Skipulags- og mannvirkjanefnd - 398. fundur - 21. ágúst 2013
Dagskrá:
1. |
2012030090 - Grunnskólinn á Ísafirði 2012-2013 |
|
Lagt fram erindi dags. 16. júlí 2013 frá Oddfellowstúkunum á Ísafirði þar sem samráðsleysi bæjaryfirvalda við íbúa og þá sem hagsmuna eiga að gæta við Austurveg og Aðalstræti á Ísafirði er mótmælt. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi vegna skólalóðar. |
||
|
||
2. |
2013070060 - Saltverk, Reykjanes - bygging salttanka. |
|
Lagður fram tölvupóstur frá Gunnlaugi Jónssyni dags. 25. júlí 2013 þar sem óskað er umsagnar á erindi Rnes ehf. um að stækka núverandi sjótanka. |
||
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið og leggur til við bæjarráð að erindið verði samþykkt. |
||
|
||
3. |
2012100060 - Dynjandi 2013 |
|
Lögð fram fornleifakönnun við Dynjanda í Arnarfirði, dags. í júlí 2013, unnin af Náttúrustofu Vestfjarða. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
2013080010 - Stekkjargata 29, Hnífsdal - afnot af landspildu í eigu Ísafjarðarbæjar |
|
Lagt fram erindi dags. 31. júlí sl. frá Birgit Abrecht þar sem sótt er um að fá landspildu til afnota milli Stekkjargötu 21 og 29. |
||
Umhverfisnefnd samþykkir erindið. |
||
|
||
5. |
2013060033 - Fjárhagsáætlun 2014 |
|
Lögð fram framkvæmdaáætlun 2013-2016 |
||
Farið yfir framkvæmdaáætlun og ákveðið að fara nánar yfir hana á næsta fundi. |
||
|
Lína Tryggvadóttir lagði til að settar verði upp ruslatunnur við göngustíginn frá Holtahverfi að Seljalandshverfi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:15
Lína Björg Tryggvadóttir |
|
Karl Guðmundsson |
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
Magnús Reynir Guðmundsson |
|
Jóhann Birkir Helgason |
Ralf Trylla |
|
|