Skipulags- og mannvirkjanefnd - 471. fundur - 8. febrúar 2017
Dagskrá:
1. |
Stofnun Hollvinafélags Bæjarbryggjunnar á Ísafirði - 2016080011 |
|
Hollvinafélag bæjarbryggjunar á Ísafirði var stofnað 02.07.2016 tilgangur félagsins er að stuðla að byggingu nýrrar bæjarbryggju á Ísafirði, sem reist yrði með hliðsjón af þeirri gömlu sem rifin var. Hollvinafélag nýrrar bæjarbryggju óskar eftir afstöðu bæjaryfirvalda til erindisins, jafnframt að málið fái eðlilegt brautargengi innan stjórnkerfis bæjarins. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að þessi hugmynd verði skoðuð með tilliti til niðurstöðu skýrslu pollnefndar og væntanlegrar deiliskipulagsvinnu á svæðinu. |
||
|
||
2. |
3X óskar eftir óverulegri aðalskipulagsbreytingu - 2016120008 |
|
3X Technology óskar eftir því við Ísafjarðarbæ skv. bréfi dags. 05.12.2016, að meðfylgjandi tillaga frá Verkís að óverulegri breytingu aðalskipulags Ísafjarðarbæjar, fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulega breytingu. Tillagan felur í sér minni háttar breytingu á þéttbýlisuppdrætti gildandi aðalskipulags en greinargerð skipulagsins helst óbreytt. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja meðfylgjandi tillögu og heimila málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulega breytingu. |
||
|
||
3. |
Umsókn um stöðuleyfi fyrir matarvagn á Silfurtorgi - 2017010075 |
|
Sunna Jökulsdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir matarvagn á Silfurtorgi frá maí mánuði fram í október. Hjálagt er umsókn og uppdráttur. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að óska eftir frekari gögnum. |
||
|
|
|
4. |
Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi - 2017010103 |
|
Á 961. fundi bæjarráðs var lagt fram bréf Hólmfríðar Bjarnadóttur, f.h. Skipulagsstofnunar, dagsett 23. janúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um tillögu að matsáætlun um 7.600 tonna framleiðsluaukningu í laxeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi. Óskað er eftir að umsögnin berist fyrir 8. febrúar nk. Bæjarráð vísaði beiðninni til skipulags- og mannvirkjanefndar og hafnarstjórnar. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir bókun hafnarstjórnar frá fundi nr. 189 þann 07.02.2017 þar sem eftirfarandi kemur fram; "Hafnarstjórn getur ekki fallist á að eldiskvíar verði staðsettar á því svæði út af Arnarnesi (Skutulsfirði) sem lagt er til í erindi þessu vegna þess að staðsetning eldiskvía á þessu svæði skerðir aðkomu stærri skipa að fjarðarmynni Skutulsfjarðar og þrengir athafnasvæði skipa" |
||
|
||
5. |
Umsókn um Stöðuleyfi - Gunnar Sæmundsson - 2016120003 |
|
Gunnar Sæmundsson leggur fram umsókn um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á hafnarkanti til móts við Edinborgarhús. Með umsókn fylgir loftmynd sem markar staðsetningu nánar. |
||
Skipulags- mannvirkjanefnd frestar erindi. |
||
|
||
6. |
Sæborg í Aðalvík - stofnun þriggja lóða - 2016010020 |
|
Lagður fram tölvupóstur Erlings Ásgeirssonar, f.h. landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps frá 8.júní 2016 ásamt afriti af bréfi Erlings Ásgeirssonar, f.h. landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps dags. 24. mai 2016 til Umhverfisstofnunar. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir fundarbeiðni. |
||
|
||
7. |
Engidalur - Staðfesting landamerkja - 2017020019 |
|
Inga Daníelsdóttir óskar eftir þvi við skipulagsyfirvöld Ísafjarðarbæjar f.h. landeigenda jarðarinnar Fossa í Engidal, Skutulsfirði landnr. 137998 að landamerki jarðarinnar verði staðfest. Framlögð eru eftirfarandi gögn, hnitsettur uppdráttur frá Teiknistofunni Eik dags. 09.12.2016, undirritaður af landeigendum jarðanna Efri og Neðri Engidals, Breiðumýrar og Orkubúi Vestfjarða. Yfirlýsingar um landamerki og eignamörk dagsett feb. 2015 og 11. desember 2016 ásamt afsalsbréfum frá 14.apríl 1945, kaup- og afsalsbréf frá 10.júlí 1948, afsal dags. 7. apríl 1953. |
||
Byggingafulltrúa falið að ganga frá málinu. |
||
|
||
8. |
Æfingaturn - umsókn um stöðuleyfi - 2015090074 |
|
Einar Birkir Sveinbjörnsson sækir um stöðuleyfi f.h. Unglingadeildarinnar Hafstjörnunnar skv. umsókn og meðfylgjandi uppdrætti. Sótt er um stöðuleyfi fyrir æfingaturn þar sem fjallabjörgun, sig og klifur eru æfð. Tilgreindar eru tvær staðsetningar á meðfylgjandi deiliskipulagsuppdrætti. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir úthlutun stöðuleyfis fyrir æfingaturnn, nánari staðsetning í samráði við byggingafulltrúa. Einnig er bent á að stöðuleyfi gildir í eitt ár. |
||
|
||
9. |
Dýrafjarðargöng - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2016120021 |
|
Guðmundur Rafn Kristjánsson, f.h. Vegagerðarinnar, sækir um framkvæmdarleyfi fyrir jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar í Ísafjarðarbæ skv. umsókn dags. 16. janúar 2017. Sótt er um framkvæmdaleyfi til Ísafjarðarbæjar vegna Dýrafjarðarganga, á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Framkvæmdin er matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er matsskýrsla og álit Skipulagsstofnunar fyrirliggjandi og meðfylgjandi. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar erindi. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Sigurður Mar Óskarsson |
Lína Björg Tryggvadóttir |
|
Guðfinna M Hreiðarsdóttir |
Brynjar Þór Jónasson |
|
Axel Rodriguez Överby |