Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456. fundur - 11. maí 2016

 Dagskrá:

1.  

Dýrafjarðargöng - Deiliskipulag - 2016020061

 

Verkís fh. Vegagerðarinnar óskar eftir samþykki á deiliskipulags- og matslýsingu

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir matslýsingu Verkíss varðandi deiliskipulagsgerð við munna Dýrafjarðarganga, annarsvegar við Dranga og hinsvegar við Rauðsstaði. Matslýsing verður kynnt opinberlega skv. skipulagslögum.

 

   

2.  

Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

 

Lagt fram minnisblað og uppdrættir frá Verkís hf., dags 9. maí 2016, vegna þjónustuvegar við uppbyggingu fyrirhugaðra stoðvirkja í Kubba.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga A verði samþykkt. Í samræmi við gildandi deiliskipulag og miðast við gerð þjónustuvegar með tveimur vinnuplönum á Hafrafellshálsi.

 

 

Gestir

 

Jóhann Birkir Helgason - 08:30


Jóhann Birkir vék af fundi klukkan 09:00

 

   

3.  

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 12 - 1604018F

 

Fundargerð 12. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

 

12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa kynntur fyrir Skipulags- og mannvirkjanefnd.

 

3.1  

2016040016 - Engjavegur 20 - Umsókn um byggingarleyfi

 

 

Niðurstaða Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 12

 

Óskað eftir frekari gögnum. Afgreiðslu frestað.

 

 

3.2  

2016040023 - Heimavist Menntaskólans á Ísafirði- Umsókn um byggingarleyfi

 

 

Niðurstaða Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 12

 

Byggingaráform eru samþykkt.

 

 

3.3  

2016040048 - Aðalstræti 26 Þingeyri - Umsókn um byggingarleyfi

 

 

Niðurstaða Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 12

 

Ekkert deiliskipulag í gildi fyrir svæðið. Umsókn vísað til afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

 

3.4  

2016040021 - Fjarðarstræti 39 Umsókn um byggingarleyfi

 

 

Niðurstaða Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 12

 

Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda eldvarnareftirlits.

 

 

3.5  

2016040044 - Silfurgata 2 Skorsteinn & vinnupallar

 

 

Niðurstaða Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 12

 

Veitt er heimild til að reisa vinnupalla og byggingaráfrom um að fjarlægja reykháf eru samþykkt enda verði gerð grein fyrir áformunum í aðalteikningum með fyrirhugaðri byggingarleyfisumsókn.

 

 

   

4.  

Silfurtorg 2 - fyrirspurn um viðbyggingu - 2016040071

 

Daníel Jakobsson f.h. Ísbjargar fjárfestingar ehf. spyr hvort heimilt yrði að byggja viðbyggingu við Hótel Ísafjörð, skv. meðfylgjandi afstöðumynd og skuggavarpi.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og telur að áformin, séu innan þess svigrúms sem deiliskipulagið heimilar.

 

   

5.  

Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

 

Byggingarfulltrúi leggur fram endurnýjun á gjaldskrá fyrir fjárhagsáætlun 2017.

 

Tillaga byggingarfulltrúa varðandi endurnýjun gjaldskrár lögð fram til kynningar.

 

   

6.  

Stekkjargata 21 - beiðni um umsögn - 2016020075

 

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða óskar eftir umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar um starfsskilyrði varðandi lóðina Stekkjargötu 21 í Hnífsdal, bréf dags. 18. febrúar 2016. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags 8. mars 2016 lagt fram.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar frekari gagna.

 

   

7.  

Umsóknir um lóðir á Suðurtanga - 2016020037

 

Umsóknir um lóðir hafnar- og iðnaðarsvæði á Suðurtanga.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu erindanna og leggur til að deiliskipulagið verði endurskoðað í samvinnu við hagsmunaaðila.

 

   

8.  

Skeljungur HF. Sækir sækir um lóð við Sindragötu 13a - 2016050005

 

Tækniþjónusta Vestfjarða f.h. Skeljungs HF. sækir um lóð að Sindragötu 13a.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn, að Skeljungi hf. verði úthlutuð umrædd lóð með þeim reglum sem um hana gilda.

 

   

9.  

Hafnarsvæði - Umsókn um lóð - 2016010042

 

Kaldalind ehf. sækir um 3000 fm lóð á hafnarsvæðinu á Ísafirði.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar sbr. lið 7

 

   

10.  

Kaldasker umsókn um stöðuleyfi - 2016040079

 

Kaldsker ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir gám við flotbryggju.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið.

 

   

11.  

Suðurtangi - Tjaldsvæði - 2016050007

 

Elías Oddson f.h. Kagrafells ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir þjónustuhúsum á tjaldstæði við Suðurtanga.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir þjónustuhús á tjaldstæði á Suðurtanga til 1. mars 2017.

 

   

12.  

Bergsteinn Snær Bjarkason ofl. sækja um aðstöðu fyrir motorcross braut - 2016050013

 

Bergsteinn Snær Bjarkason o.fl. sækja um aðstöðu fyrir mótorcross.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari samráði við umsækjendur.

 

   

13.  

Umsókn um lóð austan við Kirkjuból 3 - 2016050012

 

Kristján Ólafsson sækir um lóð austan við Kirkjuból 3. Skv. bréfi dags. 1. maí 2016.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu málsins, frekari gagna er óskað.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:35

 

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Sigurður Mar Óskarsson

Hildur Elísabet Pétursdóttir

 

Inga Steinunn Ólafsdóttir

Jón Kristinn Helgason

 

Brynjar Þór Jónasson

Axel Rodriguez Överby

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?