Skipulags- og mannvirkjanefnd - 413. fundur - 21. maí 2014
1. |
2014050075 - Stöðuleyfi fyrir gám. |
|
|||||||||||||||||
Lagt fram erindi dags. 16. maí sl. frá Bjartri Framtíð þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir skrifstofugám dagana. 18. maí - 2. júní 2014 á lóðinni Hafnarstræti 17 skv. meðfylgjandi lóðateikningu. |
|
||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd samþykkir erindið. |
|
||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
2. |
2014050022 - Silfurgata 8b - umsókn um lóð. |
||||||||||||||||||
Lagt fram erindi dags. 6. maí sl. þar sem Bjarni M. Aðalsteinsson óskar eftir að fá afnot af lóðinni Silfurgötu 8b til umhirðu. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd samþykkir að veita bréfritara afnot af lóðinni í 2 ár. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
3. |
2014050059 - Street-ball körfubolti. |
||||||||||||||||||
Lagt fram erindi dag. 18. maí sl. frá Birnu Lárusdóttur formanni barna -og unglingaráðs KFÍ, þar sem farið er þess á leit við Ísafjarðarbæ að kannaðir verði möguleikar á því að útbúin verði aðstaða til körfuboltaiðkunar utandyra til að stunda svokallaðan "Street-ball" körfubolta. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra umhverfis-og eignasviðs að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
4. |
2014050072 - Minnisvarði um kirkjubólsfeðga. |
||||||||||||||||||
Á fundi bæjarráðs 19. maí sl. var lagt fram erindi Ólínu Þorvarðardóttur þar sem viðrað er að reisa minnisvarða um Jón og Jón Jónssyni á Kirkjubóli í Skutulsfirði sem brenndir voru á báli 1656. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunar 2015. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
5. |
2014050071 - Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023. |
||||||||||||||||||
Lagt fram bréf dags.12. maí sl. frá Guðmundi Ásmundssyni, aðstoðarforstjóra Landsnets, þar sem Landsnet kynnir drög að umhverfisskýrslu kerfisáætlunar 2014 - 2023, í samræmi við lög nr. 105/2006. Skýrslan gerir grein fyrir forsendum, nálgun, samnburði valkosta og niðurstöðu matsvinnu, ásamt þeim mótvægisaðgerðum sem lagðar eru til. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd harmar það hve mjög lítið er fjallað um málefni Vestfjarða í tillögu að kerfisáætlun Landsnets 2014 - 2023, eins brýn og þau eru. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
6. |
2014020069 - Heilbrigðiseftirlit - ársreikningur 2013 og önnur málefni 2014. |
||||||||||||||||||
Lagður fram tölvupóstur dags. 12. maí sl. frá Antoni Helgasyni þar sem kynnt er árleg starfsskýrsla heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2013. Skýrslan er hugsuð sem kynning á heilbrigðiseftirliti og yfirlit yfir starfsemina. |
|||||||||||||||||||
Lagt fram til kynningar. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
7. |
2014030070 - Bleikjueldi í Breiðadal. |
||||||||||||||||||
Erindi síðast á dagskrá 7. maí sl. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í 20 tonna bleikjueldi, en áður en umhverfisefnd getur veitt leyfið, þarf að liggja fyrir umsögn Fiskistofu um hugsanleg áhrif eldissins á ána og að framkvæmdin verði auglýst og landeigendum annarra jarða, er liggja að ánni, sé gefin kostur á að gera athugasemdir fyrir 1. júlí 2014. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
8. |
2014050074 - Vindrafstöð á Breiðadalsheiði við Þverfjall. |
||||||||||||||||||
Lögð fram drög að lýsingu á deiliskipulagi vegna vindrafstöðvar á Breiðadalsheiði við Þverfjall. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar erindinu til breytingar á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
9. |
2012090046 - Húsbyggingasjóður Þroskahjálpar. |
||||||||||||||||||
Lagðar fram tillögur að húsum við Aðalstræti 2-6, Ísafirði. Teikningin er unnin af AVH ehf. 15. maí 2014. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að svæðið sem afmarkast af Aðalstræti, Mjósundum, Skipagötu og Sindragötu verði deiliskipulagt. Einnig að leitað verði álits Minjastofnunar á framkomnum tillögum. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
10. |
2012040038 - Efnistaka til moldarvinnslu úr námu í Engidal. |
||||||||||||||||||
Erindi síðast á dagskrá 7. maí sl. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samningarnir verði samþykktir. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
11. |
2014050076 - Neðri Tunga 1 - skipting fasteigna. |
||||||||||||||||||
Lögð fram eignaskiptalýsing fyrir lóðina Neðri Tunga 1. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd vísar eignaskiptayfirlýsingunni í deiliskipulagsvinnu á svæðinu. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
12. |
2014050056 - Tækjahús og 30m mastur á Laugabólsfjalli – byggingarleyfi. |
||||||||||||||||||
Lagt fram erindi dags. 14. maí sl. frá Kjartani Gunnsteinssyni umsjónarmanni fjarskiptamannvirkjagerðar Neyðarlínunnar þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi til að leggja vegslóða frá núverandi Vodafone húsi yfir á Laugabólsfjall, leggja rafstreng yfir Arnarfjörð frá Hlaðseyri að Laugabóli og upp í nýtt fjarskiptahús |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd samþykkir erindið. |
|||||||||||||||||||
|
13. Önnur mál:
Farið yfir verkefnalista umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Magnús Reynir Guðmundsson |
Heimir Gestur Hansson |
|
Karl Guðmundsson |
Björn Davíðsson |
|
Jóhann Birkir Helgason |
Ralf Trylla |
|
Anna Guðrún Gylfadóttir |