Skipulags- og mannvirkjanefnd - 461. fundur - 17. ágúst 2016

 Dagskrá:

1.  

Ós Arnarfirði - Ósk um niðurrif - 2016070020

 

Þorbjörn Pétursson sækir um leyfi til þess að rífa hlöðu við bæinn Ós í Arnarfirði, landnúmer 140685, hlaðan var byggð árið 1937 mhl. 090101

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna húseiganda varðveislugildi byggingarinnar.

 

   

2.  

Dagverðardalur 4 - Umsókn um stækkun lóðar - 2016080001

 

Arnór Þ. Gunnarsson og Theodóra Mathiesen sækja um stækkun lóðar við Dagverðardal 4. skv. umsókn dags. 03.08.2016. Sótt er um stækkun sem nemur fimm metrum út frá norður gafli þar sem húsið stendur á lóðarmörkum.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið þar sem aðliggjandi lóð hentar ekki sem byggingarlóð vegna vatnslagnar sem þverar lóðina inn í Holtahverfi. Þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir Dagverðardal, þarf að fara fram grenndarkynning skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Eftirtaldir aðilar eru taldir eiga hagsmuna að gæta og ber að grenndarkynna stækkun lóðar, Dagverðardal 2, 3 og 5.

 

   

3.  

Dýrafjarðargöng - Deiliskipulag - 2016020061

 

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 16.6.2016 að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Dýrafjarðargöng annarsvegar við Dranga í Dýrafirði og hinsvegar við Rauðsstaði í Arnarfirði. Tillögurnar voru auglýstar frá og með 23. júní til og með 4. ágúst. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dags. 24 júní, Veðurstofu Íslands dags. 23. júní, Minjastofnun Íslands dags. 21. júlí og Landsnet 7.júlí auk athugasemdar frá Landeigendum Ketilseyrar dags. 1. ágúst 2016 og hefur verið tekið mið af þeim í greinargerð og umhverfisskýrslu.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn, að samþykkja deiliskipulagsuppdrætti og greinargerðir við Dranga í Dýrafirði annarsvegar og við Rauðsstaði í Arnarfirði hinsvegar, að teknu tilliti til athugasemda og umsagna.

 

   

4.  

Oddavegur 13 ósk um stækkun byggingarreits - 2016060086

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkti á fundi sínum þann 23.06.2016. Að grenndarkynna stækkun byggingarreits skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 við Oddaveg 13 á Flateyri. Skipulags- og mannvirkjanefnd er heimilt að ljúka grenndarkynningu og afgreiðslu málsins, með undirritun þeirra sem fengu grenndarkynninguna á kynningargögnin, að þeir geri ekki athugasemd við fyrirhuguð áform þó að tímabili grenndarkynningar sé ekki lokið.

 

Hagsmunaaðilar hafa samþykkt með undirritun á kynningargögn grenndarkynningar að þeir geri ekki athugasemd við fyrirhuguð áform. Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi við Oddaveg 13 og leggur til við bæjarstórn að samþykkja breytingu.

 

   

5.  

Æðartangi 2-4 Stækkun byggingarreits - 2016070006

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkti á fundi sínum þann 23.06.2016. Að grenndarkynna sameiningu lóða og byggingarreita skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 við Æðartanga 2 og 4 á Ísafirði. Skipulags- og mannvirkjanefnd er heimilt að ljúka grenndarkynningu og afgreiðslu málsins, með undirritun þeirra sem fengu grenndarkynninguna á kynningargögnin að þeir geri ekki athugasemd við fyrirhuguð áform, þó að tímabili grenndarkynningar sé ekki lokið.

 

Hagsmunaaðilar hafa samþykkt með undirritun á kynningargögn grenndarkynningar að þeir geri ekki athugasemd við fyrirhuguð áform. Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi við Æðartanga 2-4 og leggur til við bæjarstórn að samþykkja breytingu.

 

   

6.  

Núpsskóli - uppskipting lóðar - 2016040064

 

Plan 21 ehf. f.h. Ríkiseigna hefur óskað eftir óverulegri breytingu á uppdrætti á uppskiptingu lands við Núpsskóla í Dýrafirði landnúmer 140979. Breytingin snýr að lóð nr. 4 sem verður felld niður og að lóðanúmerum verði breytt til samræmis við það, jafnframt verði sett inn kvöð um umferð. Lóðinni verði því skipt upp í 5 lóðir í staðinn fyrir 6 lóðir skv. meðfylgjandi uppdrætti frá Plan 21 dags. 28.07.2016 breytt 14.06.2016. Með þessum breytingum er komið til móts við athugasemdir sem bárust.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðir 1, 2, 3, 4 og 5 verði stofnaðar samkvæmt uppdrætti frá Plan 21 dags. 14.06.2016.

 

   

7.  

Hjólastígur í Hnífafjalli - Framkvæmdarleyfi - 2016070039

 

Óliver Hilmarsson sækir um f.h. áhugafólks um fjallareiðhjólamennsku, að samtengja rollustíga frá Botnsheiði að skógræktarsvæði milli Dagverðardals og Tungudals, skv. umsókn og uppdráttum sem bárust 05.07.2016.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið og vísar nánari útfærslu til afgreiðslu tæknideildar Ísafjarðarbæjar.

 

   

8.  

Rekstur ökutækjaleigu - beiðni um umsögn - 2016070030

 

Samgöngustofa óskar umsagnar, skv. 2. mgr. 3. gr. laga nr.65/2015 um ökutækjaleigur vegna umsóknar Sigríðar G. Ásgeirsdóttur um að reka ökutækjaleigu að Hafnarstræti 4, Ísafirði. Sótt er um leyfi fyrir þremur fjórhjólum í útleigu.

 

Hafnarstræti 4 er á skráðu miðsvæði í aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Gert er ráð fyrir að á svæðinu byggist upp þéttur, líflegur og aðlaðandi kjarni með fjölbreyttri verslun, þjónustu og íbúðum. Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að starfssemin samræmist Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og að aðkoma að starfsseminni sé fullnægjandi um Hafnarstræti.

 

 

Gestir

 

Gunnar Sæmundsson - 08:55


Gunnar Sæmundsson yfirgaf fundinn kl. 09:07.

 

   

9.  

Ósk um deiliskipulagsbreytingu og hugsanlega Aðalskipulagsbreytingu við afrennslissvæði Mjólkárvirkjana - 2016080019

 

Orkubú Vestfjarða vill ráðast í stækkun miðlana á afrennslissvæði Mjólkárvirkjana.
Fyrirhuguðum framkvæmdum er lýst í meðfylgjandi skjali. Ljóst er að breyta þarf deiliskipulagi
Mjólkárvirkjunar ef ráðast á í þessa framkvæmd og óskar Orkubúið eftir heimild til að hefja þá vinnu.
Jafnframt er óskað eftir því að Ísafjarðarbær taki afstöðu til þess hvort breyta þurfi gildandi aðalskipulagi vegna framkvæmdanna (óveruleg eða veruleg breyting). Orkubúið óskar jafnframt heimildar til að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulaginu, telji Ísafjarðarbær slíka breytingu nauðsynlega.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að gera þurfi óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:43

 

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Sigurður Mar Óskarsson

Lína Björg Tryggvadóttir

 

Ásgerður Þorleifsdóttir

Inga Steinunn Ólafsdóttir

 

Ralf Trylla

Magni Hreinn Jónsson

 

Brynjar Þór Jónasson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?