Skipulags- og mannvirkjanefnd - 412. fundur - 7. maí 2014
Dagskrá:
1. |
2013050011 - Dagverðardalur 7 - umsókn um lóð |
|
|||||||||||||||||
Lagður fram tölvupóstur dags. 2. maí, þar sem Hjálmar Guðmundsson afsalar sér lóð að Dagverðardal 7, Ísafirði. |
|
||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd samþykkir afturköllun á lóðarumsókn. |
|
||||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||||
2. |
2014040058 - Tunguskógur 20 - lóð í fóstur |
|
|||||||||||||||||
Lagt fram erindi dags. 30 apríl sl. þar sem Gunnar Þórðarson og Kristín Hálfdánsdóttir sækja um lóð í fóstur sem tengd er lóðinni Tunguskógur 20, Ísafirði. |
|
||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd samþykkir erindið. |
|
||||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||||
3. |
2014040026 - Mánagata 6, Ísafirði - sala á lóðarskika. |
|
|||||||||||||||||
Lagt fram bréf dags. 11. apríl sl. frá Birni Davíðssyni þar sem Ísafjarðarbæ er boðið til kaups lóðarskiki af eignarlóð að Mánagötu 6. |
|
||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að samið verði við lóðareiganda um kaup á lóðarskikanum. |
|
||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
4. |
2012080051 - Endurnýjun Fossárvirkjunar |
||||||||||||||||||
Lagt fram erindi dags. 9. apríl sl. frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á breytingu Fossárvirkjunar í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 msb. og 11. gr. laga nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum með teknu tilliti til 3. viðauka í framangreindum lögum. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar telur að breyting á Fossárvirkjun sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum m.t.t. 3. viðauka laga númer 106/2000.
|
|||||||||||||||||||
5. |
2013010076 - Látrar, Aðalvík - óleyfisskúr. |
||||||||||||||||||
Lagt fram minnisblað dags. 29. apríl 2014 frá byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við feril málsins. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
6. |
2014030070 - Bleikjueldi í Breiðadal. |
||||||||||||||||||
Lagt fram bréf dags. 15. apríl sl. frá Aðalsteini Bjarnasyni vegna viðbótarupplýsinga vegna bleikjueldis. Erindið var tekið fyrir á síðasta fundi umhverfisnefndar 8. apríl sl. Umhverfisnefnd óskaði eftir nánari gögnum vegna framkvæmdarinnar. |
|||||||||||||||||||
Miðað við fyrirliggjandi gögn telur umhverfisnefnd sig ekki geta veitt leyfi fyrir framkvæmdinni að svo stöddu þar sem leyfi landeigenda, sem liggur að Breiðadalsá, liggur ekki fyrir. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
7. |
2014030070 - Bleikjueldi í Breiðadal. |
||||||||||||||||||
Lagt fram bréf dags. 14. apríl sl. frá Megin lögmannsstofu fh. umbjóðenda, þar sem farið er fram á að samþykki allra þinglýstra landeigenda á sameiginlegu vatnasvæði liggi fyrir áður en samþykki fyrir framkvæmdum er veitt. |
|||||||||||||||||||
Vísað í afgreiðslu á erindi Aðalsteins Bjarnasonar. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
8. |
2014030045 - Leyfi til leitar og borunar eftir vatni fremst í Botnsdal |
||||||||||||||||||
Lagt fram tölvubréf dags. 28. apríl sl. frá Dalsorku ehf., þar sem lagðar eru fram nánari upplýsingar vegna leyfis til leitar og borunar eftir vatni fremst í Botnsdal. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd getur ekki veitt leyfi að svo stöddu þar sem staðsetningar liggja ekki fyrir. Nefndin bendir jafnframt á að engin leyfi verði veitt til framkvæmda innan vatnsverndarsvæðis Ísafjarðarbæjar á Botnsheiði. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
9. |
2012040038 - Efnistaka til moldar- og malarvinnslu úr námu í Engidal. |
||||||||||||||||||
Lagðir fram samningar á milli Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. og landeigenda í Engidal, vegna malarvinnslu í námunni í Langá og á milli Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. um moldartöku úr moldarnámu í Engidal í Skutulsfirði. Samningarnir eru dagsettir í apríl 2014. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að vinna áfram að samningunum í samræmi við umræður á fundinum. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
10. |
2014040016 - Sjókvíaeldi HG í Ísafjarðardjúpi (framhaldsmál) |
||||||||||||||||||
Lagt fram bréf dags. 4. apríl sl. frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar, á tillögu að matsáætlun um Sjókvíeldi HG í Ísafjarðardjúpi, skv. 8. gr. laga nr. 106/2000 msb. og 15. gr. laga nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd telur að með framkominni tillögu að matsáætlun geri Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. grein fyrir framkvæmd á 6.800 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og 200 tonna framleiðslu á þorski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi og gagnaöflun. |
|||||||||||||||||||
11. |
2014040042 - Fiskeldi í Önundarfirði |
||||||||||||||||||
Lagt fram bréf dags. 23. apríl sl. frá Fiskistofu, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á framsali á rekstrarleyfi til fiskeldis frá Sjávargæðum ehf. til handa Vestfirðingi ehf. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framsal á rekstarleyfi til fiskeldis í Önundarfirði. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
12. |
2014040045 - Frumvarp til laga um skipulagslög (bótaákvæði o.fl.), 512. mál - umsögn. |
||||||||||||||||||
Lagður fram tölvupóstur dags. 15. apríl sl. frá nefndasviði Alþingis. Þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skipulagslög (bótaákvæði o.fl.), 512. mál. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd tekur ekki afstöðu til breytinga á lögunum en gerir athugasemd við þann skamma frest sem gefinn er til umsagnar. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
13. |
2014040044 - Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2013 - 2016, 495. mál - umsögn. |
||||||||||||||||||
Lagður fram tölvupóstur dags. 15. apríl sl. frá nefndasviði Alþingis, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2013 - 2016, 495. mál. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd tekur undir umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga. Umhverfisnefnd ítrekar þá skoðun Ísafjarðarbæjar að flýta þurfi framkvæmd Dýrafjarðarganga meira en lagt er til í samgönguáætlun. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
14. |
2012090004 - Leyfissvæði og rannsóknarleyfi fyrir Íslenska kalkþörungafélagið ehf. |
||||||||||||||||||
Lagt fram bréf dags. 22. apríl sl. frá Orkustofunun þar sem lagðar eru fram viðbætur við leyfi Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. til leitar og rannsóknar á kalkþörungaseti á hafsbotni í Önundafirði og Ísafjarðardjúpi að meðtöldum Jökulfjörðum. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd áréttar að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum en gerir ekki athugasemdir við fyrrgreinda rannskóknastarfsemi enda hafi hún ekki áhrif á framtíðarstarfsemi svæðissins. |
|||||||||||||||||||
15. |
2009120009 - Þingeyri - deiliskipulag |
||||||||||||||||||
Auglýsinga og athugasemdafrestur vegna deiliskipulags við miðbæ og hafnarsvæði á Þingeyri er lokið. Tvær athugasemdir bárust. Annarsvegar frá stjórn Íbúasamtakanna Átaks og hinsvegar frá Kristjáni Gunnarssyni. |
|||||||||||||||||||
Svar við athugasemd 1 frá stjórn Íbúasamtakanna Átaks og athugasemd frá Kristjáni Gunnarssyni: Umhverfisnefnd tekur undir athugasemd Kristjáns um færslu á Gramsverslun til suð/vesturs miðað við framkomna deiliskipulagstillögu. Með þeirri breytingu er komið til móts við umsögn hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar og athugasemd 1 frá stjórn Íbúasamtakanna Átaks. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
16. |
2011020059 - Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði |
||||||||||||||||||
Erindi tekið fyrir á fundi umhverfisnefndar 8. apríl sl. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
17. |
2014050002 - Hafnarvog á Suðureyri |
||||||||||||||||||
Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu að hafnarsvæði neðan Aðalgötu á Suðureyri. Tillagan er unnin af Teiknistofunni Eik ehf. dags. apríl 2014. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði send í grenndarkynningu. |
|||||||||||||||||||
|
18. Önnur mál.
Ársfundur Umhverfisstofnunar 2014.
Ársfundur Umhverfisstofnunar verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík, föstudaginn 9. maí nk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
Magnús Reynir Guðmundsson |
|
Karl Guðmundsson |
Björn Davíðsson |
|
Jóhann Birkir Helgason |
Ralf Trylla |
|
Anna Guðrún Gylfadóttir |