Skipulags- og mannvirkjanefnd - 465. fundur - 9. nóvember 2016
Dagskrá:
1. |
Sæmundur Kr. Þorvaldsson óskar eftir að hitta skipulags- og mannvirkjanefnd - 2016050069 |
|
Sæmundur Kr. Þorvaldsson hjá skjólskógum óskar eftir að hitta skipulags- og mannvirkjanefnd. |
||
Sæmundur Þorvaldsson kynnti fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd áform og hugmyndir varðandi skógræktina á Bakka, í Brekkudal. |
||
|
||
Gestir |
||
Sæmundur Þorvaldsson sat fundinn frá 08:00 til 08:30 - |
||
|
||
2. |
3X Stál - Fyrirspurn um byggingarleyfi - 2016110016 |
|
Karl Ásgeirsson spyr f.h. 3X-Thecnology hvort heimilt sé að breyta hluta af Sindragötu 7 í íbúðir/herbergi til handa starfsmönnum. Meðfylgjandi er fyrirspurnarblað og greinargerð dags. 03.11.2016. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn Þorbjarnar Sveinssonar, slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar, á erindinu. |
||
|
||
3. |
Ósk um deiliskipulagsbreytingu og hugsanlega Aðalskipulagsbreytingu við afrennslissvæði Mjólkárvirkjana - 2016080019 |
|
Orkubú Vestjarða óskar eftir heimild frá Ísafjarðarbæ til að vinna breytingu á gildandi aðalskipulagi og deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar í samræmi við meðfylgjandi skipulags- og matslýsingu. Jafnframt er óskað eftir að skipulags- og matslýsing verði tekin til efnislegrar meðferðar í samræmi við kafla VII og VIII skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að skipulags- og matslýsing verði kynnt opinberlega skv. skipulagslögum 123/2010. Matslýsingin verði tekin til meðferðar í samræmi við VII. og VIII. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 |
||
|
||
Gestir |
||
Gunnar Páll Eydal - 08:45 |
||
|
||
4. |
Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - breyting. - 2013060014 |
|
Lögð fram lýsing á endurskoðun á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, ásamt grunni að endurskoðun. Lagt er til að grunnur verði endurskoðaður m.t.t. breyttra forsenda, frá síðustu yfirferð. |
||
Sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. |
||
|
||
5. |
Oddavegur 5 - Umsókn um lóð - 2016110019 |
|
Jón Grétar Magnússon, f.h Magnúsar Hrings Guðmundssonar skv. umsókn dags. 03.11.2016 sækir um lóð fyrir fiskhjall sem staðsettur er á lóðarmörkum Oddavegs 5 og 7 umræddur hjallur stendur inn á lóð 5. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar erindi og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. |
||
|
||
6. |
Sindragata 4 - Deiliskipulag - 2016110020 |
|
Þann 23. nóvember 2006 var samþykkt tillaga um að breyta deiliskipulagi fyrir lóðina að Sindragötu 4 á Ísafirði. Breytingin fól í sér að skipta lóðinni í tvær lóðir, Sindragötu 4 og 4a. Deiliskipulagið reyndist ógilt vegna formgalla. Óskað er eftir þvi við skipulags- og mannvirkjanefnd að hún taki málið upp að nýju og taki afstöðu til breytinga á deiliskipulagi. Væntanlegar breytingar snúa að aukalóð sem var bætt við og er Sindragata 4a, einnig að hæð húsa verði 4. hæðir í stað 3.5 og að nýtingarstuðull lóðar verði mögulega hækkaður sé þess þörf, m.t.t. 2000 fermetra byggingarmagns. |
||
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa faliið að vinna málið áfram. |
||
|
||
7. |
Skeiði Gata B - Umsókn um lóð - 2016110025 |
|
Birkir Þór Guðmundsson sækir um lóð f.h. AB Fasteigna að Skeiði Gata-B skv. deiliskipulagsuppdrætti og umsókn dags. 07.11.2016 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að AB Fasteignir. fái lóð inn á Skeiði við Götu B, Ísafirði skv. uppdrætti með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. |
||
|
||
8. |
Fyririspurn til Skipulags- og mannvirkjanefndar - 2016110033 |
|
Sigurður Mar Óskarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurnir: |
||
Erindi lagt fram til fyrirspurnar og formleg úrvinnsla tekin til á fundi 466. |
||
|
||
9. |
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 13 - 1605001F |
|
Lagt fram til kynningar |
||
Lagt fram til kynningar |
||
9.1 |
2016050004 - Brekkugata 60 fyrirspurn um byggingarleyfi |
|
|
||
Niðurstaða Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 13 |
||
Byggingaráform eru samþykkt með vísan í breytingu á byggingarreglugerð 112/2012 gr.2.3.5 |
||
|
||
9.2 |
2016040080 - Breiðidalur Neðri - Umsókn um byggingarleyfi |
|
|
||
Niðurstaða Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 13 |
||
Byggingaráformin eru samþykkt með vísan í 2.3.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. |
||
|
||
9.3 |
2016040048 - Aðalstræti 26 Þingeyri - Umsókn um byggingarleyfi |
|
|
||
Niðurstaða Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 13 |
||
Skipulags og mannvikjanefnd samþykkir erindið. Byggingaráform samþykkt. |
||
|
||
9.4 |
2014120061 - Móar, Hesteyri - endurbygging |
|
|
||
Niðurstaða Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 13 |
||
Byggingaráform eru samþykkt. |
||
|
||
9.5 |
2016040016 - Engjavegur 20 - Umsókn um byggingarleyfi |
|
|
||
Niðurstaða Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 13 |
||
Byggingaráformin eru samþykkt með vísan í 2.3.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. |
||
|
||
10. |
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 14 - 1605017F |
|
Lagt fram til kynningar |
||
Lagt fram til kynningar |
||
10.1 |
2016020084 - Hlíðarvegur 6- umsókn um byggingarleyfi |
|
|
||
Niðurstaða Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 14 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkti að erindið yrði grenndarkynnt. Engar athugasemdir bárust. Byggingarleyfi er samþykkt. |
||
|
||
10.2 |
2016050030 - Gamla Spýtan ehf. f.h. Sjávareldis ehf. sækir um byggingarleyfi. |
|
|
||
Niðurstaða Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 14 |
||
Byggingaráformin eru samþykkt. |
||
|
||
10.3 |
2016020063 - Hafnarstræti 4-6 - Umsókn um byggingarleyfi |
|
|
||
Niðurstaða Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 14 |
||
Afgreiðslu frestað með vísan til athugasemda á umsóknareyðublaði. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Magni Hreinn Jónsson |
Sigurður Mar Óskarsson |
|
Ásgerður Þorleifsdóttir |
Inga Steinunn Ólafsdóttir |
|
Jón Kristinn Helgason |
Brynjar Þór Jónasson |
|
Axel Rodriguez Överby |