Skipulags- og mannvirkjanefnd - 458. fundur - 8. júní 2016
Dagskrá:
1. |
Dýrafjarðargöng - Deiliskipulag - 2016020061 |
|
Verkís óskar eftir því við skipulags- og mannvirkjanefnd, að matslýsingar vegna deiliskipulagsgerðar á munnasvæðum Dýrafjarðarganga. Annarsvegar Rauðsstaði og hinsvegar Dranga verði teknar fyrir að nýju. Ásamt því að nefndin afgreiði umsagnir sem bárust á auglýsingartíma sem var frá 18. maí til 1.júní. |
||
Umsagnir bárust frá fjórum stofnunum, skipulagsfulltrúa falið að vinna úr þeim skv. umræðu á fundi. Um minniháttar athugasemdir var að ræða og telur Skipulags- og mannvirkjanefnd að þær hafi ekki áhrif á innihald tillögunnar. |
||
|
||
2. |
Þverárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110045 |
|
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti að auglýsa Tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Þverárvirkjun, frá AB-Fasteignum ehf. Tillagan er unnin af teiknistofunni EIK ehf. dags. 5. nóvember 2015. Lýsing á breytingunni var auglýst frá 22.apríl til 3. júní 2016 þar sem hagsmunaaðilum var gefinn kostur á að koma með athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna, jafnframt var lýsingin send umsagnaraðilum. Ekki voru gerðar athugasemdir við auglýsta breytingartillögu á auglýsingartíma. Óskað er eftir að skipulags- og mannvirkjanefnd samþykki breytingu. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að óska heimildar Skipulagsstofnunar að auglýsa Aðalskipulagsbreytingu skv. 36. gr. laga nr. 123/2010. |
||
|
||
3. |
Kaldárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110046 |
|
Bæjarstórn Ísafjarðar samþykkti að auglýsa Tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Kaldárvirkjun, frá AB -Fasteignum ehf. Tillagan er unnin af teiknistofunni EIK ehf. dags. 5. nóvember 2015. Lýsing á breytingunni var auglýst frá 22.apríl til 03. júní 2016 þar sem hagsmunaaðilum gefinn var kostur á koma athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna, jafnframt var lýsingin send umsagnaraðilum. Ekki voru gerðar athugasemdir við auglýsta breytingartillögu á auglýsingartíma.Óskað er eftir að skipulags- og mannvirkjanefnd samþykki breytingu. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að óska heimildar Skipulagsstofnunar að auglýsa Aðalskipulagsbreytingu skv. 36. gr. laga 123/2010. |
||
|
||
4. |
Æðartangi 2-4 - Umsókn um lóð - 2016050092 |
|
Vestfirskir verktakar ehf. sækja um, fyrir hönd Húsasmiðjunnar, lóðirnar við Æðartanga 2 og 4. skv. umsókn dags. 27.05.2016. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsókn um lóð við Æðartanga 2-4. |
||
|
||
5. |
Núpsskóli - uppskipting lóðar - 2016040064 |
|
Eigendur Sólvalla í Dýrafirði gera athugasemdir varðandi lóðauppskiptingu við Núp, sem unnin var af Plan 21 fyrir hönd Ríkiseigna, dags. 19. apríl 2016 og grenndarkynnt frá og með 01.05.2016 til 30.05.2016. |
||
Grenndarkynningu vegna lóðauppskiptingu við Núpsskóla í Dýrafirði er formlega lokið og barst ein athugasemd. Skipulagsfulltrúa falið að hafa samband við eigendur Sólvalla við Núp í Dýrafirði og leiðbeina út frá innsendri athugasemd. Afgreiðslu frestað. |
||
|
||
6. |
Efstaból í landi Neðri-Engidals - 2016040070 |
|
Teiknistofan Eik ehf., f.h. Guðmundar Jens Jóhannssonar, sækir um leyfi til að stofna sumarhúsalóð í landi Neðri-Engidals skv. uppdrætti dags. 16.02.2016 með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu. |
||
Grenndarkynningu vegna stofnunar lóðar í Neðri Engidals er lokið og bárust engar athugasemdir á auglýsingartíma. Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðin verði stofnuð skv. fyrirliggjandi gögnum. |
||
|
||
7. |
Hafnarsræti 18 - Umsókn um byggingarleyfi - 2016050077 |
|
Elín Marta Eiríksdóttir spyr hvort heimilt yrði að byggja kvist við vesturenda Hafnarstrætis 18 með vísan í teikningar dags. 09.05.2016 . Húsið er friðað að hluta en var endurbætt 2012. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að umsögn Minjastofnunar, þarf að liggja fyrir. |
||
|
||
8. |
Kirkjuból í Engidal- land í fóstur - 2016050093 |
|
Kristján Ólafsson sækir um að taka land í fóstur skv. uppdrætti og umsókn dags. 25.05.2016 |
||
Afgreiðslu frestað. Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að afla gagna. |
||
|
||
9. |
Suðurtangi- Land í fóstur - 2016050097 |
|
Henry Bæringsson, ásamt öðrum, sækja um að taka land í fóstur á Suðurtanga, skv. umsókn dags. 30.07.2016. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og er skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda og aðra sem málið snertir. |
||
|
||
10. |
Engjavegur 9- Fyrirspurn um stækkun svala og nýtt bílskýli - 2016060005 |
|
Sigríður G. Ásgeirsdóttir spyr hvort heimilt sé að byggja bílskýli við bílskúr og stækka svalir á Engjavegi 9, skv teikningum dags. júní 1984. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari gögnum. Afgreiðslu frestað. |
||
|
||
11. |
Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023 - 2014050071 |
|
Lagður fram tölvupóstur Jórunnar Gunnarsdóttur f.h. Landsnets dags. 24. maí varðandi gerð kerfisáætlunar 2016-2025. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir í grunninn ekki athugasemdir við þá aðferðarfræði sem boðuð er í matslýsingunni, enda tekur hún til margra mikilvægra þátta. Nefndin leggur engu að síður áherslu á að við gerð kerfisáætlunar Landsnets verði litið til þeirrar skyldu fyrirtækisins að tryggja jafnan rétt þegna landsins til aðgengis að raforku og afhendingaröryggis. |
||
|
||
12. |
Fjórðungssamband Vestfirðinga - ýmis mál og fundargerðir 2016/2017 - 2016020005 |
|
Lögð fram beiðni Aðalsteins Óskarssonar f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 24. maí, um umsögn um tillögu að gerð svæðisáætlunar fyrir Vestfirði. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í hugmyndir um að svæðisáætlun fyrir Vestfirði verði gerð en frestar því til næsta fundar að skila umsögn. |
||
|
||
13. |
Smárateigur 4 - umsókn um byggingarleyfi - 2015110064 |
|
Hlöðver Pálsson sækir um leyfi til að byggja sólstofu við sumarhús skv. Uppdráttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 20.11.2015. Húsið er á snjóflóðahættusvæði í flokki C og ekkert deiliskipulag í gildi fyrir svæðið. Óskað var eftir að umsækjandi myndi skila áliti ráðherra sbr. 11. gr. laga 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Hjálagður er tölvupóstur frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dags. 07.06.2016. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstórn að samþykkja umsókn vegna Smárateigs 4 og leyfa breytta notkun úr sumarhúsi í garðplöntustöð, með vísan í bréf ráðuneytis dags. 07.06.2016. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Magni Hreinn Jónsson |
Lína Björg Tryggvadóttir |
|
Ásgerður Þorleifsdóttir |
Hildur Elísabet Pétursdóttir |
|
Brynjar Þór Jónasson |
Axel Rodriguez Överby |
|
|