Skipulags- og mannvirkjanefnd - 473. fundur - 8. mars 2017

Dagskrá:

1.  

Uppbygging knattspyrnumannvirkja á Torfnesi - ósk um fund með Ísafjarðarbæ - 2017010066

 

Fulltrúar íþróttafélagsins Vestra og HSV mæta til fundar við skipulags- og mannvirkjanefnd til að ræða uppbyggingu knattspyrnumannvirkja á Torfnesi.

Fulltrúar Vestra og HSV óska eftir upplýsingum um fyrirætlanir í uppbyggingu knattspyrnumannvirkja á Torfnesi og óskuðu eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ um uppbyggingu knattspyrnumannvirkja.

 

Fulltrúar HSV og Vestra mættu til fundar og ræddu um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Torfnesi. Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar heimildar bæjarstjórnar til að hefja formlega skipulagsvinnu á Torfnesi.

 

   

2.  

Hafnarstræti 15 - 17 Umsókn um lóð - 2016100041

 

Lagt fram bréf dags. 09.02.2017 frá íbúum Hafnarstrætis 18, þar sem óskað er eftir upplýsingum um fyrirætlanir á lóðum Hafnarstrætis gegnt Landsbanka. Einnig óska íbúar og eigendur Hafnarstrætis eftir upplýsingum um stefnu bæjarins á bæjarsýn t.a.m. byggingastíl, byggingaefni og lóðaskipulag í miðbæ Ísafjarðar.

 

Skipulags- og byggingafulltrúa falið að svara erindinu.

 

   

3.  

Deiliskipulag - Birkilundur Furulundur - 2016120035

 

Drög að óverulegri breytingu á deiliskipulagi í Furulundi í Tunguhverfi, voru lögð fram á fundi nr. 472 hjá skipulags- og mannvirkjanefnd 24. febrúar sl. Drögin merkt Frumdrög D gera ráð fyrir að aukalóð verði bætt við Furulund 2-8 þannig að fjöldi raðhúsalóða verða fimm í stað fjögurra. Fyrir liggur nýr uppdráttur út frá fyrri drögum og lagður fram til grenndarkynningar.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi við Furulund í Tunguhverfi skv. 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir hagsmunaaðilum, eigendum og íbúum aðliggjandi lóða. Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að grenndarkynna þurfi breytinguna fyrir ábúanda bæjarins Efri Tungu í botni Skutulsfjarðar.

 

   

4.  

Deiliskipulag - Naustahvilft - 2016100047

 

Skipulagslýsing dags. 25.01.2017 vegna nýs deiliskipulags við Naustahvilft kynnt fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd. Einnig drög að greinargerð deiliskipulags dags. febrúar 2017 lagt fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.  

Hjallavegur 5-7, Flateyri - breytingar á svölum og verönd - 2017010079

 

Á 19. afgreiðslufundi byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar þann 10.02.2017 var eftirfarandi erindi tekið fyrir: Jón Grétar Magnússon sækir um byggingaleyfi f.h. Hjálma Fasteigna ehf. Sótt er um stækkun svala og að girða af verönd, skv. umsókn og uppdráttum frá Hugsjón ehf. dags. 17.01.2017
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Umsókninni vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið og telur að ekki þurfi að grenndarkynna breytingu á svölum eða verönd þar sem grenndaráhrif eru óveruleg. Nefndin bendir jafnframt á að breidd svala þurfi að vera a.m.k. 160 cm með vísan í gr.9.5.3. í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingafulltrúa falið að vinna málið með vísan í ofangreint.

 

   

6.  

Umsókn um framkvæmdaleyfi - Kaldárvirkjun Önundarfirði - 2017030014

 

Birkir Þór Guðmundsson sækir um framkvæmdaleyfi fyrir Kaldárvirkjun í Önundarfirði í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Eftirfarandi gögn eru lögð fram.

1. Umsókn um framkvæmdaleyfi dags. dags. 24.02.2017.

2. Ákvörðun um matsskyldu þar sem gerð er ýtarleg grein fyrir framkvæmdum og niðurstaða Skipulagsstofnunar um matsskyldu.

3.Greinargerð skipulags þar sem kemur fram hvernig frágangi og mótvægisaðgerðum verður háttað m.t.t. gróðurrasks.

4.Yfirlitsmynd

5.Hönnunargögn s.s. inntak fallpípu, þversnið fallpípu, vegþversnið. Stöðvarhús útlit.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis.

 

   

7.  

Umsókn um framkvæmdaleyfi - Þverárvirkjun Önundarfirði - 2017030013

 

Birkir Þór Guðmundsson sækir um framkvæmdaleyfi fyrir Þverárvirkjun í Önundarfirði í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Eftirfarandi gögn eru lögð fram.

1. Umsókn um framkvæmdaleyfi dags. dags. 24.02.2017.

2. Ákvörðun um matsskyldu þar sem gerð er ýtarleg grein fyrir framkvæmdum og niðurstaða Skipulagsstofnunar um matsskyldu.

3.Greinargerð skipulags þar sem kemur fram hvernig frágangi og mótvægisaðgerðum verður háttað m.t.t. gróðurrasks.

4.Yfirlitsmynd

5.Hönnunargögn s.s. inntak fallpípu, þversnið fallpípu, vegþversnið. Stöðvarhús útlit.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis.

 

   

8.  

Vindorkustöð - Umsókn um byggingaleyfi - 2017030012

 

Jón Grétar Magnússon sækir um byggingaleyfi f.h. Græðis ehf. vegna 25kW vindorkustöðvar til raforkuframleiðslu. skv. ódagsettri umsókn ásamt útlits og afstöðumynd.

 

Erindi frestað

 

   

9.  

Umsókn um stöðuleyfi fyrir matarvagn á Silfurtorgi - 2017010075

 

Lagðar fram ljósmyndir af matsöluvagni frá Sunnu Jökulsdóttur vegna stöðuleyfisumsóknar. Málið var áður á dagsskrá á 471. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

Skipulags samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að ganga frá málinu út frá staðsetningu.

 

   

10.  

Umsókn um Stöðuleyfi - Gunnar Sæmundsson - 2016120003

 

Erindið var áður á dagsskrá á 471.fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, erindi var frestað m.t.t. til nýrrar staðsetningar skv. umræðum á fundi og tímabils leyfisveitingar.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að gámur verði staðsettur á horni Aðalstrætis og Mjósunds og frá byrjun maí og út september. Gámur skal staðsettur yfir vetrartíma á hafnarsvæði í samráði við hafnarstjóra.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Inga María Guðmundsdóttir

Guðfinna M Hreiðarsdóttir

 

Brynjar Þór Jónasson

Axel Rodriguez Överby

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?