Starfshópur um framtíðarskipan Pollsins - 1. fundur - 20. apríl 2012
Mætt voru: Gísli Halldór Halldórsson, formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Jón Reynir Sigurvinsson, Torfi Einarsson og Geir Sigurðsson, áheyrnarfulltrúi Vegagerðarinnar. Jón Páll Hreinsson boðaði forföll og enginn mætti í hans stað. Ásgerður Þorleifsdóttir boðaði forföll og enginn mætti í hennar stað. Jafnframt mættu Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur og Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Erindisbréf starfshópsins. 2012-04-0002.
Lagt fram til kynningar erindisbréf starfshóps um framtíðarskipulag Pollsins á Ísafirði.
2. Umræður um áður framkomnar hugmyndir. 2012-04-0002.
Rætt um hugmyndir um sjóvarnir, uppfyllingu og annað sem fram hafa komið í gegnum tíðina.
Jóhanni Birki Helgasyni og Guðmundi M. Kristjánssyni falið að taka saman gögn um framkomnar hugmyndir fyrir næsta fund nefndarinnar. Nefndarmenn taki saman þær hugmyndir sem þeir hafa vitneskju um og komi þeim til starfsmanna nefndarinnar.
3. Íbúafundur um framtíðarskipan Pollsins. 2012-04-0002.
Rætt um fyrirkomulag væntanlegs íbúafundar. Stefnt að því að halda fundinn um miðbik maí.
4. Ákvörðun tekin um frekari fundi hópsins.
Ákveðið að næsti fundur nefndarinnar verði haldinn föstudaginn 27. apríl klukkan 10.00.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl.11.10.
Gísli Halldór Halldórsson, formaður
Marzellíus Sveinbjörnsson
Torfi Einarsson
Jón Reynir Sigurvinsson
Elísabet Gunnarsdóttir
Jóhann Birkir Helgason
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson