Staðardagskrá 21 - 29. fundur - 15. febrúar 2006
Mættir: Ásvaldur Magnússon, Ragnar Ágúst Kristinsson, formaður, Jóhanna G. Kristjánsdóttir, Guðrún Anna Finnbogadóttir og Rúnar Óli Karlsson, er jafnframt ritaði fundargerð. Ásthildur Þórðardóttir var fjarverandi.
Þetta var gert:
1. Tillögur og framkvæmdaáætlun SD21 2006 - 2010.
Lokið við gerð framkvæmdaráætlunar og gengið frá henni í prentun. Gert ráð fyrir að halda kynnningarfund fyrir bæjarstjórn þegar áætlunin er komin úr prentun.
Greining og mat byggt á skýrslunni „sjálfbær þróun – vistvæn sjónarmið", sem Staðardagskrárnefnd Ísafjarðarbæjar skilaði vorið 2004, hefur nú farið fram og í framhaldi af þeirri vinnu hafa hér verið settar fram tillögur Staðardagskrárnefndar um æskilegar umbætur á hinum ýmsum sviðum er Staðardagskrá 21 nær til. Enn fremur er hér bent á hugsanlegan ávinning sem umbætur munu hafa í för með sér, bent á samstarfsaðila, framkvæmdatímabil og sett fram gróf kostnaðaráætlun.
2. Hreinsunarátak í Ísafjarðarbæ.
Stefnt er að því að fara í stórt hreinsunarátak í Ísafjarðarbæ á vormánuðum. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, óskaði eftir því að nefndin gæfi álit sitt á því hvernig best væri að standa að átakinu. Staðardagskrárnefnd leggur til eftirfarandi:
· Meta þarf magn brotajárns sem um ræðir, með viðtölum við helstu aðila s.s. bændur og fyrirtæki og meta magn á opnum svæðum í Ísafjarðarbæ. Sem dæmi gætu bæjarstarfsmenn í hverju byggðarlagi safnað þessum upplýsingum saman og komið til tæknideildar.
· Mikilvægt að kynna átakið vel í fjölmiðlum og með dreifibréfi til að reyna að koma í veg fyrir óþarfa vandræði er brotajárni verður eytt.
· Eins þarf að koma í veg fyrir að brotajárn fari að safnast upp víða í sveitarfélaginu er átakinu lýkur. Því þarf að koma á einhverju kerfi gáma, sem væru aðgengilegir fyrir flesta aðila. Slíku fyrirkomulagi var t.d. komið á í Vesturbyggð í kjölfar hreinsunarátaks þar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:30.
Ragnar Ágúst Kristinsson, formaður.
Jóhanna G Kristjánsdóttir.
Ásvaldur Magnússon.
Guðrún Anna Finnbogadóttir.
Rúnar Óli Karlsson.