Skipulags- og mannvirkjanefnd - 442. fundur - 23. september 2015
Dagskrá:
1. |
Dagverðardalur 3 - byggingarleyfi - 2012060005 |
|
Einar Ólafsson sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Framfarar, styrktarsjóðs. Framkvæmdir voru stöðvaðar þar sem deiliskipulag Dagverðardals reyndist ekki í gildi og þarf því að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn. |
||
Í ljósi innsendra athugasemda og álits bæjarlögmanns samþykkir skipulags- og mannvirkjanefnd að ekki verði um frekari framkvæmdir að ræða á lóðinni. Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjón að Framför styrktarsjóði verði boðnar bætur fyrir framkvæmdir sem byggingarleyfi var gefið út fyrir skv. kostnaðarmati Tækniþjónustu Vestfjarða og að úthlutun lóðarinnar verði afturkölluð. |
||
|
||
2. |
Dagverðardalur 11 - byggingarleyfi - 2014110069 |
|
Einar Tryggvason sækir um byggingarleyfi, fyrir hönd Unnars Hermannssonar, fyrir sumarhúsi að Dagverðardal 11. Grenndarkynning hefur farið fram. Engin athugasemd barst. Færa þarf raflínu sem liggur þvert yfir byggingarreit. |
||
Vegna annmarka á stofnun lóðarinnar samþykkir skipulags- og mannvirkjanefnd að fresta útgáfu byggingarleyfis þar til lóðamálin hafa verið leyst. |
||
|
||
3. |
Arnarnúpur 1 - umsókn um stofnun lóðar í fasteignaskrá - 2015060004 |
|
Kristjana Vagnsdóttir sækir um að stofna 13,9 ha lóð út úr landi Arnarnúps 1 í Dýrafirði. Jörðin er skráð lögbýli í Þjóðskrá Íslands og tilheyra húsin lögbýlinu. Lagt fram minnisblað bæjarritara. |
||
Afgreiðslu frestað vegna athugasemda sem hafa borist. |
||
|
||
4. |
Mjósund 2 - umsókn um lóð - 2015090049 |
|
Elías Guðmundsson sækir um lóðina Mjósund 2, Ísafirði f.h. Nostalgíu ehf. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar lóðaumsókn þar sem deiliskipulag fyrir svæðið er í endurskoðun. |
||
|
||
5. |
Stefnisgata 4, Suðureyri - umsókn um stöðuleyfi fyrir fiskhjall - 2015090050 |
|
Guðmundur Valgeir Hallbjörnsson sækir um stöðuleyfi fyrir ca. 20 fm fiskihjall á lóðinni Stefnisgötu 4, Suðureyri, þar til lóðinni verður úthlutað skv. skipulagi. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi þar til deiliskipulag sem er í vinnslu hefur tekið gildi. |
||
|
||
6. |
Ljósleiðari - Holt-Ingjaldssandur, Önundarfirði - 2015090051 |
|
Snerpa ehf sækir um leyfi til að leggja ljósleiðara frá Holti í Önundarfirði, út í valþjófsdal, þaðan yfir Klúkuheiði og niður Ingjaldssandsdal skv. gögnum sem fylgja erindinu. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki fallist á að um óverulega framkvæmd sé að ræða. Framkvæmdin er auk þess tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar skv. aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna í samræmi við umsókn um framkvæmdaleyfi. |
||
|
||
7. |
Mávagarður E, umsókn um lóð - 2015090066 |
|
Ice Water Sources ehf. sækir um lóðina Mávagarð E fyrir vatnsverksmiðju. |
||
Umsóknin er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag þar sem kvöð er á lóðinni um að þar skuli vera olíubirgðastöð eða sambærilegur iðnaður. Erindinu hafnað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um hugsanlegar aðrar lóðir. |
||
|
||
8. |
Brekka 1 og 2 lóð 1 - umsókn um stækkun lóðar - 2015090067 |
|
Valdimar Steinþórsson sækir um stækkun lóðarinnar Brekka 1 og 2 lóð 1. Meðfylgjandi er afsal og uppdráttur. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Erla Rún Sigurjónsdóttir |
Magni Hreinn Jónsson |
|
Sigurður Mar Óskarsson |
Ásgerður Þorleifsdóttir |
|
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir |
Brynjar Þór Jónasson |
|
|