Skipulags- og mannvirkjanefnd - 414. fundur - 11. júní 2014
Dagskrá:
1. |
2014050100 - Hraðfrystihúsið Gunnvör, stækkun fiskimóttöku - byggingarleyfi |
|
|||||||||||||||||
Tekið fyrir erindi frá Sveini D K Lyngmo fh. Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. við Bryggjuveg í Hnífsdal dags. 21. maí 2014 þar sem sótt er um byggingarleyfi vegna stækkunar fiskmóttöku. |
|
||||||||||||||||||
Með vísan í 3 mgr. skipulagslaga nr. 123/2010 er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvænd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. |
|
||||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||||
2. |
2012030012 - Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf. |
|
|||||||||||||||||
Lagt fram bréf Dýrfisks hf. dags. 19. maí 2014 þar sem tilkynnt er um breytingu á matsáætlun Dýrfisks hf. í Arnarfirði. Gert er ráð fyrir þremur eldissvæðum í stað tveggja. |
|
||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd gerir því ekki athugasemd við breytinguna enda samræmist hún nýtingaráætlun Arnarfjarðar. |
|
||||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||||
3. |
2014040016 - Sjókvíaeldi HG í Ísafjarðardjúpi (framhaldsmál) |
|
|||||||||||||||||
Tekið fyrir bréf Skipulagsstofnunar dags. 30. maí 2014 er varðar ákvörðun um matsáætlun vegna eldis Hraðfrystihússins Gunnvarar á regnbogasilungi og þorski í Ísafjarðardjúpi. |
|
||||||||||||||||||
Lagt fram til kynningar. |
|
||||||||||||||||||
|
|
|
|||||||||||||||||
4. |
2014050103 - Framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vegslóða á Ingjaldssandi. |
|
|||||||||||||||||
Lagður fram tölvupóstur dags. 28. maí 2014 frá Guðríði Guðmundsdóttur og Jóni Guðna Guðmundssyni þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vegslóða á frístundasvæði Hrauns á Ingjaldssandi. |
|
||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd samþykkir erindið enda séu vegslóðarnir í samræmi við gildandi deiliskipulag. |
|
||||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||||
5. |
2014050103 - Framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vegslóða á Ingjaldssandi. |
|
|||||||||||||||||
Tekinn fyrir tölvupóstur frá Bjarna Maríusi Jónssyni dags. 5. júní 2014 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir slóðagerð að frístundabyggð á Sæbóli, Ingjaldssandi í samræmi við deiliskipulag. |
|
||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd samþykkir erindið enda séu vegslóðarnir í samræmi við gildandi deiliskipulag. |
|
||||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||||
6. |
2010010056 - Sjóvarnir við Pollgötu |
|
|||||||||||||||||
Lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni dags. 19. maí 2014 er varðar sjóvarnir við Pollgötu á Ísafirði. |
|
||||||||||||||||||
Tryggja þarf gott aðgengi að sjó á nokkrum stöðum og göngustíga á utanverðri vörninni. |
|
||||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||||
7. |
2014050106 - Fjarðargata 3, Þingeyri - umsókn um lóð |
|
|||||||||||||||||
Tekin fyrir umsókn dags. 27. maí 2014 frá Ellen T"Joen þar sem sótt er um lóð nr. 3 við Fjarðargötu á Þingeyri. |
|
||||||||||||||||||
Þar sem deiliskipulagið hefur enn ekki verið staðfest er ekki hægt að úthluta lóðinni. |
|
||||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||||
8. |
2010040010 - Kirkjuból 3 - viðbótarlóð |
|
|||||||||||||||||
Tekið fyrir erindi frá Árna Þór Árnasyni dags. 30. maí 2014 þar sem sótt er um svæði í Engidal á leigu undir beit. |
|
||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd samþykkir erindið. |
|
||||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||||
9. |
2013040057 - Svæði fyrir hunda á Ísafirði. |
|
|||||||||||||||||
Erindi Jóns Smára Valdimarssonar fh. Félags hundaeigenda á Norðanverðum Vestfjörðum þar sem viðruð er sú hugmynd að útbúa svæði fyrir hunda í Engidal. |
|
||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að hafa samband við bréfritara um nánari útfærslu á svæðinu. |
|
||||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||||
10. |
2014050101 - Grænigarður 217485 - breyting á skráningu |
|
|||||||||||||||||
Tekið fyrir erindi frá Stefáni Dan Óskarssyni dags. 27. maí 2014 þar sem óskað er efir heimild til að breyta atvinnuhúsnæðinu að Grænagarði í sumarhús með kvöðum sem fylgir að húsið er á snjófóðahættusvæði. |
|
||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd vísar erindinu í breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðar 2008 - 2020. |
|
||||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||||
11. |
2014050099 - Leiti 222322 - stofnun lögbýlis |
|
|||||||||||||||||
Lagt fram bréf frá Helga Árnasyni dags. 19. maí 2014 þar sem sótt er um að stofna nýtt lögbýli á fasteigninni Leiti í Dýrafirði, Ísafjarðarbæ. |
|
||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd samþykkir erindið. |
|
||||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||||
12. |
2014050108 - Deiliskipulag í Friðlandinu norðan Djúps |
|
|||||||||||||||||
Lagt fram bréf dags. 29. maí 2014 frá Ingva Stígssyni fh. Landeigendafélagi Sléttu- og Grunnavíkurhrepps þar sem því er beint til Ísafjarðarbæjar að hann hlutist til um að hefja gerð deiliskipulags í samvinnu við LSG af fjölsóttum ferðamannastöðum í Friðlandinu. |
|
||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir því að sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs kanni möguleika á gerð svæðisskipulags/nýtingaráætlunar (rammahluta aðalskipulags) í samstarfi við Umhverfisstofnun og landeigendur. |
|
||||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||||
13. |
2012090046 - Húsbyggingasjóður Þroskahjálpar. |
|
|||||||||||||||||
Tekið fyrir fyrstu drög að deiliskipulagi svæðisins sem afmarkast af Aðalstræti/Mjósundum/Sindragötu/Skipagötu |
|
||||||||||||||||||
Erla Bryndís Kristjánsdóttir kynnti vinnu við gerð deiliskipulags við Mjósund. |
|
||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
14. |
2012080051 - Endurnýjun Fossárvirkjunar |
||||||||||||||||||
Auglýsinga- og athugasemdafresti vegna breytinga á deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu Fossárvirkjunar er lokið. Engin athugasemd barst. |
|||||||||||||||||||
Þar sem engin athugasemd barst telst skipulagið samþykkt. |
|||||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||||
15. |
2013060014 - Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - breyting. |
||||||||||||||||||
Lögð fram greinargerð dags. 5. júní 2014, vegna umsóknar Orkubús Vestfjarða vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. |
|||||||||||||||||||
Erindinu vísað í matslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
16. |
2012030090 - Grunnskólinn á Ísafirði 2012-2014 |
||||||||||||||||||
Auglýsinga- og athugasemdafresti vegna breytinga á deiliskipulagi "Eyrin Ísafirði - Austurvegur" er lokið. Þjár athugasemdir bárust, frá Áslaugi Jóhönnu Jesdóttur, Kristni Gunnar K Lyngmo og M. Halldóru Halldórsdóttur og Sigurborgu Þorkellsdóttur. |
|||||||||||||||||||
Í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020 er svæðið sem um ræðir skilgreint sem skólalóð. Frá árinu 1997 hefur leiðin um Austurveg verið lokuð frá kl 7.00 - 16.00 á daginn til að veita skólabörnum aðgang að stærra leiksvæði. Nú þegar Austurvegur hefur verið hannaður sem skólalóð telur umhverfisnefnd að kaflaskipt opnun götunnar geti veitt börnum falskt öryggi og skapað umtalsverða hættu, því er sú leið ekki talin koma til greina. |
|||||||||||||||||||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
Magnús Reynir Guðmundsson |
|
Lína Björg Tryggvadóttir |
Karl Guðmundsson |
|
Jóhann Birkir Helgason |
Ralf Trylla |
|
Anna Guðrún Gylfadóttir |