Skipulags- og mannvirkjanefnd - 409. fundur - 12. mars 2014
Dagskrá:
1. |
2012060046 - Ósk um stækkun lóðar Neðri Tungu 1 í Skutulsfirði. |
|
|||||||||||||||||
Á fundinn er mættur Marinó Hákonarson vegna málefnis Neðri Tungu 1 í Skutulsfirði. |
|
||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd telur sig ekki með góðu móti geta tekið afstöðu til máls Neðri Tungu, fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið. |
|
||||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||||
2. |
2011020059 - Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði |
|
|||||||||||||||||
Tekin fyrir deiliskipulagstillaga að Suðurtanga. |
|
||||||||||||||||||
Lagt fram til kynningar. |
|
||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
3. |
2014030023 - Seljalandsvegur 87 - lóð í fóstur. |
||||||||||||||||||
Lagt fram erindi dags. 10 mars sl. frá Jóni Smára Valdimarssyni þar sem hann óskar eftir því að taka lóð við Seljalandsveg 87 í fóstur. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd samþykkir erindið. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
4. |
2014010057 - Afgreiðslur byggingarleyfa byggingarfulltrúa 2013 |
||||||||||||||||||
Lagður fram listi byggingarfulltrúa um afgreiðslur byggingarleyfa sem gefin voru út á árinu 2013. |
|||||||||||||||||||
Lagt fram til kynningar. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
5. |
2012090006 - Fjárhagsáætlun 2013 og fimm ára áætlun. |
||||||||||||||||||
Lögð fram fimm ára framkvæmdaáætlun fyrir Ísafjarðarbæ. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd frestar erindinu til næsta fundar. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
6. |
2014030020 - Náttúrustofa - Ýmis erindi 2014-2015 |
||||||||||||||||||
Á fundi bæjarráðs 10. mars sl. var lagt fram bréf frá Náttúrustofu Vestfjarða dags. 5. mars sl. þar sem bent er á að NV hefur unnið að hnitsetningu landamerkja frá árinu 2005. Sveitarfélög á Vestfjörðum eru hvött til að nýta sér þekkingu og reynslu NV við skráningu landamerkja í sveitarfélaginu. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinu og kynna nefndinni niðurstöður. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
7. |
2012030012 - Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf. |
||||||||||||||||||
Lagt fram bréf dags. 20. feb. sl. frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á hvort og á hvaða forsendum, sjókvíeldi Dýrfisks í Önundarfirði, skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka laga 106/2000 m.s.b. og reglugerðar 1123/2005. Um er að ræða allt að 2.000 tonn af regnbogasilungi. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar telur miður að enga stefnumörkun stjórnvalda er að finna um sjókvíaeldi í Önundarfirði fremur en annarsstaðar. Sérstaklega er þetta slæmt í ljósi þess að sveitarfélögin hafa ekki skipulagsvald yfir aðliggjandi strandsvæðum, fjörðum og flóum. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
8. |
2012030012 - Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi - umsögn. |
||||||||||||||||||
Lagt fram afrit af bréfi frá Veiðifélagi Langadalsárdeildar, dags. 25. feb. til Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. vegna fyrirhugaðs laxeldis í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. |
|||||||||||||||||||
Lagt fram til kynningar. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
9. |
2013120006 - Samþykkt um umgengni og þrifnað. |
||||||||||||||||||
Erindi síðast á fundi umhverfisnefnar 12. febrúar sl. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Vestfjarða verði samþykkt. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
10. |
2014020076 - Frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli - 217. mál. |
||||||||||||||||||
Lagt fram erindi dags. 19. febrúar sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar á frumvarpi til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli (heildarlög, yfirstjórn og ábyrgð Alþingis), 217. mál. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
11. |
2014020104 - Ós, Bolungarvík - umsögn um deiliskipulag. |
||||||||||||||||||
Lögð frma lýsing deiliskipulags fyrir jörðina Ós í Bolungarvíkurkaupstað. Með vísan í 40. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010 er óskað umsagnar Ísafjarðarbæjar á lýsingu deiliskipulags. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd fagnar þessum fyrirætlunum og gerir ekki athugasemd við lýsingu deiliskipulags fyrir jörðina Ós í Bolungarvíkurkaupstað. |
|||||||||||||||||||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09.40.
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Lína Björg Tryggvadóttir |
Magnús Reynir Guðmundsson |
|
Heimir Gestur Hansson |
Jóhann Birkir Helgason |
|
Ralf Trylla |
Anna Guðrún Gylfadóttir |
|
|