Skipulags- og mannvirkjanefnd - 408. fundur - 18. febrúar 2014
Dagskrá:
1. |
2014020059 - Afnotasamningar "land í fóstur" |
|
Lögð fram tillaga að afnotasamningi frá byggingarfulltrúa sem gerir ráð fyrir að hægt sé að taka svæði í "fóstur". Umrætt svæði verður úthlutað með kvöðum um að afnotin séu eingöngu til uppgræðslu og/eða snyrtingar. Samningrinn er til 5 ára með framlengingarákvæði til fimm ára enda verði samningnum ekki sagt upp. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirmynd afnotasamnings verði samþykkt. |
||
|
||
2. |
2013090046 - Umsókn um lóð við Brjótinn, Suðureyri. |
|
Tekinn fyrir að nýju tölvupóstur frá Elíasi Guðmundssyni þar sem sótt er um svæði við brjótinn á Suðureyri fyrir geymslusvæði. Erindið síðast á dagskrá umhverfisnefndar 22. janúar sl. |
||
Umhverfisnefnd hafnar úthlutun á svæðinu við Brjótinn vegna mögulegrar snjósöfnunar á veginn. Nefndin óskar eftir að byggingarfulltrúi ræði við bréfritara um svæðið við hesthúsið við Brjótinn á Suðureyri, um er að ræða álíka stórt svæði og sótt var um eða 150 m². Byggingarfulltrúa einnig falið að ræða við eiganda hesthússins um málið. |
||
|
||
3. |
2011060030 - Umsókn um lóð í Engidal - Gámaþjónusta Vestfjarða |
|
Lagt fram bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 21. janúar 2014 er varðar beiðni um endurupptöku úrskurðar nefndarinnar frá 24. maí 2013. |
||
Lagt fram til kynningar. Umhverfisnefnd vísar erindinu til breytinga á aðalskipulagi. |
||
|
||
4. |
2014010058 - Stækkun á golfvelli í Tungudal |
|
Lagt fram bréf Tryggva Sigtryggssonar fh. stjórnar Golfklúbbs Ísafjarðar dags. 28. janúar 2014 þar sem sótt er um stækkun á golfvelli skv. teikningu og greinargerð Hannesar Þorsteinssonar golfvallararkitekts. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Golfklúbbur Ísafjarðar fái heimild til að stækka golfvöllinn eins og fram kemur í umsókninni. |
||
|
||
5. |
2010120048 - Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. |
|
Lagt fram bréf frá Gauta Geirssyni, ódagsett þar sem óskað er eftir að hætt verði við áform Ísafjarðarbæjar að setja upp stoðvirki í hlíðum Kubba og vegslóða ofan Hafrafells. Þess í stað verði skoðað hvort ekki sé hægt að lengja núverandi þvergarð. |
||
Umhverfisnefnd óskar eftir samantekt og greiningu á þeim kostum sem í boði eru til að draga úr umhverfisáhrifum, sér í lagi sjónrænum. |
||
|
||
6. |
2008060065 - Klukkuland og Hólakot í Dýrafirði - samningur um skógrækt. |
|
Lagt fram bréf frá Margréti Rakel Hauksdóttur dags. 24. janúar 2014 þar sem óskað er eftir rökstuðningi á bókun umhverfisnefndar frá 404 fundi nefndarinnar frá 4. desember 2013. |
||
Umhverfisnefnd óskar eftir áliti bæjarlögmanns á erindinu. |
||
|
||
7. |
2012030012 - Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf. |
|
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 27. desember 2013 þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á því hvort og á hvaða forsendum 4.000 tonna framleiðsluaukning á regnbogasilungi Dýrfisks í Ísafjarðardjúpi við Snæfjallaströnd skuli háð mati á umhverfisáhrifum. |
||
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar telur miður að enga stefnumörkun stjórnvalda er að finna um sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi fremur en annarsstaðar. Sérstaklega er þetta slæmt í ljósi þess að sveitarfélögin hafa ekki skipulagsvald yfir aðliggjandi strandsvæðum, fjörðum og flóum. Gerð nýtingaráætlunar fyrir Ísafjarðardjúp á vegum sveitarfélaga við Ísafjarðardjúp er reyndar hafin, fjárskortur kemur hinsvegar í veg fyrir að hægt sé að halda henni áfram og því ekki útlit fyrir að henni ljúki á allra næstu árum. Slík nýtingaráætlun hefur ekki lögformlegt gildi eins og þyrfti að vera, þó hún sé vissulega stefnumarkandi og sveitarfélögum og atvinnulífi til mikils gagns. Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar vill því ítreka þá skoðun sína að æskilegt er að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að 1 sjómílu frá grunnlínu. Ef svo væri má jafnvel gera ráð fyrir að nýtingaráætlun fyrir Ísafjarðardjúp væri þegar lokið. Sú skoðun umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar og bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að sveitarstjórnir skuli hafa ákvörðunarrétt í máli sem þessu hefur margsinnis komið fram, t.d. varðandi leyfisveitingar til fiskeldis á Vestfjörðum, sem nú er í örum vexti. Enn sem komið er hefur Alþingi ekki gert breytingar sem tryggja raunhæfa aðkomu sveitarstjórna að slíkum málum. |
||
|
||
8. |
2012030090 - Grunnskólinn á Ísafirði 2012-2013. |
|
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, Eyrin á Ísafirði, Austurvegur. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
9. |
2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi. |
|
Auglýsinga- og athugasemdafrestur vegna deiliskipulags á Ingjaldssandi er liðinn, ein athugasemd barst við tillöguna, frá Guðmundi Ásvaldssyni dags. 20. janúar 2014. |
||
Umhverfisnefnd bendir á að í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 er gert ráð fyrir frístundahúsum á Ingjaldssandi og því er deiliskipulagið í samræmi við aðalskipulag. Það verður nánar tekið á útliti húsa við afgreiðslu byggingarleyfis þar sem uppbygging frístundahúsa eigi ekki að skerða sérstöðu svæðisins. |
||
|
||
10. |
2011030164 - Deiliskipulag í Reykjanesi. |
|
Auglýsinga- og athugasemdafrestur vegna deiliskipulags í Reykjanesi er liðinn. Tvær athugasemdir bárust, frá Ragnheiði Hákonardóttur dags. 25. janúar 2014 og frá Margréti Karlsdóttur dags. 21. janúar 2014. |
||
Svör við athugasemdum eru í minnisblaði dags. 18. febrúar 2014 og staðfest af nefndarmönnum er fylgiskjal með fundargerð þessari. |
||
|
||
11. |
2013030023 - Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. |
|
Lagt fram minnisblað frá Teiknistofunni Eik, ódagsett. þar sem fjallað er um ásýnd og ímynd svæðisins. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að ÍAV verði heimilt að taka efni í Seljalandsmúla, allt að 30.000 rúmmetrum. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:35
Lína Björg Tryggvadóttir |
|
Karl Guðmundsson |
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
Magnús Reynir Guðmundsson |
|
Jóhann Birkir Helgason |
|
|
|