Starfshópur um framtíðarskipan Pollsins - 3. fundur - 7. maí 2012
Þetta var gert:
1. Kynning á tillögum Kristjáns Óla Hjaltasonar. 2012-04-0002.
Mættur var til fundar við nefndina Kristján Óli Hjaltason, framkvæmdastjóri Króli ldt., sem gert hefur tillögur um öldubrjót og bátahöfn við Pollgötu. Fór Kristján yfir tillögur sínar með nefndinni.
2. Svör Siglingamálastofnunar við fyrirspurn Guðmundar Magnúsar Kristjánssonar, hafnarstjóra. 2012-04-0002.
Lögð fyrir nefndina svör Siglingamálastofnunar við fyrirspurn Guðmundar Magnúsar Kristjánssonar hafnarstjóra varðandi þær hugmyndir sem uppi eru um sjóvarnir á Pollinum.
3. Öldubrjótar á Pollinum. 2012-04-0002.
Jón Reynir Sigurvinsson fór yfir hugmyndir um annars konar fljótandi öldubrjóta en steypta, m.a. úr dekkjum. Rætt um ýmis konar mismunandi útfærslur.
4. Áframhaldandi störf nefndarinnar.
Ákveðið að næsti fundur verði haldinn föstudaginn 11. maí klukkan 10.00.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl.15.00.
Gísli Halldór Halldórsson, formaður.
Marzellíus Sveinbjörnsson.
Torfi Einarsson.
Jón Reynir Sigurvinsson.
Elísabet Gunnarsdóttir.
Ásgerður Þorleifsdóttir.
Guðmundur Magnús Kristjánsson.
Jóhann Birkir Helgason .
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson.
Ralf Trylla.
Kristján Óli Hjaltason.