Skipulags- og mannvirkjanefnd - 462. fundur - 21. september 2016
Dagskrá:
1. |
Iceland Profishing - Umsókn um stöðuleyfi - 2016090047 |
|
Róbert Schmidt sækir um stöðuleyfi fyrir 6 báta f.h. Iceland Profishing. Áætlað er að bátarnir verði í uppsátri milli Höfðastígshúsa við lónið Suðureyri. Áætlaður tími mun vera frá 15.september fram að vori. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að það þurfi að berast formleg umsókn um stöðuleyfi. |
||
|
||
2. |
Verkís - Umsókn um Stöðuleyfi - 2016090049 |
|
Verkís hf., f.h. Landsnets, óskar eftir stöðuleyfi fyrir spennistöð og stjórnkerfishús við Mjólká í Ísafjarðarbæ í skv. umsókn dags. 01.09.2016 og í samræmi við teikningar C01.1.001, C01.5.001 og C01.5.002 dags. 09.01.2016. og 26.01.2016. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs, fyrir spennistöð og stjórnkerfishús við Mjólká, í Ísafjarðarbæ skv. umsókn dags. 01.09.2016. og í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti. |
||
|
||
3. |
Malarnám - Kubbur ehf. sækir um leyfi til efnistöku - 2016090050 |
|
Sigríður Laufey Sigurðardóttir, f.h. Kubbs ehf., sækir um leyfi til efnistöku í botni Skutulsfjarðar skv. umsókn dags. 16.ágúst og loftmynd sem sýnir efnistökustað. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu þar sem umbeðinn efnistökustaður er á náttúruminjaskrá og jafnframt hverfisverndaður í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. |
||
|
||
4. |
Mávagarður A - Umsókn um lóð - 2016090054 |
|
Guðlaug Aðalrós f.h. Vestfirskra Verktaka ehf. sækir um lóð við Mávagarð A nr.233-6519, skv. umsókn dags. 14.09.2016 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð A við Mávagarð, Ísafirði með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. |
||
|
||
5. |
Mávagarður E - Umsókn um lóð - 2016090053 |
|
Guðlaug Aðalrós f.h. Vestfirskra Verktaka ehf. sækir um lóð við Mávagarð E nr.233-6523, skv. umsókn dags. 14.09.2016. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar erindinu. |
||
|
||
6. |
Fyrirspurn - Spurt er hvort heimilt sé að reisa sumarhús. - 2016090055 |
|
Jóhanna Gunnarsdóttir og Skúli Elíasson eru með fyrirspurn um hvort heimilt sé að reisa 25 fermetra sumarhús við Fornasel í Keldudal, Dýrafirði landnr. 213525 |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að kanna þurfi hvort þörf sé á hættumati vegna ofanflóða, ásamt áliti Minjastofnunar um fornminjar í landi Fornabóls. Jafnframt þarf að leita umsagnar Umhverfisstofnunar þar sem umrætt land er á náttúruminjaskrá. |
||
|
||
7. |
Smárateigur 2 - Umsókn um lóð - 2016090056 |
|
Hlöðver Pálsson sækir um lóð við Smárateig 2 til að sameina við lóð að Smárateig 4 skv. ódagsettri umsókn. Um er að ræða stækkun lóðar við Smárateig 4. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun með fyrirvara um samþykki frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Magni Hreinn Jónsson |
Lína Björg Tryggvadóttir |
|
Ásgerður Þorleifsdóttir |
Brynjar Þór Jónasson |
|
Axel Rodriguez Överby |