Skipulags- og mannvirkjanefnd - 473. fundur - 8. mars 2017
Dagskrá:
1. |
Uppbygging knattspyrnumannvirkja á Torfnesi - ósk um fund með Ísafjarðarbæ - 2017010066 |
|
Fulltrúar íþróttafélagsins Vestra og HSV mæta til fundar við skipulags- og mannvirkjanefnd til að ræða uppbyggingu knattspyrnumannvirkja á Torfnesi. |
||
Fulltrúar HSV og Vestra mættu til fundar og ræddu um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Torfnesi. Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar heimildar bæjarstjórnar til að hefja formlega skipulagsvinnu á Torfnesi. |
||
|
||
2. |
Hafnarstræti 15 - 17 Umsókn um lóð - 2016100041 |
|
Lagt fram bréf dags. 09.02.2017 frá íbúum Hafnarstrætis 18, þar sem óskað er eftir upplýsingum um fyrirætlanir á lóðum Hafnarstrætis gegnt Landsbanka. Einnig óska íbúar og eigendur Hafnarstrætis eftir upplýsingum um stefnu bæjarins á bæjarsýn t.a.m. byggingastíl, byggingaefni og lóðaskipulag í miðbæ Ísafjarðar. |
||
Skipulags- og byggingafulltrúa falið að svara erindinu. |
||
|
||
3. |
Deiliskipulag - Birkilundur Furulundur - 2016120035 |
|
Drög að óverulegri breytingu á deiliskipulagi í Furulundi í Tunguhverfi, voru lögð fram á fundi nr. 472 hjá skipulags- og mannvirkjanefnd 24. febrúar sl. Drögin merkt Frumdrög D gera ráð fyrir að aukalóð verði bætt við Furulund 2-8 þannig að fjöldi raðhúsalóða verða fimm í stað fjögurra. Fyrir liggur nýr uppdráttur út frá fyrri drögum og lagður fram til grenndarkynningar. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi við Furulund í Tunguhverfi skv. 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir hagsmunaaðilum, eigendum og íbúum aðliggjandi lóða. Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að grenndarkynna þurfi breytinguna fyrir ábúanda bæjarins Efri Tungu í botni Skutulsfjarðar. |
||
|
||
4. |
Deiliskipulag - Naustahvilft - 2016100047 |
|
Skipulagslýsing dags. 25.01.2017 vegna nýs deiliskipulags við Naustahvilft kynnt fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd. Einnig drög að greinargerð deiliskipulags dags. febrúar 2017 lagt fram til kynningar. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
5. |
Hjallavegur 5-7, Flateyri - breytingar á svölum og verönd - 2017010079 |
|
Á 19. afgreiðslufundi byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar þann 10.02.2017 var eftirfarandi erindi tekið fyrir: Jón Grétar Magnússon sækir um byggingaleyfi f.h. Hjálma Fasteigna ehf. Sótt er um stækkun svala og að girða af verönd, skv. umsókn og uppdráttum frá Hugsjón ehf. dags. 17.01.2017 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið og telur að ekki þurfi að grenndarkynna breytingu á svölum eða verönd þar sem grenndaráhrif eru óveruleg. Nefndin bendir jafnframt á að breidd svala þurfi að vera a.m.k. 160 cm með vísan í gr.9.5.3. í byggingarreglugerð 112/2012. |
||
|
||
6. |
Umsókn um framkvæmdaleyfi - Kaldárvirkjun Önundarfirði - 2017030014 |
|
Birkir Þór Guðmundsson sækir um framkvæmdaleyfi fyrir Kaldárvirkjun í Önundarfirði í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Eftirfarandi gögn eru lögð fram. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis. |
||
|
||
7. |
Umsókn um framkvæmdaleyfi - Þverárvirkjun Önundarfirði - 2017030013 |
|
Birkir Þór Guðmundsson sækir um framkvæmdaleyfi fyrir Þverárvirkjun í Önundarfirði í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Eftirfarandi gögn eru lögð fram. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis. |
||
|
||
8. |
Vindorkustöð - Umsókn um byggingaleyfi - 2017030012 |
|
Jón Grétar Magnússon sækir um byggingaleyfi f.h. Græðis ehf. vegna 25kW vindorkustöðvar til raforkuframleiðslu. skv. ódagsettri umsókn ásamt útlits og afstöðumynd. |
||
Erindi frestað |
||
|
||
9. |
Umsókn um stöðuleyfi fyrir matarvagn á Silfurtorgi - 2017010075 |
|
Lagðar fram ljósmyndir af matsöluvagni frá Sunnu Jökulsdóttur vegna stöðuleyfisumsóknar. Málið var áður á dagsskrá á 471. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar. |
||
Skipulags samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að ganga frá málinu út frá staðsetningu. |
||
|
||
10. |
Umsókn um Stöðuleyfi - Gunnar Sæmundsson - 2016120003 |
|
Erindið var áður á dagsskrá á 471.fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, erindi var frestað m.t.t. til nýrrar staðsetningar skv. umræðum á fundi og tímabils leyfisveitingar. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að gámur verði staðsettur á horni Aðalstrætis og Mjósunds og frá byrjun maí og út september. Gámur skal staðsettur yfir vetrartíma á hafnarsvæði í samráði við hafnarstjóra. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Inga María Guðmundsdóttir |
Guðfinna M Hreiðarsdóttir |
|
Brynjar Þór Jónasson |
Axel Rodriguez Överby |
|
|