Skipulags- og mannvirkjanefnd - 436. fundur - 18. júní 2015
Dagskrá:
1. |
Athugasemdir við framkvæmd og úrvinnslu deiliskipulags í Dagverðardal - 2015060012 |
|
Athugasemdir við framkvæmd og úrvinnslu deiliskipulags í Dagverðardal frá og með árinu 2010 og til dagsins í dag. Bréf frá Arnóri Þ. Gunnarssyni og og Theodóru Mathiesen dags. 1. júní 2015 og bréf frá LMB lögmönnum dags. 9. júní 2015 þar sem krafist er tafarlausrar stöðvunar framkvæmda. |
||
Takmarkað byggingarleyfi var gefið út á grundvelli fyrirliggjandi gagna og upplýsinga. Framkvæmdir voru stöðvaðar þegar erindi barst frá eigendum Dagverðardals 4 og í ljós kom að deiliskipulag fyrir Dagverðardal féll úr gildi vegna formgalla á vinnslustigi. Byggingarleyfisumsóknir á svæðinu verða grenndarkynntar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
|
||
2. |
Dagverðardalur 3 - byggingarleyfi - 2012060005 |
|
Einar Ólafsson sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Framfarar, styrktarsjóðs. Framkvæmdir voru stöðvaðar þar sem deiliskipulag Dagverðardals reyndist ekki í gildi og þarf því að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lóðarhöfum Dagverðardals 2, 3, 4 og 5. |
||
|
||
3. |
Dagverðardalur 11 - byggingarleyfi - 2014110069 |
|
Einar Tryggvason sækir um byggingarleyfi, fyrir hönd Unnars Hermannssonar, fyrir sumarhúsi að Dagverðardal 11. Grenndarkynning á byggingarleyfisumsókn þar sem deiliskipulag Dagverðardals reyndist ekki í gildi. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lóðarhöfum Dagverðardals 6 og 7. |
||
|
|
|
4. |
Tunga, Fljótavík, stækkun sumarhúss og útigeymslu - umsókn um byggingarleyfi - 2015050080 |
|
Edward Finnsson sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun sumarhúss og útigeymslu að Tungu í Fljótavík skv. uppdráttum frá Emil Þór Guðmundssyni dags. 15.05.2015. |
||
Afgreiðslu frestað þar til leyfi umhverfisstofnunar fyrir framkvæmdinni liggur fyrir. |
||
|
||
5. |
Arnarnúpur 1 - umsókn um stofnun lóðar í fasteignaskrá - 2015060004 |
|
Kristjana Vagnsdóttir sækir um að stofna 13,9 ha lóð út úr landi Arnarnúps 1 í Dýrafirði. Jörðin er skráð lögbýli í Þjóðskrá Íslands og tilheyra húsin lögbýlinu. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu með vísan í jarðalög nr. 81/2004 þar sem jörðin er skráð lögbýli í Þjóðskrá. |
||
|
||
6. |
Umsókn um lóð - Hrafnatangi 4 og 6 - 2015010089 |
|
Kaldalind ehf sækir um lóð nr. 4 og 6 við Hrafnatanga, Ísafirði. Umsókn dags. 14. maí 2015. |
||
Deiliskipulag fyrir svæðið hefur ekki öðlast gildi. Lóðir verða auglýstar í kjölfar gildistöku þess. |
||
|
||
7. |
Hrafnatangi 2a - umsókn um lóð fyrir diesel-eldsneytisafgreiðslu - 2015050056 |
|
Skeljungur hf sækir um lóð nr. 2a við Hrafnatanga undir dieseleldsneytisafgreiðslu skv. bréfi dags. 19. maí 2015. |
||
Deiliskipulag fyrir svæðið hefur ekki öðlast gildi. Lóðir verða auglýstar í kjölfar gildistöku þess. |
||
|
||
8. |
Leyfissvæði og rannsóknarleyfi fyrir Íslenska kalkþörungafélagið í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi - 2012090004 |
|
VSÓ ráðgjöf óskar eftir umsögn um tillögu að matsáætlun vegna kalkþörunganáms í Ísafjarðardjúpi, f.h. Íslenska kalkþörungafélagsins. Bréf dags. 15.05.2015. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu að matsáætlun en leggur áherslu á að áhrif efnistöku og vinnslu efnisins verði metin heildstætt. |
||
|
||
9. |
Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf. - 2012030012 |
|
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um aukna framleiðslu á regnbogasilungi eða laxi um 2000 tonn í Dýrafirði. Bréf dags. 4. júní 2015. |
||
Til fjölda ára hefur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar ályktað um skipulagsmál á strandsvæðum og ítrekað komið þeirri skoðun sinni á framfæri að færa eigi skipulagsvaldið á strandsvæðum til sveitarfélaga allt út að 1 sjómílu frá grunnlínupunktum. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Erla Rún Sigurjónsdóttir |
Magni Hreinn Jónsson |
|
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir |
Brynjar Þór Jónasson |
|
|