Skipulags- og mannvirkjanefnd - 418. fundur - 3. september 2014

Dagskrá:

1.

2011020059 - Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði

 

Tekið fyrir að nýju deiliskipulag Suðurtanga, Ísafirði. Til fundarins er mætt fh. Teiknistofunnar Eikar, Erla Bryndís Kristjánsdóttir.

 

Nefndin þakkar Erlu fyrir kynninguna.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagið verði auglýst.

 

   

2.

2014080032 - Sætún 2 og Sætún 4, Suðureyri - stækkun lóða

 

Tekið fyrir erindi íbúa við Sætún 2 og 4 á Suðureyri, ódagsett, þar sem óskað er eftir stækkun á lóðum.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið.

 

   

3.

2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015

 

Teknar fyrir gjaldskrár fyrir árið 2015 og fjárfestingaáætlun fyrir árin 2015-2019.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framkomnar gjaldskrár, fjárfestingaráætlun rædd og frestað til næsta fundar.

 

   

4.

2014080070 - Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - uppsögn og ráðning 2014

 

Lagt fram uppsagnarbréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 26. ágúst 2014 þar sem hann segir starfi sínu lausu frá og með 1. september 2014.

 

Lagt fram til kynningar. Nefndin óskar eftir að ráðningarferli verði hafið.

 

   

5.

2014090004 - Deiliskipulag - Mjósund

 

Tekin fyrir deiliskipulagslýsing fyrir Mjósund, unnin af Teiknistofunni Eik, dags ágúst 2014.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagslýsingin verði send til umsagnar til hagsmunaaðila og kynnt almenningi.

 

   

6.

2013060014 - Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - breyting.

 

Tekin fyrir skipulags- og matslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020 dags 2. september.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsing verði send til umsagnar og kynnt almenningi. Jafnframt samþykkir nefndin að lýsingin verði send til umsagnar skipulagshópa sem tóku þátt við gerð Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Nefndin leggur jafnframt til að nefndir bæjarins fái lýsinguna til umfjöllunar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Erla Rún Sigurjónsdóttir

Magni Hreinn Jónsson

 

Sigurður Mar Óskarsson

Ingólfur Hallgrímur Þorleifsson

 

Jóhann Birkir Helgason

Ralf Trylla

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?