Stjórn skíðasvæðis - 16. fundur - 1. ágúst 2007
Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson, formaður, Þórunn Pálsdóttir, Haraldur Tryggvason og Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Störf og samskipti byggingarnefndar Skíðasvæðis og stjórnar svæðisins.
Rætt um störf og samskipti byggingarnefndar Skíðasvæðis og stjórnar svæðisins. Lagt er til að byggingarnefndinni verði sett erindisbréf þar sem fram kemur m.a. hlutverk nefndarinnar. Í því felst:
Nefndin leggur fram tillögur um framkvæmdir og uppbyggingu á Skíðasvæðinu svo og forgangsröðun þeirra til Stjórnar Skíðasvæðis
Vinnur að undirbúningi verklegra framkvæmda og leggur fram nauðsynleg gögn
Sér um verklegar framkvæmdir og frágang þeirra
Nefndin heldur fundargerð vegna funda sinna
Nefndin lýkur störfum sínum þegar framkvæmdum er lokið og/eða þegar stjórn Skíðasvæðis telur ekki þörf fyrir störf nefndarinnar lengur.
Stjórn Skíðasvæðis ber ábyrgð á framkvæmdunum gagnvart sveitafélaginu og á fjárhagslegri stöðu þeirra.
2. Viðhaldsframkvæmdir
Rætt um viðhaldsframkvæmdir á Skíðasvæðinu. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að ræða við Tæknideild um aðkomu og skiptingu viðhaldsverkefna.
Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 12:55.
Steingrímur Einarsson, formaður.
Haraldur Tyggvason
Þórunn Pálsdóttir
Jón Björnsson, Íþrótta- og tómstundafulltrúi