Skipulags- og mannvirkjanefnd - 422. fundur - 26. nóvember 2014
Dagskrá:
1. |
2013050069 - Heimabær II, Hesteyri - kæra byggingarleyfis. |
|
Lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála dags. 31. október 2014 vegna breytinga á húsinu Heimabær II, Hesteyri, Jökulfjörðum, Ísafjarðarbæ. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn bæjarlögmanns á erindinu. |
||
|
||
2. |
2014110004 - Skrúður á Núpi í Dýrafirði - breyting á deiliskipulagi |
|
Lagt fram bréf frá Framkvæmdasjóði Skrúðs dags. í nóvember 2014 ásamt deiliskipulagsuppdrætti þar sem óskað er eftir að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði tekin til efnislegrar afgreiðslu. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst. |
||
|
||
3. |
2014090031 - Aðalgata, Suðureyri, akstursstefna |
|
Lögð fram fundargerð umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar frá 27. janúar 1999. 5. liður Aðalskipulag Suðureyrar 1983-2003, hvernig hægt er að tryggja aðkomu flutningabíla út á brjót. |
||
Lagt fram til kynningar. Nefndin óskar eftir umsögn hverfisráðs Suðureyrar á erindinu. |
||
|
||
4. |
2014110033 - Hámarkshraði í Pollgötu og Krók |
|
Lagður fram tölvupóstur Daníels Jakobssonar, þar sem hann leggur til að skipulags- og mannvirkjanefnd skoði kosti og galla þess að hækka hámarkshraða í Pollgötu og Krók í allt að 50 km/klst. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd skoðaði erindið með hliðsjón af minnisblaði frá Jóhanni Birki dags. 24. nóv. 2014, um slysatíðni, og samband umferðahraða við banaslys á gangandi vegfarendum. |
||
|
||
5. |
2014110034 - Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, 305. mál - umsagnarbeiðni |
|
Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 12. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir alvarlegar athugasemdir við grein 9c. Nefndin telur að virða þurfi skipulagsvald sveitarfélaga. |
||
|
||
6. |
2014110035 - Lagning raflína, 321. mál, tillaga til þingsályktunar - umsagnarbeiðni |
|
Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 12. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda í lagningu raflína. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna. |
||
|
||
7. |
2014110036 - Frumvarp til breytinga á vegalögum |
|
Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 13. nóvember sl., og frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, dagsettur 14. nóvember sl., og varða breytingu á vegalögum. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna. |
||
|
||
8. |
2014040016 - Sjókvíaeldi HG í Ísafjarðardjúpi (framhaldsmál) |
|
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 17. nóvember 2014 þar sem óskað er umsagnar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar sbr. 22. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að fjallað sé nægilega vel um alla þá liði sem fram koma í 22. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 og gerir því ekki athugasemdir við frummatsskýrsluna. |
||
|
||
9. |
2012030012 - Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf. |
|
Lagt er fram til kynningar bréf Rúnar Kristinsdóttur og Vals Klemenssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 14. nóvembeer sl., varðandi framleiðslu á 4.000 tonnum af regnbogasilungi í Borgarfirði, Trostanfirði og Lækjarbót - ákvörðun um tillögu að matsáætlun. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
10. |
2014090004 - Deiliskipulag - Mjósund |
|
Teknar fyrir umsagnir vegna lýsingar deiliskipulags fyrir Mjósund, Ísafirði. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar þeim aðilum sem sendu inn athugasemdir við deiliskipulagslýsinguna og vísar þeim inn í skipulagsvinnuna. |
||
|
||
11. |
2014110059 - Aðalstræti 7 Ísafirði (Edinborgarhús), skýli fyrir sorpkör |
|
Lagt fram bréf frá Tækniþjónustu Vestfjarða fyrir hönd eigada húseignarinnar Aðalstræti 7, Ísafirði dags. 18. nóvember 2014 þar sem sótt er um leyfi til að staðsetja skýli fyrir sorpkör neðan við lóð Aðalstrætis 8, Ísafirði. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar framkominni tillögu. Nefndin felur sviðsstjóra að ræða við bréfritara um aðrar lausnir. |
||
|
||
12. |
2013060014 - Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - breyting. |
|
Tekið fyrir að nýju breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. |
||
Umsagnafrestur vegna lýsingar rann út 13. nóvember sl., athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: |
||
|
|
|
13. |
2014060065 - Lóðamörk milli Hafnarstrætis 18 og Mjallargötu 4 |
|
Lagt fram bréf eigenda fasteignarinnar við Hafnarstræti 18, Ísafirði dags. 22. nóvember 2014 þar sem sótt er um leyfi til að girða á lóðamörkum Hafnarstrætis 18 og gangstéttar við Hafnarstræti 18. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd harmar hvað afgreiðsla erindisins hefur tekið langann tíma. Af hálfu nefndarinnar er fullur skilningur á áhuga eigenda Hafnarstrætis 18 á að fegra lóðina og koma henni í notkun. Þeim áhuga ber að fagna og sannarlega er sá áhugi til eftirbreytni. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Erla Rún Sigurjónsdóttir |
Magni Hreinn Jónsson |
|
Sigurður Mar Óskarsson |
Ásgerður Þorleifsdóttir |
|
Jóhann Birkir Helgason |
Ralf Trylla |
|
|