Skipulags- og mannvirkjanefnd - 404. fundur - 4. desember 2013

Dagskrá:

1.

2013110064 - Engjavegur 20 - stækkun lóðar

 

Lagt fram erindi dags. 27. nóvember frá Svanberg R. Gunnlaugssyni og Fríði Jónsdóttur þar sem óskað er eftir stækkun á lóð Engjavegar 20, Ísafirði í samræmi við lóðablað er fylgdi umsókn.

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

 

   

2.

2013100068 - Ósk um afnot af Salthúsinu á Þingeyri.

 

Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 13. nóvember sl.

 

Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að ganga til samninga við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum, enda liggur fyrir jákvæð umsögn íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri.

 

   

3.

2010060059 - Lóðaleigusamningur í Hveravík Reykjanesi.

 

Lögð fram drög að lóðaleigusamning fyrir Hveravík í Reykjanesi.

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

 

   

4.

2008060065 - Klukkuland og Hólakot í Dýrafirði - samningur um skógrækt.

 

Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 9. október sl.

 

Umhverfisnefnd telur að í töflu 4.6 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 sé átt við vatnsbakka en ekki árbakka.
Þar sem aðalskipulagið hafði ekki tekið gildi þegar skógrækt hófst, getur ákvæði um skógrækt ekki átt við um þá ræktun sem átti sér stað fyrir gildistöku þess. Öll frekari ræktun en þegar hefur átt sér stað verður þó að vera í samræmi við aðalskipulag. T.d. þarf að vera samkomulag um skógrækt nær landamerkjum en 25 m.
Einnig þarf að taka tillit til fornleifa og annars þess sem kveðið er á um í aðalskipulaginu. Umhverfisnefnd telur girðinguna og skógræktina ekki brjóta í bága við aðalskipulagið enda verði almenningi tryggð för um skóginn og meðfram ánni eins og lög kveða á um.

 

   

5.

2013030023 - Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi.

 

Erindi síðast tekið fyrir á fundi í umhverfisnefnd 11. september sl. þar sem lagt var fram erindi dags. 9. sept sl. þar sem ÍAV óskar eftir leyfi til að vinna allt að 20 þús. rúmmetra af efni úr grjótkambi ofan Seljalandsvegar, vestan megin við op sem er í gegnum varnargarðinn.
Umhverfisnefnd tók jákvætt í erindið en óskaði eftir nánari upplýsingum.

 

Umhverfisnefnd óskar eftir að landslagsarkitekt verði falið að skoða möguleika á nýtingu svæðisins eftir að framkvæmdum lýkur.

 

   

6.

2013030023 - Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi.

 

Lagt fram minnisblað frá Jóhanni Birki Helgasyni dags. 26. nóvember sl. þar sem óskað er eftir leyfi til að keyra allt að 20 þús. rúmmetrum af efni fram af Miðhlíð á Hnífsdalsvegi.

 

Umhverfisnefnd samþykkir leyfi til að losa efni fram af Miðhlíðinni ef þörf krefur.

 

   

7.

2013110070 - Frumvarp til laga um náttúruvernd, 167 mál - umsögn.

 

Lagt fram erindi dags. 25. nóvember sl. frá Umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar á frumvarpi til laga um náttúruvernd (brottfall laganna), 167. mál.
Óskað er að umsögn berist eigi síðar en 6. desember.

 

Umhverfisnefnd tekur ekki afstöðu til erindisins.

 

   

8.

2011020012 - Rekstrarleyfi til laxeldis í Arnarfirði

 

Lagt fram erindi dags.29. nóvember 2013, frá Verkís fh. Arnarlax, þar sem óskað er umsagnar á drögum að tillögu að matsáætlun aukningar framleiðslu á laxi í sjókvíum í Arnarfirði um 7.000 tonn.

 

Umhverfisnefnd fagnar fyrirætlunum um umhverfismat.
Fyrirhugaðar framkvæmdir virðast vera í samræmi við Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Arnarfjarðar 2012-2024.
Umhverfisnefnd ítrekar mikilvægi þess að sveitarfélög öðlist skipulagsvald út að 1 sjómílu frá grunnlínupunktum þannig að nýtingaráætlunin geti öðlast lögformlegt gildi.

 

   

9.

2010040016 - Nýtingaráætlun fyrir fyrir Ísafjarðardjúp og Jökulfirði.

 

Á fundi bæjarráðs 2. desember sl. var lagður fram tölvupóstur Línu Bjargar Tryggvadóttur, verkefnastjóra hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 27. nóvember 2013, auk lýsingar á nýtingaráætlun fyrir Ísafjarðardjúp og Jökulfirði. Óskað er eftir að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar taki áætlunina til afgreiðslu.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar.

 

Umhverfisnefnd frestar erindinu til næsta fundar.

 

   

10.

2013120006 - Samþykkt um umgengni og þrifnað.

 

Erindi síðast á dagskrá í umhverfisnefnd 13. nóvember sl.

 

Umhverfisnefnd þakkar fyrir uppkastið og frestar frekari umræðum.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:05

 

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Magnús Reynir Guðmundsson

 

Heimir Gestur Hansson

Björn Davíðsson

 

Jóhann Birkir Helgason

Anna Guðrún Gylfadóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?