Skipulags- og mannvirkjanefnd - 413. fundur - 21. maí 2014

1.

2014050075 - Stöðuleyfi fyrir gám.

 


Lagt fram erindi dags. 16. maí sl. frá Bjartri Framtíð þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir skrifstofugám dagana. 18. maí - 2. júní 2014 á lóðinni Hafnarstræti 17 skv. meðfylgjandi lóðateikningu.

 


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

 


Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi vék af fundi undir þessum lið.

 




















2.

2014050022 - Silfurgata 8b - umsókn um lóð.



















Lagt fram erindi dags. 6. maí sl. þar sem Bjarni M. Aðalsteinsson óskar eftir að fá afnot af lóðinni Silfurgötu 8b til umhirðu.



















Umhverfisnefnd samþykkir að veita bréfritara afnot af lóðinni í 2 ár.


















 




















3.

2014050059 - Street-ball körfubolti.



















Lagt fram erindi dag. 18. maí sl. frá Birnu Lárusdóttur formanni barna -og unglingaráðs KFÍ, þar sem farið er þess á leit við Ísafjarðarbæ að kannaðir verði möguleikar á því að útbúin verði aðstaða til körfuboltaiðkunar utandyra til að stunda svokallaðan "Street-ball" körfubolta.



















Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra umhverfis-og eignasviðs að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.


















 




















4.

2014050072 - Minnisvarði um kirkjubólsfeðga.



















Á fundi bæjarráðs 19. maí sl. var lagt fram erindi Ólínu Þorvarðardóttur þar sem viðrað er að reisa minnisvarða um Jón og Jón Jónssyni á Kirkjubóli í Skutulsfirði sem brenndir voru á báli 1656.

Bæjarráð tók jákvætt í erindið, óskaði umsagnar umhverfisnefndar.



















Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunar 2015.


















 




















5.

2014050071 - Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023.



















Lagt fram bréf dags.12. maí sl. frá Guðmundi Ásmundssyni, aðstoðarforstjóra Landsnets, þar sem Landsnet kynnir drög að umhverfisskýrslu kerfisáætlunar 2014 - 2023, í samræmi við lög nr. 105/2006. Skýrslan gerir grein fyrir forsendum, nálgun, samnburði valkosta og niðurstöðu matsvinnu, ásamt þeim mótvægisaðgerðum sem lagðar eru til.



















Umhverfisnefnd harmar það hve mjög lítið er fjallað um málefni Vestfjarða í tillögu að kerfisáætlun Landsnets 2014 - 2023, eins brýn og þau eru.
Nefna má að engin umfjöllun er um mögulega Hvalárvirkjun sem þrefaldað gæti orkuöflun á Vestfjörðum. Ekki hafa heldur verið skoðaðir möguleikar á að tvöfalda hluta línuleiða í því skyni að auka rekstraröryggi þeirra.


















 




















6.

2014020069 - Heilbrigðiseftirlit - ársreikningur 2013 og önnur málefni 2014.



















Lagður fram tölvupóstur dags. 12. maí sl. frá Antoni Helgasyni þar sem kynnt er árleg starfsskýrsla heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2013. Skýrslan er hugsuð sem kynning á heilbrigðiseftirliti og yfirlit yfir starfsemina.



















Lagt fram til kynningar.


















 




















7.

2014030070 - Bleikjueldi í Breiðadal.



















Erindi síðast á dagskrá 7. maí sl.



















Umhverfisnefnd tekur jákvætt í 20 tonna bleikjueldi, en áður en umhverfisefnd getur veitt leyfið, þarf að liggja fyrir umsögn Fiskistofu um hugsanleg áhrif eldissins á ána og að framkvæmdin verði auglýst og landeigendum annarra jarða, er liggja að ánni, sé gefin kostur á að gera athugasemdir fyrir 1. júlí 2014.


















 




















8.

2014050074 - Vindrafstöð á Breiðadalsheiði við Þverfjall.



















Lögð fram drög að lýsingu á deiliskipulagi vegna vindrafstöðvar á Breiðadalsheiði við Þverfjall.
Drögin eru unnin af Teiknistofunni Eik ehf. fyrir Orkuvinnsluna ehf. dags. 19. maí 2014.



















Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar erindinu til breytingar á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020.


















 




















9.

2012090046 - Húsbyggingasjóður Þroskahjálpar.



















Lagðar fram tillögur að húsum við Aðalstræti 2-6, Ísafirði. Teikningin er unnin af AVH ehf. 15. maí 2014.



















Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að svæðið sem afmarkast af Aðalstræti, Mjósundum, Skipagötu og Sindragötu verði deiliskipulagt. Einnig að leitað verði álits Minjastofnunar á framkomnum tillögum.


















 




















10.

2012040038 - Efnistaka til moldarvinnslu úr námu í Engidal.



















Erindi síðast á dagskrá 7. maí sl.



















Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samningarnir verði samþykktir.


















 




















11.

2014050076 - Neðri Tunga 1 - skipting fasteigna.



















Lögð fram eignaskiptalýsing fyrir lóðina Neðri Tunga 1.



















Umhverfisnefnd vísar eignaskiptayfirlýsingunni í deiliskipulagsvinnu á svæðinu.


















 




















12.

2014050056 - Tækjahús og 30m mastur á Laugabólsfjalli – byggingarleyfi.



















Lagt fram erindi dags. 14. maí sl. frá Kjartani Gunnsteinssyni umsjónarmanni fjarskiptamannvirkjagerðar Neyðarlínunnar þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi til að leggja vegslóða frá núverandi Vodafone húsi yfir á Laugabólsfjall, leggja rafstreng yfir Arnarfjörð frá Hlaðseyri að Laugabóli og upp í nýtt fjarskiptahús



















Umhverfisnefnd samþykkir erindið.


















 




















13. Önnur mál:

 

Farið yfir verkefnalista umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30

 

Gísli Halldór Halldórsson

 

Magnús Reynir Guðmundsson

Heimir Gestur Hansson

 

Karl Guðmundsson

Björn Davíðsson

 

Jóhann Birkir Helgason

Ralf Trylla

 

Anna Guðrún Gylfadóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?