Skipulags- og mannvirkjanefnd - 421. fundur - 22. október 2014

Dagskrá:

1.

2014090031 - Aðalgata, Suðureyri, akstursstefna

 

 

Bæjarráð beinir því til skipulags- og mannvirkjanefndar að skoða kosti og galla þess að breyta götunni í tvístefnugötu og setja málið í forgang.

 

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn Lögreglustjórans á Vestfjörðum um fyrirhugaða breytingu á Aðalgötu í tvístefnugötu. Jafnframt er sviðsstjóra falið að auglýsa eftir athugasemdum íbúa á Suðureyri.

 

 

   

 

2.

2014100013 - Virkjun bæjarlæksins á Hesteyri

 

 

Lagður fram tölvupóstur frá Hrófi Vagnssyni dags. 9. október 2014 ásamt loftmynd þar sem sótt er um leyfi til að grafa niður lögn frá efri fossinum í Þverá á Hesteyri og koma fyrir inntaki þar. Byggja lítinn kofa (stöðvarhús) með grasþaki og leggja rafstreng inn í Læknishúsið.

 

 

Skipulags- og mannvirkjanefnda tekur jákvætt í erindið en bendir umsækjanda á að afla þarf leyfis landeigenda áður en hægt er að veita leyfi til framkvæmda. Nefndin óskar eftir umsögn Umhverfisstofunar og umhverfis- og framkvæmdanefndar á erindinu.

 

 

   

 

3.

2009120009 - Þingeyri - deiliskipulag

 

 

Tekið fyrir að nýju deiliskipulag á Þingeyri. Gerðar hafa verið breytingar á áður auglýstu deiliskipulagi þar sem búið er að taka tillit til hluta athugasemda sem fram komu.

 

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

 

 

   

 

4.

2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015

 

 

Tekin fyrir að nýju framkvæmdaáætlun fyrir árin 2015-2019.

 

 

Nefndin fór yfir forgangsröðun verkefnanna, erindið tekið fyrir aftur þegar fjárhagsrammi liggur fyrir.

 


Hildur Elísabet Pétursdóttir vék af fundi

 

                                     

5.

2009040020 - Sjókvíaeldi í Dýrafirði

                                 
 

Lagður fram tölvupóstur frá Sigurði Péturssyni fh. Dýrfisks er varðar handhafabreytingu starfsleyfis fyrir þorsk- og laxeldi í Dýrafirði. Dýrfiskur hf. mun yfirtaka starfsleyfi Sjávareldis ehf.

                                 
 

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við erindið.

                                 

 

                                     

6.

2014090019 - Látrar í Aðalvík - ósk um niðurrif

                                 
 

Lagður fram tölvupóstur frá Sigrúnu Þorvaldsdóttur dags. 17. október 2014 þar sem fram koma viðbótarupplýsingar varðandi óleyfilegar húsbyggingar á Látrum í Aðalvík.

                                 
 

Skipulags- og mannvirkjanefnd felur sviðsstjóra að senda Friðriki Hermannssyni bréf þar sem honum er gefin frestur til að koma með athugasemdir við erindið.

                                 

 

                                     

7.

2011020059 - Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði

                                 
 

Tekið fyrir að nýju deiliskipulag Suðurtanga á Ísafirði. Opinn fundur var haldinn 16. október sl. þar sem skipulagið var kynnt almenningi.

                                 
 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

                                 

 

                                     

8.

2013060014 - Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - breyting.

                                 
 

Lagðir fram tölvupóstar frá Aðalsteini Bjarnasyni fh. Orkuvinnslunnar og Höllu Signý Kristjánsdóttur er varðar breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

                                 
 

Skipulags- og mannvirkjanefnd sendir erindin til vinnslu aðalskipulagsbeytingar.

                                 

 

                                     

9.

2014030045 - Leyfi til leitar og borunar eftir vatni fremst í Botnsdal

                                 
 

Lagður fram tölvupóstur og bréf dags. 17. október 2014 frá Birki Friðbertssyni fh. landeigenda og Dalsorku ehf. þar sem lagt er til að Ísafjarðarbær fái jarðfræðing(a) til að meta hvort borunin hafi áhrif á vatnsverndarsvæði Ísafjarðar.
Jafnframt er óskað heimildar til að bora eftir heitu vatni milli rafstöðvar Dalsorku og annarra bygginga á jörðinni.

                                 
 

Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir stuttri greinargerð frá jarðfræðingi um erindið.
Nefndin samþykkir borun eftir heitu vatni milli íbúðarhúsa og rafstöðvar.

                                 


Erla Rún Sigurjónsdóttir vék af fundi

 

                                     

10.

2011110051 - Flutningur á tengivirki í Stórurð á Ísafirði

                                 
 

Lagður fram tölvupóstur frá Árna Traustasyni hjá verkfræðistofunni Verkís, dags. 20. október 2014 þar sem sótt er um leyfi fh. Landsnets hf. og Orkubús Vestfjarðar ohf. til að rífa tengivirkið í Stórurð á Ísafirði.

                                 
 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið.

                                 

 

                                     

11.

2014090058 - Mjósund 2 - æfingaturn fyrir Björgunarfélag Ísafjarðar

                                 
 

Lagður fram tölvupóstur dags. 21.10.2014 frá Einari Birki Sveinbjörnssyni fh. Björgunarfélags Ísafjarðar þar sem skilað er inn teikningu af turni sem óskað er eftir að reisa við Mjósund 2.

                                 
 

Skipulags og mannvirkjanefnd felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda um aðra staðsetningu eða lausnir.

                                 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:36

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Erla Rún Sigurjónsdóttir

Sigurður Mar Óskarsson

 

Inga María Guðmundsdóttir

Hildur Elísabet Pétursdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Jóhann Birkir Helgason

 

Ralf Trylla

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?