Skipulags- og mannvirkjanefnd - 449. fundur - 27. janúar 2016
Dagskrá:
1. |
Deiliskipulag fyrir Suðureyrarmalir - 2016010045 |
|
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri, uppdráttur ásamt greinargerð. Deiliskipulagið var auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 23. október 2012 en reyndist ógilt vegna formgalla. |
||
Tillagan lögð fram og ræddar óverulegar breytingar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar. |
||
|
||
2. |
Breyting á deiliskipulagi neðan Aðalgötu, Suðureyri. - 2016010062 |
|
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi neðan Aðalgötu, Suðureyri. Deiliskipulagið var auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 23. október 2012 en reyndist ógilt vegna formgalla. |
||
Tillagan lögð fram og ræddar óverulegar breytingar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar. |
||
|
||
3. |
Mávagarður C - umsókn um lóð - 2014120069 |
|
Vestfirskir verktakar sækja um endurnýjun á lóðarumsókn fyrir lóðina Mávagarður C skv. gildandi deiliskipulagi. Umsókn dags. 15. janúar 2015. |
||
Umsókninni vísað til umsagnar í hafnarstjórn. |
||
|
||
4. |
Mávagarður B - Umsókn um lóð - 2016010041 |
|
Vestfirskir verktakar sækja um lóðina Mávagarður B skv. gildandi deiliskipulagi. Umsókn dags. 15. janúar 2015. |
||
Umsókninni vísað til umsagnar í hafnarstjórn. |
||
|
||
5. |
Hafnarsvæði - Umsókn um lóð - 2016010042 |
|
Kaldalind ehf. sækir um 3000 fm lóð á hafnarsvæðinu á Ísafirði. Umsókn dags. 15. janúar 2016. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og verður umsóknin tekin til afgreiðslu í kjölfar auglýsingar á tilteknum lóðum á hafnarsvæðinu. Lóðirnar verða auglýstar til úthlutunar á næstu dögum skv. reglum Ísafjarðarbæjar um úthlutun lóða. |
||
|
||
6. |
Dagverðardalur 1. Umsókn um stækkun lóðar - 2016010055 |
|
Björn Stefán Hallsson sækir um stækkun lóðarinnar Dagverðardalur 1, skv. meðfylgjandi uppdrætti. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að grenndarkynna erindið fyrir eigendum Fagrahvamms og Góustaða. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. |
||
|
||
7. |
Fyrirspurn - 2016010060 |
|
Fyrirspurn frá Sigurði Mar Óskarssyni: |
||
Það er álit nefndarinnar að skoðanir einstakra nefndarmanna hafi ekki haft áhrif á ákvörðun Þroskahjálpar. Þvert á móti var góð samstaða í nefndinni um málsmeðferð. Formaður skipulags- og mannvirkjanefndar áréttar að engu öðru hafi verið haldið fram á bæjarstjórnarfundi 21. jan. sl. Þetta staðfestir bæjarstjóri sem sat fund nefndarinnar undir þessum lið. |
||
|
||
8. |
Vinna um samræmda lóðaafmörkun - 2016010024 |
|
Bréf Guðjóns Bragasonar, sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, varðandi samræmda lóðaafmörkun. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
9. |
Auglýsingar utan þéttbýlis 2016 - 2016010046 |
|
Bréf umhverfisstofnunar vegna auglýsinga utan þéttbýlis. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
10. |
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 9 - 1601006F |
|
Fundargerð 9. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa sem haldinn var 21. janúar sl., fundargerðin er í 5 liðum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Ásgerður Þorleifsdóttir |
Inga María Guðmundsdóttir |
|
Gunnar Jónsson |
Inga Steinunn Ólafsdóttir |
|
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir |
Brynjar Þór Jónasson |
|
|