Skipulags- og mannvirkjanefnd - 397. fundur - 10. júlí 2013
Dagskrá:
1. |
2013070015 - Suðurgata 11, Ísafirði - frystigeymsla |
|
Lagt fram erindi dags. 26. júní sl. frá Brynjari Ingasyni fh. Kampa ehf., þar sem sótt er um leyfi til að byggja um 490 m² geymsluhús við suðurhlið á frystigeymslu Kampa ehf. að Suðurgötu 11, Ísafirði. |
||
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að farið verði í deiliskipulagsvinnu af svæðinu. |
||
|
||
2. |
2013070027 - Eyrarkirkjugarður - ástand garðs. |
|
Lagt fram erindi dags. 8. júlí sl. þar sem Erla Bryndís Kristjánsdóttir landslagsarkitekt bendir á slæmt ástand Eyrarkirkjugarðs. |
||
Umhverfisnefnd þakkar bréfritara fyrir þarfa ábendingu og lýsir sig tilbúna að koma að starfi í tengslum við framtíðarsýn garðsins. Umhverfisnefnd felur umhverfisfulltrúa að kortleggja öll tré í sveitarfélaginu sem hafa sérstöðu sbr. reglur um trjáfellingar í sveitarfélaginu. |
||
|
||
3. |
2012030090 - Grunnskólinn á Ísafirði 2012-2013 |
|
Lagðar fram teikningar af skólalóð grunnskóla Ísafjarðar. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
2013060102 - Hreinsunarátak og Græn vika í Ísafjarðarbæ |
|
Sorpnefnd Ísafjarðarbæjar leggur til að umhverfisnefnd feli nefndinni tímabundið verkefni sem lýtur að umhverfismálum í bæjarfélaginu. Það felst í að í samráði við bæjarstjóra, umhverfisfulltrúa og sviðsstjóra umhverfissviðs verði hreinsunarátak í Ísafjarðarbæ allt árið, hápunktur átaksins verði Græna vikan haldin í lok maí ár hvert. Að skipulagi Grænu vikunnar komi auk nefndarinnar fulltrúar allra skóla og stofnana í bæjarfélaginu og hverfisráð. Einnig verði í samráði við fyrirtæki og íbúa skipulagðir sérstakir hreinsunardagar þar sem gert er ráð fyrir að laust rusl og garðaúrgangur verði fjarlægður á kostnað bæjarfélagsins. |
||
Umhverfisnefnd samþykkir erindið.
|
||
5. |
2012010062 - Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Arnarfjarðar. |
|
Lögð fram að nýju drög að áætlun um Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Arnarfjarðar. Drögin eru unnin af Teiknistofunni Eik ehf. dags. 23. janúar 2012. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að nýtingaráætlunin verði samþykkt. |
||
|
||
6. |
2013060015 - Fossárvirkjun í Skutulsfirði - framkvæmdaleyfi. |
|
Lagt fram erindi dags. 4. júní sl. frá Orkubúi Vestfjarða ohf., þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir Fossárvirkjun sem kemur í stað hluta af núverandi virkjun í Engidal. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt fyrir Fossárvirkjun með eftirfarandi skilyrðum: |
||
|
||
7. |
2011110038 - Dagverðardalur 11 - Umsókn um lóð |
|
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni Dagverðardalur 11. Breytingartillagan er lögð fram af lóðarhafa að Dagverðardal 11. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir |
|
Magnús Reynir Guðmundsson |
Lína Björg Tryggvadóttir |
|
Karl Guðmundsson |
Kristín Hálfdánsdóttir |
|
Ralf Trylla |
Anna Guðrún Gylfadóttir |
|
|