Skipulags- og mannvirkjanefnd - 403. fundur - 13. nóvember 2013

Dagskrá:

1.

2013110005 - Tankurinn, Sólbakka - umsókn um stækkun á lóð.

 

Lagt fram erindi dags. 1. nóvember sl. frá Karli Hjálmarssyni fh. Fjallsins Þorfinns, þar sem sótt er um stækkun á lóð við Tankinn við Sólbakka á Flateyri.

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

 

   

2.

2013110006 - "Gamlar Verbúðir" á Flateyri - lélegt viðhald.

 

Lagt fram bréf dags. 24. október sl. frá Bjarnheiði J. Ívarsdóttur íbúa á Flateyri, þar sem bent er á lélegt ástand gamalla verbúða við Kambinn á Flateyri.

 

Umhverfisnefnd þakkar ábendinguna, gert er ráð fyrir að húsið víki á næstu vikum.

 

   

3.

2013100068 - Ósk um afnot af Salthúsinu á Þingeyri

 

Lagt fram bréf dags. 28. október sl. frá Jóni Þórðarsyni fh. EagleFjord, þar sem óskað er eftir afnotum á Salthúsinu á Þingeyri.

 

Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að leita nánari upplýsinga. Erindinu frestað til næsta fundar.

 

   

4.

2013110007 - Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa.

 

Á fundi bæjarráðs 11. nóvember sl. var lagt fram bréf Björns Karlssonar, forstjóra Mannvirkjastofnunar, dags. 30.10.2013, vegna gæðastjórnunarkerfis byggingarfulltrúa.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

 

 

5.

2013110008 - Umferðarátakið "Gangbraut - já takk"

 

Á fundi bæjarráðs 11. nóvember sl. var lagt fram bréf Félags íslenskra bifreiðaeigenda, dags. 01.11.2013, þar sem gerð er grein fyrir umferðarátaki FÍB.
Umbótaáætlun hefur þegar verið unnin og verður unnið eftir henni á næsta ári.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar.

 

Umhverfisnefnd þakkar ábendingarnar en bent er á að Ísafjarðarbær er búinn að vinna umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið og er erindinu vísað til umhverfisfulltrúa til úrlausnar.

 

   

6.

2013100044 - Íþróttamiðstöð á Torfnesi - Frumathugun

 

Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra, þar sem hann leggur fram frumdrög að Íþróttamiðstöð á Torfnesi, Ísafirði. Frumdrögin sýna nokkrar tillögur hvernig hægt er að koma fyrir sundlaug, heilsurækt og fjölnotahúsi ásamt knattspyrnuvelli.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

2013110022 - Grunnskólinn á Suðureyri, skólalóð

 

Lögð fram frumdrög af skólalóðinni á Suðureyri. Teikningin er unnin af Teiknistofunni Eik ehf. dags. í ágúst 2012.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

2012030090 - Grunnskólinn á Ísafirði 2012-2013.

 

Á fundi bæjarráðs 14. október sl. var lögð fram ályktun aðalfundar foreldrafélags Grunnskólans á Ísafirði, ódags. en barst í tölvupósti 9. október sl. þar sem lögð er áhersla á að við endanlega útfærslu á lóð skólans verði hagsmunir og þarfir nemenda hafðir í forgangi. Tekið er fram að ákvörðun um að loka Austurvegi og nýta sem skólalóð virðist gefa góða raun en óskað er eftir að skilgreina betur lóðamörk við Aðalstræti, jafnvel með lokun fyrir gegnumakstri á hluta götunnar á skólatíma.
Bæjarráð vísaði ályktuninni til umhverfisnefndar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.

2013110015 - Sjókvíaeldi ÍS 47 ehf. í Önundarfirði

 

Á fundi bæjarráðs 11. nóvember sl. var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 05.11.2013, ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er eftir umsögn vegna sjókvíaeldis í Önundarfirði.
Bæjarráð vísaði erindinu til umfjöllunar í umhverfisnefnd.

 

Umhverfisnefnd áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum. Á meðan formleg nýtingaráætlun fyrir Önundarfjörð liggur ekki fyrir og þar sem fjörðurinn er lítt rannsakað og óskipulagt svæði, telur umhverfinefnd að sýna verði varúð við úthlutun leyfa.

 

 

 

10.

2013020029 - Ársreikningur og starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2012 og önnur málefni Heilbrigðiseftirlits 2013

 

Á fundi bæjarráðs 11. nóvember sl. var lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, sem barst 04.11.2013, ásamt fylgiskjölum.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar.

 

Lagt fram til kynningar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs er falið að hafa samráð við heilbrigðisfulltrúa um sameiginlega verkferla og aukið samstarf.

 

   

11.

2009120009 - Þingeyri - deiliskipulag

 

Lögð fram greinargerð frá Landmótun um tillögu að nýrri staðsetningu Gramsverslunar (Vallargötu 1) á Þingeyri dags. 14. október 2013.

 

Lagt fram til kynningar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs er falið að vinna áfram að málinu.

 

   

12.

2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi.

 

Lagt fram minnisblað Andra Árnasonar, bæjarlögmanns, dags. 15. janúar 2013 og tölvupóstur frá Eddu Andradóttur dags. 14. október 2013 er varðar eignarhald á Nesdal. Jafnframt lagt fram bréf dags. 26. okt.1954 er varðar ítakslýsingu í Nesdal undirrituð af Jóni S. Jónssyni.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag Nesdals verði auglýst.

 

   

13.

2013060014 - Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - breyting.

 

Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020, breytingar á samþykktu skipulagi.

Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að hefja vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:30

  

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Magnús Reynir Guðmundsson

 

Lína Björg Tryggvadóttir

Karl Guðmundsson

 

Jóhann Birkir Helgason

Ralf Trylla

 

Anna Guðrún Gylfadóttir

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?