Skipulags- og mannvirkjanefnd - 443. fundur - 7. október 2015
Dagskrá:
1. |
Ljósleiðari - Holt-Ingjaldssandur, Önundarfirði - 2015090051 |
|
Snerpa ehf sækir um leyfi til að leggja ljósleiðara frá Holti í Önundarfirði, út í Valþjófsdal, þaðan yfir Klúkuheiði og niður Ingjaldssandsdal skv. gögnum sem fylgja erindinu. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma í umsögnum og að leiðin verði stikuð úr botni Valþjófsdals upp á Klúkuheiði og niður Brekkudal áður en framkvæmdir hefjast. Nefndin telur að framkvæmdin rúmist innan stefnu aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020, lagnaleiðin verður færð inn á aðalskipulagsuppdráttinn við endurskoðun. |
||
|
||
2. |
Arnarnúpur 1 - umsókn um stofnun lóðar í fasteignaskrá - 2015060004 |
|
Kristjana Vagnsdóttir sækir um að stofna 13,9 ha lóð út úr landi Arnarnúps 1 í Dýrafirði. Jörðin er skráð lögbýli í Þjóðskrá Íslands og tilheyra húsin lögbýlinu. Lagt fram minnisblað bæjarritara. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt. |
||
|
||
3. |
Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048 |
|
Gjaldskrá vegna skipulagsbreytinga og framkvæmdaleyfa og samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald í Ísafjarðarbæ lagt fram. Bæjarráð leggur til að gjaldskrár hækki almennt um 4,3%, sem er verðbólguáætlun Seðlabankans frá 19. ágúst sl., en sú tillaga er í samræmi við tillögu Sambands íslenskra sveitarfélaga um að sveitarfélög noti forsendur þjóðhagsspár við útreikninga um verðlag 2016. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við tillögu bæjarráðs um 4,3% hækkun gjaldskráa. |
||
|
||
4. |
Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078 |
|
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026, 101. mál. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd ítrekar þá afstöðu Ísafjarðarbæjar að nauðsynlegt sé að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að 1 sjómílu frá grunnlínu. Nefndin gerir ekki athugasemdir að öðru leyti. |
||
|
||
5. |
Æfingaturn - umsókn um stöðuleyfi - 2015090074 |
|
Unglingadeildin Hafstjarnan óskar eftir að fá að reisa æfingaturn til að æfa sig í fjallabjörgun skv. uppdrætti dags. 11/15. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að ganga frá málinu í sæmræmi við umræðu á fundinum. |
||
|
||
6. |
Bílapartasala Stekkjargötu 21 - starfsleyfi 2015 - 2015040061 |
|
Starfsleyfi fyrir bílapartasölu að Stekkjargötu 21, Hnífsdal. Bréf heilbrigðisfulltrúa Vestfjarða. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd fellst á sjónarmið heilbrigðisfulltrúa og fellir úr gildi bókun nefndarinnar frá 8. desember 2004. Nefndin leggur áherslu á að skipulagi sé framfylgt við útgáfu starfsleyfis og vísar að öðru leyti í reglur um starfsleyfisskilyrði fyrir bílapartasölur og skylda starfsemi. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Sigurður Mar Óskarsson |
Inga María Guðmundsdóttir |
|
Hildur Elísabet Pétursdóttir |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Inga Steinunn Ólafsdóttir |
Ralf Trylla |
|
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir |
Brynjar Þór Jónasson |
|
|