Skipulags- og mannvirkjanefnd - 457. fundur - 25. maí 2016
Dagskrá:
1. |
Sæmundur Kr. Þorvaldsson óskar eftir að hitta skipulags- og mannvirkjanefnd - 2016050069 |
|
Sæmundur Kr. Þorvaldsson óskar eftir að hitta skipulags- og mannvirkjanefnd til þess að ræða regluverk sem lýtur að skógrækt á einkalöndum. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd hlustaði á erindi Sæmundar Kr. Þorvaldssonar, varðandi regluverk sem lýtur að skógrækt á einkalöndum, tilkynningarskyldu, leyfisumsóknum og umsóknum annarra aðila. Nefndin þakkar Sæmundi upplýsingarnar og fræðandi erindi. |
||
|
||
Gestir |
||
Sæmundur Kr. Þorvaldsson - 08:00 |
||
|
||
2. |
Stekkjargata 21 - beiðni um umsögn - 2016020075 |
|
Starfsleyfi fyrir bílapartasölu að Stekkjargötu 21, Hnífsdal. Fundað með Anton Helgasyni frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. |
||
Formanni nefndarinnar og skipulags- og byggingarfulltrúa var falið að orða umsögn varðandi starfsleyfi, út frá umræðu á fundinum. Nefndin þakkar Anton fyrir veittar upplýsingar. |
||
|
||
Gestir |
||
Anton Helgason - 08:30 |
||
|
||
3. |
Alpagróður til Þingeyrar - 2016050041 |
|
Skjólskógar sækja um leyfi til gróðursetninga á trjám í Dýrafirði. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi Skjólskóga varðandi gróðursetningu trjáa í Dýrafirði. Nánari staðsetning skal unnin í samráði við umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
4. |
Silfurgata 8b - Umsókn um lóð - 2016050022 |
|
Bjarni M Aðalsteinsson sækir um afnot af eða að leigja lóðina silfurgötu 8b. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. |
||
|
||
5. |
Skógur ehf. umsókn um stöðuleyfi fyrir torgsöluhús - 2016050011 |
|
Skógur ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir torgsöluhús á hafnarsvæði. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir torgsöluhúsinu, enda verði húsið staðsett í samráði við hafnarstjóra, tæknideild og viðkomandi lóðarhafa. |
||
|
||
6. |
Gunnar G Magnússon sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð garðs að manngerðum hólma - 2016050065 |
|
Gunnar G Magnússon sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð garðs að manngerðum hólma ca. 70-80 metrar að lengd. Í fjörunni neðan við bæinn Ytri Veðrará. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið. Um er að ræða manngerðan hólma og er framkvæmdin endurnýjun á garði sem fyrir er. |
||
|
||
7. |
Dagverðardalur 2 fyrirspurn um stækkun. - 2016050066 |
|
Ásgeir Erling Gunnarsson spyr hvort heimilt sé að stækka sumarbústað við Dagverðardal nr. 2. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og bendir á að ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir Dagverðardal, og því þarf að grenndarkynna byggingaráform. |
||
|
||
8. |
Snerpa ehf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í Hnífsdal - 2016050070 |
|
Snerpa ehf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í Hnífsdal. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur í ljósi framlagðra gagna, að framkvæmdin geti ekki talist meiriháttar og hafi ekki umtalsverð áhrif á umhverfið eða breyti ásýnd þess og sé því ekki framkvæmdaleyfisskyld, með vísan í 1. gr. reglugerðar nr. 772/2012. Umsækjandi skal vera í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
9. |
Umsókn um lóð austan við Kirkjuból 3 - 2016050012 |
|
Kristján Ólafsson sækir um lóð austan við Kirkjuból 3. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðarleigusamningur undir húsið verði framlengdur um 25 ár. Einnig að gerður verði samningur um lóð í fóstur á þeim hluta sem vísað er í skv. teikningum. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Magni Hreinn Jónsson |
Ásgerður Þorleifsdóttir |
|
Brynjar Þór Jónasson |
Axel Rodriguez Överby |
|
|