Skipulags- og mannvirkjanefnd - 452. fundur - 9. mars 2016
Dagskrá:
1. |
Asahláka í febrúar 2015 - vatnsflóð, lærdómsskýrsla, verksamningur við VSÓ ráðgjöf - 2015020033 |
|
Á 916. fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að lærdómsskýrslu vegna flóðanna á Ísafirði í febrúar 2015, bæjarráð vísaði skýrslunni til umfjöllunar í skipulags- og mannvirkjanefnd. Minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 7. mars 2015 lagt fram. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir það sem fram kemur í minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs og óskar eftir að fá skýrsluna lagða fyrir nefndina þegar hún er tilbúin til umfjöllunar. |
||
|
||
2. |
Sundhöll Ísafjarðar samkeppni - 2015090052 |
|
Drög að keppnislýsingu fyrir samkeppni um endurbætur og útiaðstöðu fyrir Sundhöll Ísafjarðar til umsagnar. |
||
Drög að keppnislýsingu rædd og skipulagsfulltrúa falið að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri. |
||
|
||
3. |
Bakki í Brekkudal - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015110077 |
|
Vestinvest ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á Bakka í Brekkudal í Dýrafirði skv. drögum að samningi um þátttöku í landshlutaverkefni í skógrækt. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framkvæmdir á skilgeindu landbúnaðarsvæði og fjarlægð frá árbakka skv. gildandi aðalskipulagi. Skógrækt innan hverfisverndarsvæðis er hafnað þar sem hún fer gegn markmiðum í gildandi aðalskipulagi, en þar kemur fram að hverfisverndinni er ætlað að varðveita sérkenni svæðanna. Umsögn Fiskistofu þarf að liggja fyrir áður en framkvæmdaleyfi er veitt. |
||
|
||
4. |
Dagverðardalur 1. Umsókn um stækkun lóðar - 2016010055 |
|
Björn Stefán Hallsson sækir um stækkun lóðarinnar Dagverðardalur 1, skv. meðfylgjandi uppdrætti. Umsóknin var grenndarkynnt. Ein athugasemd barst, bréf dags. 03.03.2016. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að umsókn um stækkun lóðar verði samþykkt og að þinglýst verði kvöð um aðgengi ábúanda Fagrahvamms að hliði í samræmi við framkomnar athugasemdir. |
||
|
||
5. |
Mávagarður C - umsókn um lóð - 2014120069 |
|
Vestfirskir verktakar sækja um endurnýjun á lóðarumsókn fyrir lóðina Mávagarður C skv. gildandi deiliskipulagi. Umsókn dags. 15. janúar 2015. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðaumsóknin verði samþykkt með þeim skilmálum sem eru í gildi. |
||
|
||
6. |
Mávagarður B - Umsókn um lóð - 2016010041 |
|
Vestfirskir verktakar sækja um lóðina Mávagarður B skv. gildandi deiliskipulagi. Umsókn dags. 15. janúar 2015. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðaumsóknin verði samþykkt með þeim skilmálum sem eru í gildi. |
||
|
||
7. |
Stekkjargata 21 - beiðni um umsögn - 2016020075 |
|
Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða óskar eftir umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar um starfsskilyrði varðandi lóðina Stekkjargötu 21 í Hnífsdal, bréf dags. 18. febrúar 2016. |
||
Afgreiðslu frestað. |
||
|
||
8. |
Aukin framleiðsla á laxi í Arnarfirði - 2016020071 |
|
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að matsáætlun fyrir aukningu á framleiðslu á laxi í Arnarfirði um 7.500 tonn. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu að matsáætlun enda samræmist hún nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Sigurður Mar Óskarsson |
Lína Björg Tryggvadóttir |
|
Ásgerður Þorleifsdóttir |
Inga María Guðmundsdóttir |
|
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir |
Brynjar Þór Jónasson |
|
|