Skipulags- og mannvirkjanefnd - 417. fundur - 20. ágúst 2014
Dagskrá:
1. |
2014070023 - Ljósleiðari frá Skeiði 7 - Tengivirki í Breiðadal - Framkvæmdaleyfi. |
|
Lagt fram bréf frá Orkufjarskiptum dags. 16. júlí 2014 þar sem óskað er eftir heimild til að leggja ljósleiðaralögn frá Skeiði 7, Ísafirði upp í Vegagerð í Dagverðardal og frá gangnamunna í Breiðadal í tengivirki Landsnets í Breiðadal. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugsemd við erindið og leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt. Frágangur framkvæmdasvæðis skal gerður í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
2. |
2014070034 - Flateyraroddi - Stöðuleyfi fyrir gáma |
|
Lögð fram umsókn um stöðuleyfi frá Stútung ehf. þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir tvo gáma á Flateyrarodda. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir stöðuleyfi sbr. grein 2.6.1 í byggingarreglugerð, stöðuleyfið er veitt til 1. september 2015. |
||
|
||
3. |
2014080002 - Fjarðargata 35 - lóð í fóstur. |
|
Tekið fyrir erindi Ketils Berg Magnússonar dags. 31. júlí 2014 þar sem sótt er um landsvæði í fóstur sjávarmegin við Fjarðargötu 35, Þingeyri, |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að landsvæðinu verði úthlutað í fóstur með þeim skilyrðum að aðgengi almennings að fjörunni og Skjólvíkinni verði ekki skert í samræmi við það sem fram kemur í umsókninni. |
||
|
||
4. |
2012090004 - Leyfissvæði og rannsóknarleyfi fyrir Íslenska kalkþörungafélagið í Arnarfirði. |
|
Lagt fram fréf Orkustofnunar dags. 2. ágúst 2014 er varðar umsögn um umsókn Íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. um viðbætur við leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni í Önundarfirði og Ísafjarðardjúpi, að meðtöldum Jökulfjörðum. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd fagnar því að unnið sé að rannsóknum í ljósi þess að unnið er að strandsvæðaskipulagi í Ísafjarðardjúpi. Nefndin væntir þess að fá niðurstöður rannsókna sem nýtist í skipulagsáætlanir. Nefndin gerir ekki athugasemd við að leyfi verði veitt enda ekki gert ráð fyrir að leitin hafi mikil áhrif á sjávarbotn og botndýralíf. Nefndin leggur því til við bæjarráð að leyfið verði veitt. |
||
|
||
5. |
2014010001 - Landsskipulagsstefna 2015 - 2026, Kynningar- og samráðsfundur um greiningu valkosta og umhverfismat. |
|
Lagðir fram tveir tölvupóstar frá Skipulagsstofnun er varðar landsskipulagsstefnu 2015-2026. Annars vegar er boðað til fundar 15. ágúst 2014 og hins vegar lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
2011030164 - Deiliskipulag í Reykjanesi. |
|
Lagt fram bréf Súðavíkurhrepps dags. 7. júlí 2014 og frá Skipulagsstofnun dags. 15. júlí 2014 er varðar deiliskipulag fyrir Reykjanes við Djúp, Súðavíkurhreppi. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur miður að ekki sé hægt að samþykkja deiliskipulagið, nefndin hvetur málsaðila að greiða úr málinu hið fyrsta. |
||
|
||
7. |
2011020059 - Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði |
|
Tekið fyrir að nýju deiliskipulag fyrir Suðurtanga á Ísafirði. |
||
Nefndin óskar eftir að skipulagsráðgjafi kynni skipulagið fyrir nefndarmönnum og bæjarfulltrúum. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Sigurður Jón Hreinsson, formaður
Erla Rún Sigurjónsdóttir, varaformaður
Sigurður Mar Óskarsson, aðalmaður
Ásgerður Þorleifsdóttir, aðalmaður
Inga María Guðmundsdóttir, varamaður
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri