Starfshópur um framtíðarskipan Pollsins - 7. fundur - 15. febrúar 2013
Þetta var gert:
1. Drög að skýrslu til bæjarstjórnar. 2012-04-0002.
Gísli Halldór Halldórsson kynnti fyrstu drög að skýrslu nefndarinnar til bæjarstjórnar. Drögin eru byggð á þeim hugmyndum sem fram hafa komið á fundum starfshópsins, en ekki síður þeim áherslum sem komu fram á íbúafundi sem haldinn var um framtíðarskipan Pollsins.
Formanni falið að gera breytingar á drögunum í samræmi við umræður á fundinum og leggja endanlega skýrslu fyrir næsta fund starfshópsins.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl.14.25.
Gísli Halldór Halldórsson, formaður
Torfi Einarsson Elísabet Gunnarsdóttir
Ásgerður Þorleifsdóttir Guðmundur Magnús Kristjánsson
Jóhann Birkir Helgason Marzellíus Sveinbjörnsson
Ralf Trylla Jón Reynir Sigurvinsson
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, ritari