Skipulags- og mannvirkjanefnd - 424. fundur - 7. janúar 2015
Dagskrá:
1. |
2014090004 - Deiliskipulag - Mjósund |
|
Teknar fyrir tilögur að nýtingu svæðisins frá Teiknistofunni Eik. Tillögurnar eru 14 talsins. |
||
Til fundarins er mætt Erla Bryndís Kristjánsdóttir frá Teiknistofunni Eik, hún fór yfir tillögurnar og ræddi kosti og galla þeirra. |
||
|
||
2. |
2014120069 - Mávagarður C - umsókn um lóð |
|
Tekin fyrir umsókn dags. 29. desember 2014 frá Vestfirskum verktökum ehf. þar sem sótt er um lóð C við Mávagarð. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð C við Mávagarð, Ísafirði með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. |
||
|
||
3. |
2014120068 - Mávagarður D - umsókn um lóð |
|
Tekin fyrir umsókn dags. 29. desember 2014 frá Vestfirskum verktökum ehf. þar sem sótt er um lóð D við Mávagarð. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð D við Mávagarð, Ísafirði með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:45
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Erla Rún Sigurjónsdóttir |
Magni Hreinn Jónsson |
|
Sigurður Mar Óskarsson |
Ásgerður Þorleifsdóttir |
|
Jóhann Birkir Helgason |
Ralf Trylla |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
|
|
|