Stjórn skíðasvæðis - 10. fundur - 12. mars 2007
Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson, formaður, Arna Lára Jónsdóttir, Björgvin Sveinsson, forstöðumaður Skíðasvæðis, og Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi. Þórunn Pálsdóttir forfallaðist, en enginn varamaður mætti í hennar stað.
Fundargerð ritaði Jón Björnsson.
Þetta var gert:
1. Framkvæmdir á Skíðasvæðinu.
Rætt um væntanlegar framkvæmdir Skíðafélagsins í Tungudal á komandi sumri og mikilvægi þess að samráð um þær sé gott. Setja þarf fram framkvæmdaráætlun til lengri tíma. Kanna þar möguleika þess að fá fleiri aðila að rekstri svæðisins og leita leiða til þess að ná í viðbótarfjármagn til framtíðaruppbygginar.
Ákveðið var að fá fulltrúa Skíðafélagsins á næsta fund nefndarinnar og ræða framkvæmdarmál.
2. Önnur mál.
Rætt um starfsmannamál á Skíðasvæðinu, rekstur þess og rekstrarstöðu.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13:00
Steingrímur Einarsson, formaður.
Arna Lára Jónsdóttir.
Björgvin Sveinsson.
Jón Björnsson,íþrótta- og tómstundafulltrúi.