Skipulags- og mannvirkjanefnd - 465. fundur - 9. nóvember 2016

Dagskrá:

1.  

Sæmundur Kr. Þorvaldsson óskar eftir að hitta skipulags- og mannvirkjanefnd - 2016050069

 

Sæmundur Kr. Þorvaldsson hjá skjólskógum óskar eftir að hitta skipulags- og mannvirkjanefnd.

 

Sæmundur Þorvaldsson kynnti fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd áform og hugmyndir varðandi skógræktina á Bakka, í Brekkudal.

 

 

Gestir

 

Sæmundur Þorvaldsson sat fundinn frá 08:00 til 08:30 -

 

   

2.  

3X Stál - Fyrirspurn um byggingarleyfi - 2016110016

 

Karl Ásgeirsson spyr f.h. 3X-Thecnology hvort heimilt sé að breyta hluta af Sindragötu 7 í íbúðir/herbergi til handa starfsmönnum. Meðfylgjandi er fyrirspurnarblað og greinargerð dags. 03.11.2016.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn Þorbjarnar Sveinssonar, slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar, á erindinu.

 

   

3.  

Ósk um deiliskipulagsbreytingu og hugsanlega Aðalskipulagsbreytingu við afrennslissvæði Mjólkárvirkjana - 2016080019

 

Orkubú Vestjarða óskar eftir heimild frá Ísafjarðarbæ til að vinna breytingu á gildandi aðalskipulagi og deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar í samræmi við meðfylgjandi skipulags- og matslýsingu. Jafnframt er óskað eftir að skipulags- og matslýsing verði tekin til efnislegrar meðferðar í samræmi við kafla VII og VIII skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að skipulags- og matslýsing verði kynnt opinberlega skv. skipulagslögum 123/2010. Matslýsingin verði tekin til meðferðar í samræmi við VII. og VIII. kafla skipulagslaga nr. 123/2010

 

 

Gestir

 

Gunnar Páll Eydal - 08:45

 

   

4.  

Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - breyting. - 2013060014

 

Lögð fram lýsing á endurskoðun á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, ásamt grunni að endurskoðun. Lagt er til að grunnur verði endurskoðaður m.t.t. breyttra forsenda, frá síðustu yfirferð.

 

Sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

   

5.  

Oddavegur 5 - Umsókn um lóð - 2016110019

 

Jón Grétar Magnússon, f.h Magnúsar Hrings Guðmundssonar skv. umsókn dags. 03.11.2016 sækir um lóð fyrir fiskhjall sem staðsettur er á lóðarmörkum Oddavegs 5 og 7 umræddur hjallur stendur inn á lóð 5.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar erindi og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

   

6.  

Sindragata 4 - Deiliskipulag - 2016110020

 

Þann 23. nóvember 2006 var samþykkt tillaga um að breyta deiliskipulagi fyrir lóðina að Sindragötu 4 á Ísafirði. Breytingin fól í sér að skipta lóðinni í tvær lóðir, Sindragötu 4 og 4a. Deiliskipulagið reyndist ógilt vegna formgalla. Óskað er eftir þvi við skipulags- og mannvirkjanefnd að hún taki málið upp að nýju og taki afstöðu til breytinga á deiliskipulagi. Væntanlegar breytingar snúa að aukalóð sem var bætt við og er Sindragata 4a, einnig að hæð húsa verði 4. hæðir í stað 3.5 og að nýtingarstuðull lóðar verði mögulega hækkaður sé þess þörf, m.t.t. 2000 fermetra byggingarmagns.

 

Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa faliið að vinna málið áfram.

 

   

7.  

Skeiði Gata B - Umsókn um lóð - 2016110025

 

Birkir Þór Guðmundsson sækir um lóð f.h. AB Fasteigna að Skeiði Gata-B skv. deiliskipulagsuppdrætti og umsókn dags. 07.11.2016

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að AB Fasteignir. fái lóð inn á Skeiði við Götu B, Ísafirði skv. uppdrætti með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

   

8.  

Fyririspurn til Skipulags- og mannvirkjanefndar - 2016110033

 

Sigurður Mar Óskarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurnir:

Lögð hefur verð fram fjáhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2017 og við hlustun á bæjarstjórnarfundi sl. fimmtudag kom ekkert fram sem benti til þess að átak væri fyrirhugað til bráðnauðsynlegra verkefna varðandi lagnakerfi bæjarins. Spurningin er hvort enn og aftur sé verið að horfa framhjá því sem gera þarf. Bæjarfélag sem sér framtíð í matvælaframleiðslu og mótttöku ferðamanna verður að gæta að þessu til framtíðar jafnframt því að tryggja lífsgæði íbúa. Fram kom með réttu að bærinn væri fallegur en þar er ekki allt sem sýnist. Svör óskast við eftirfarandi spurningum:
1. Er gert ráð fyrir fjármagni í fjarhagsáætlun 2017og /eða í þriggja ára áætlun til verulegs viðhalds holræsa og vatnsveitu. Þar er einkum átt við frummat á getu viðtaka skólps, sameiningu útrása, mögulegri grófhreinsun og almennt um yfirlit um ástand og kortlagning kerfa og askilyrða sem fram koma í viðkomandi starsfleyfum. Mér er kunnugt um að fjargæslukerfi sé í smíðum varðand dælubrunn í Hafnarstræti og birgðatanka vatnsveitu ásamt smálegu viðhaldi holræsa.
2. Hver var rekstrarniðurstaða varðandi rekstur vatnsveitu og holræsa í ársreikningi Ísafjarðarbæjar 2015.

 

Erindi lagt fram til fyrirspurnar og formleg úrvinnsla tekin til á fundi 466.

 

   

9.  

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 13 - 1605001F

 

Lagt fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

 

9.1  

2016050004 - Brekkugata 60 fyrirspurn um byggingarleyfi

 

 

Niðurstaða Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 13

 

Byggingaráform eru samþykkt með vísan í breytingu á byggingarreglugerð 112/2012 gr.2.3.5

 

 

9.2  

2016040080 - Breiðidalur Neðri - Umsókn um byggingarleyfi

 

 

Niðurstaða Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 13

 

Byggingaráformin eru samþykkt með vísan í 2.3.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

 

 

9.3  

2016040048 - Aðalstræti 26 Þingeyri - Umsókn um byggingarleyfi

 

 

Niðurstaða Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 13

 

Skipulags og mannvikjanefnd samþykkir erindið. Byggingaráform samþykkt.

 

 

9.4  

2014120061 - Móar, Hesteyri - endurbygging

 

 

Niðurstaða Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 13

 

Byggingaráform eru samþykkt.

 

 

9.5  

2016040016 - Engjavegur 20 - Umsókn um byggingarleyfi

 

 

Niðurstaða Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 13

 

Byggingaráformin eru samþykkt með vísan í 2.3.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

 

 

   

10.  

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 14 - 1605017F

 

Lagt fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

 

10.1  

2016020084 - Hlíðarvegur 6- umsókn um byggingarleyfi

 

 

Niðurstaða Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 14

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkti að erindið yrði grenndarkynnt. Engar athugasemdir bárust. Byggingarleyfi er samþykkt.

 

 

10.2  

2016050030 - Gamla Spýtan ehf. f.h. Sjávareldis ehf. sækir um byggingarleyfi.

 

 

Niðurstaða Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 14

 

Byggingaráformin eru samþykkt.

 

 

10.3  

2016020063 - Hafnarstræti 4-6 - Umsókn um byggingarleyfi

 

 

Niðurstaða Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 14

 

Afgreiðslu frestað með vísan til athugasemda á umsóknareyðublaði.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Magni Hreinn Jónsson

Sigurður Mar Óskarsson

 

Ásgerður Þorleifsdóttir

Inga Steinunn Ólafsdóttir

 

Jón Kristinn Helgason

Brynjar Þór Jónasson

 

Axel Rodriguez Överby

Er hægt að bæta efnið á síðunni?