Skipulags- og mannvirkjanefnd - 470. fundur - 18. janúar 2017
Dagskrá:
1. |
Sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi - drög að tillögu að matsáætlun - 2016090039 |
|
Skipulagsstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar um tillögu að matsáætlun sjókvíaeldis Arnarlax, um er að ræða framleiðslu á 10.000 tonnum af laxi á ári í Ísafjarðardjúpi. Umsögn óskast send Skipulagsstofnun fyrir 20. Janúar 2017. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu að matsáætlun. |
||
|
||
2. |
Aukin framleiðsla á laxi í Arnarfirði - 2016020071 |
|
Skipulagsstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar á tillögu að matsáætlun vegna framleiðslu á 4000 tonnum af laxi í Arnarfirði, á vegum Artic Sea Farm. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að tillagan samræmist ekki Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Arnarfjarðar 2012-2024. Nýtingaráætlunin gerir ekki ráð fyrir kvíaeldi á svæðinu milli Hvestudals og Bíldudals. |
||
|
||
3. |
Íbúðamarkaðurinn á Ísafirði - 2017010050 |
|
Skýrsla Reykjavík Economics um íbúðarmarkað Ísafjarðarbæjar lögð fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
Ársskýrsla 2016 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - 2017010040 |
|
Ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðar fyrir árið 2016 lögð fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Magni Hreinn Jónsson |
Lína Björg Tryggvadóttir |
|
Ásgerður Þorleifsdóttir |
Hildur Elísabet Pétursdóttir |
|
Brynjar Þór Jónasson |
Axel Rodriguez Överby |
|
|