann Grétar Hermannsson
Jón Björnsson, Íþrótta- og tómstundafulltrúi