Skipulags- og mannvirkjanefnd - 440. fundur - 12. ágúst 2015
Dagskrá:
1. |
Dagverðardalur 3 - byggingarleyfi - 2012060005 |
|
Einar Ólafsson sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Framfarar, styrktarsjóðs. Framkvæmdir voru stöðvaðar þar sem deiliskipulag Dagverðardals reyndist ekki í gildi og þarf því að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn. |
||
Innsendar athugasemdir ræddar. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda og þá sem athugasemdir gerðu í samræmi við umræðu á fundinum. Afgreiðslu frestað. |
||
|
||
2. |
Dagverðardalur 11 - byggingarleyfi - 2014110069 |
|
Einar Tryggvason sækir um byggingarleyfi, fyrir hönd Unnars Hermannssonar, fyrir sumarhúsi að Dagverðardal 11. Grenndarkynning hefur farið fram. Engin athugasemd barst. Færa þarf raflínu sem liggur þvert yfir byggingarreit. |
||
Afgreiðslu frestað þar til gengið hefur verið frá lóðaleigusamningi. |
||
|
||
3. |
Umsókn um stöðuleyfi - Skíðasvæði Seljalandsdal - 2015070011 |
|
Ísafjarðarbær sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám ofan við Skíðheima á Seljalandsdal til að nýta sem geymslu. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur rétt að benda umsækjanda á að eðlilegra væri að sækja um byggingarleyfi fyrir skýli af því tagi sem lýst er í umsókninni. |
||
|
||
4. |
Strandblakvellir í Tungudal - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015060080 |
|
Blakfélagið Skellur sækir um framkvæmdaleyfi fyrir strandblakvelli í Tungudal skv. uppdrætti frá Teiknistofunni Eik, júní 2015. Óskað er eftir að nefndin taki síðustu afgreiðslu til endurskoðunar sbr. bréf dags. 7. ágúst 2015. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi fyrir blakvöllinn skv. fyrirliggjandi gögnum verði veitt þegar samningur við Mýrarboltafélagið rennur út. |
||
|
||
5. |
Vatnsaflsvirkjun við Þverá í Önundarfirði, Ísafjarðarbæ - beiðni um umsögn - 2015070037 |
|
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um hvort og á hvaða forsendum vatnsaflsvirkjun í Þverá í Önundarfirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Erindi dags. 10. júlí 2015. |
||
Sótt hefur verið um breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar sem er skipulagsskyld. |
||
|
||
6. |
Vatnsaflsvirkjun við Kaldá í Önundarfirði, Ísafjarðarbæ - beiðni um umsögn - 2015070038 |
|
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um hvort og á hvaða forsendum vatnsaflsvirkjun í Kaldá í Önundarfirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Erindi dags. 10. júlí 2015. |
||
Sótt hefur verið um breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar sem er skipulagsskyld. |
||
|
||
7. |
Ljósleiðari - Innrihluti Skutulsfjarðar og Engidalur - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015080018 |
|
Snerpa ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir plægingu ljósleiðara í innri hluta Skutulsfjarðar og Engidal skv. uppdrætti frá Orkubúi Vestfjarða dags. 07.07.2015. |
||
Afgreiðslu frestað. |
||
|
||
8. |
Ljósleiðari - Botn og Birkihlíð Súgandafirði - Umsókn um skipulag - 2015080020 |
|
Snerpa ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu fjarskiptastrengja í landi Botns og Birkihlíðar skv. uppdrætti frá Snerpu dags. 27.07.2015. |
||
Afgreiðslu frestað. |
||
|
||
9. |
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 4 - 1507010F |
|
Fundargerð 4. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Erla Rún Sigurjónsdóttir |
Magni Hreinn Jónsson |
|
Ásgerður Þorleifsdóttir |
Ralf Trylla |
|
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir |
Brynjar Þór Jónasson |
|
|