Skipulags- og mannvirkjanefnd - 472. fundur - 24. febrúar 2017
Dagskrá:
1. |
Svæðisskipulag fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð - beiðni um umsögn - 2016060025 |
|
Á 962. fundi bæjarráðs var lagður fram tölvupóstur Matthildar Kr. Elmarsdóttur, verkefnisstjóra svæðisskipulagsnefndar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, dagsettur 2. febrúar sl. Óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um greiningaskýrslu, sem fylgir tölvupóstinum, vegna svæðisskipulagsgerðar og þarf umsögnin að berast fyrir 24. febrúar nk. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd fagnar samstarfi Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar um gerð svæðisskipulags og óskar þeim velfarnaðar í áframhaldandi vinnu. |
||
|
||
2. |
Æðartangi 6-8-10 - Umsókn um lóðir - 2017020157 |
|
Bryan Lynn Thomas, f.h. Kerecis ehf. sækir um lóðir við Æðartanga 6-8-10 skv. umsókn dags. 23.02.2017 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Kerecis ehf., fái lóðir við Æðartanga 6-8-10, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. |
||
|
||
3. |
Æðartangi 12 - Umsókn um lóð - 2017020155 |
|
Einar Birkir Sveinbjörnsson sækir um lóð f.h. Gömlu Spýtunnar ehf. við Æðartanga 12, skv. umsókn dags. 03.02.2017 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Gamla Spýtan, fái lóð við Æðartanga nr.12 Ísafirði skv. umsókn með og þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. |
||
|
||
4. |
Æðartangi 14 - Umsókn um lóð - 2017020156 |
|
Arnar Kristjánsson sækir um lóð f.h. Sólberg ehf. við Æðartanga 14. Hjálagt er ódagsett umsókn. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Sólberg efh. fái lóð við Æðartanga nr.14 Ísafirði skv. umsókn og með og þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. |
||
|
||
5. |
Deiliskipulag - Birkilundur Furulundur - 2016120035 |
|
Frumdrög að deiliskipulagi við Furulund og Birkilund ásamt skuggavarpi á lóðirnar, lagt fram til kynningar |
||
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram út frá umræðum á fundi. |
||
|
||
6. |
Sindragata 4 - Deiliskipulag - 2016110020 |
|
Drög að deiliskipulagi fyrir Sindragötu 4, Ísafirði, frá Tækniþjónustu Vestfjarða, Lagt fram til kynningar, |
||
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. |
||
|
||
7. |
Deiliskipulag-Suðurtangi - 2016060017 |
|
Frumdrög að nýju deiliskipulagi fyrir Suðurtanga, frá Verkís hf. lögð fram til kynningar. Um er að ræða tvær tillögur annarsvegar tillaga A og hinsvegar tillaga B |
||
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. |
||
|
||
8. |
Dýrafjarðargöng - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2016120021 |
|
Eftirfarandi erindi var áður á dagskrá á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 08.02.2017 þar sem því var frestað. Að ósk Vegagerðarinnar skv. bréfi dags. 22.02.2017 er erindið tekið fyrir að nýju. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna Dýrafjarðargangna á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja og samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Lína Björg Tryggvadóttir |
Hildur Elísabet Pétursdóttir |
|
Guðfinna M Hreiðarsdóttir |
Brynjar Þór Jónasson |
|
Axel Rodriguez Överby |