Skipulags- og mannvirkjanefnd - 405. fundur - 8. janúar 2014
Dagskrá:
1. |
2012060046 - Ósk um stækkun lóðar Neðri Tungu 1 í Skutulsfirði |
|
|||||||||||||||||
Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 4. júlí 2012. |
|
||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd samþykktir að breyta núgildandi lóðaleigusamning þannig að lóð verði stækkuð í samræmi við umsókn og kveðið verði á um umferð í gegnum lóðina í samræmi umsóknina. |
|
||||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||||
2. |
2013020007 - Grenjavinnsla 2013 |
|
|||||||||||||||||
Lögð fram skýrsla Félags refa- og minkaveiðimanna fyrir árið 2013. |
|
||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að leggja fram áætlun um átak í minkaveiðum. Umhverfisnefnd óskar eftir því að bæjarstjóri kanni aðkomu ríkisins að veiðum á ref og mink. |
|
||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
3. |
2013090046 - Umsókn um lóð við Brjótinn, Suðureyri. |
||||||||||||||||||
Á fundi umhverfisnefndar 9. október sl. var lagt fram erindi dags. 20. september sl. frá Elíasi Guðmundssyni fh. Fisherman, þar sem lögð er fram fyrirspurn um svæði við Brjótinn á Suðureyri. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd veitir bréfritara tímabundið leyfi til 5 ára til að setja upp afgirt svæði. Byggingarfulltrúa er falið að gera samning. Umhverfisnefnd leggur áherslu á að umgengni á svæðinu verði snyrtileg. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
4. |
2013120006 - Samþykkt um umgengni og þrifnað. |
||||||||||||||||||
Erindi síðasta á dagskrá umhverfisnefndar 4. desember sl. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd óskar eftir að Anton Helgason hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða mæti á næsta fund umhverfisnefndar. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
5. |
2010040016 - Nýtingaráætlun fyrir fyrir Ísafjarðardjúp og Jökulfirði. |
||||||||||||||||||
Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 4. desember sl. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að lýsing áætlunar um Nýtingaráætlun fyrir Ísafjarðardjúp og Jökulfirði 2014 - 2026, dags. 26.11.2013 verði samþykkt. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
6. |
2014010001 - Skipulagsstofnun - ýmsar tilkynningar 2014 |
||||||||||||||||||
Lagður fram til kynningar bæklingur frá Skipulagsstofnun fyrir almenning "Skipulag byggðar og mótun umhverfis - Hvernig getur þú haft áhrif?" |
|||||||||||||||||||
Lagt fram til kynningar. Umhverfisnefnd felur tæknideild að kynna bæklingin fyrir bæjarbúum á heimasíðu Ísafjarðarbæjar. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
7. |
2012100060 - Dynjandi 2013 |
||||||||||||||||||
Lögð fram tillaga að greinargerð ásamt umhverfisskýrslu og skipulagsskilmálum að deiliskipulagi fyrir Dynjanda í Arnarfirði,dags. 19. des 2013. Tillagan er unnin af Landform ehf. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
8. |
2013060014 - Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - breyting. |
||||||||||||||||||
Lögð fram greinargerð dags. 25. nóvember 2013, frá Orkuveri ehf., að vatnsaflsvirkjunum í Hólsá, Kaldá og Þverá í Önundarfirði, ásamt skýrslum um gróður og fugla, fornleifakönnun og straumvötn í landi Hólsár, Kaldár og Fremri Breiðadals. Skýrslurnar eru unnar af Náttúrustofu Vestfjarða. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd leggur til að vatnsaflsvirkjanirnar verði teknar inn í vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. |
|||||||||||||||||||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
Magnús Reynir Guðmundsson |
|
Heimir Gestur Hansson |
Jóhann Birkir Helgason |
|
Ralf Trylla |
Anna Guðrún Gylfadóttir |
|
|