Skipulags- og mannvirkjanefnd - 467. fundur - 7. desember 2016
Dagskrá:
1. |
Mávagarður E - Umsókn um lóð - 2016090053 |
|
Á 462. fundi skipulags- og mannvirkjanefnar var eftirfarandi erindi tekið fyrir. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindi þar sem gert er ráð fyrir annarskonar starfsemi. |
||
|
||
2. |
Sandasker, Dýrafirði, - Frístundabyggð - 2016100042 |
|
Pálmar Kristmundsson leggur fram uppkast að afnotasamningi fyrir frístundabyggð undir hlíðum Sandafells. Svæðið er skilgreint sem frístundabyggð F25 í Aðalskipulagi Ísafjarðar 2008-2020, |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
Umsókn um Stöðuleyfi - Gunnar Sæmundsson - 2016120003 |
|
Gunnar Sæmundsson sækir um stöðuleyfi fyrir 1.stk 40 feta gám. Tilgreindar eru tvær staðsetningar á loftmynd, fyrsti valkostur er á milli Aðalstrætis og Guðmundarbúðar, seinni valkostur við Suðurgötu. |
||
Erindi frestað og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram. |
||
|
||
4. |
3X óskar eftir óverulegri aðalskipulagsbreytingu - 2016120008 |
|
3X Technology óskar eftir því við bæjaryfirvöld að fá að gera óverulega breytingu á Aðalskipulagi 2008-2008. Skv. umsókn dags. 05.12.2016. Breytingin felst m.a. í því að miðsvæði M4 sé stækkað þannig að það nái yfir Sindragötu 5-7 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimilia að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. skv. umsókn. |
||
|
|
|
5. |
Fyrirspurn til Skipulags- og mannvirkjanefndar - 2016110033 |
|
Sigurður Mar Óskarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurnir: |
||
Sviðsstjóri leggur fram minnisblað varðandi fyrirspurnir Sigurðar Mar. Fyrir liggur að miklu fé hefur verið varið í viðhald á vatns- og holræsakerfi. Hinsvegar er nauðsynlegt að fá úttekt á stöðu mála. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Sigurður Mar Óskarsson |
Ásgerður Þorleifsdóttir |
|
Inga María Guðmundsdóttir |
Brynjar Þór Jónasson |
|
Axel Rodriguez Överby |