Skipulags- og mannvirkjanefnd - 396. fundur - 19. júní 2013
Dagskrá:
1. |
2013060042 - Sindragata 15, Ísafjörður - Umsókn um lóð. |
|
Lögð fram lóðarumsókn dags. 6. júní sl. þar sem Trausti Ágústsson fh. Vestfirskra Ævintýraferða sækir um lóðina Sindragata 15, Ísafirði. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskar Ævintýraferðir ehf. fái lóð nr. 15 við Sindragötu, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. |
||
|
||
2. |
2013060020 - Frístundahús á Urðarvegi, reit nr. 57 – byggingarleyfi. |
|
Lagt fram erindi Ólafs Sveinbjörns Kristjánssonar dags. 3. júní sl. þar sem hann óskar eftir því að setja 2 sumarhús á jarðarskika sem hann er með í erfðarfestu ofan Urðarvegar, Ísafirði. |
||
Umsóknin samræmist ekki gildandi aðal- og deiliskipulagi og því hafnar umhverfisnefnd erindinu. |
||
|
||
3. |
2013060041 - Sólgata 9, Ísafirði - breytt skráning. |
|
Lagt fram erindi dags. 3. júní sl. frá Eggert Einer Nielsson eiganda að Sólgötu 9, Ísafirði, þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta skráningu hússins úr atvinnuhúsnæði og í íbúðarhúsnæði. |
||
Erindið samræmist Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Umhverfisnefnd samþykkir erindið. |
||
|
||
4. |
2012010062 - Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða. |
|
Lögð fram að nýju drög að áætlun um Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða. Drögin eru unnin af Teiknistofunni Eik ehf. dags. 23. janúar 2012. |
||
Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar. |
||
|
||
5. |
2010120030 – Umferðaröryggisáætlun. |
|
Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 29.apríl sl. Tæknideild var falið að boða til íbúafundar og kynna umferðaröryggisáætlunina. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umferðaröryggisáætlunin verði samþykkt. |
||
|
||
6. |
2013040011 - Brunavarnir í sumarhúsabyggð í Tunguskógi. |
|
Á fundi umhverfisnefndar 10. apríl sl. var lagt fram erindi Níelsar R. Björnssonar þar sem hann óskar eftir upplýsingum um brunaáætlun og brunahönnun í Tunguskógi. Umhverfisnefnd óskaði umsagnar slökkviliðsstjóra á erindinu. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í uppsetningu brunahana á svæðinu. Áætlaður kostnaður við uppsetningu þriggja brunahana er kr. 1.500.000,- |
||
|
||
7. |
2013060015 - Fossárvirkjun í Skutulsfirði - framkvæmdaleyfi. |
|
Lagt fram erindi dags. 4. júní sl. frá Orkubúi Vestfjarða ohf., þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir Fossárvirkjun sem kemur í stað hluta af núverandi virkjun í Engidal. |
||
Umhverfisnefnd getur ekki veitt framkvæmdaleyfi fyrr en deiliskipulag Fossárvirkjunar hefur verið auglýst í b-deild Stjórnartíðinda. Umhverfisnefnd frestar því erindinu. |
||
|
||
8. |
2010120048 - Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. |
|
Á fundi umhverfisnefndar 10. apríl sl. voru lagðar fram myndir af frágangi við snjóflóðavarnargarðinn undir Kubba. Erindi var sent Framkvæmdasýslu ríkisins vegna frágangsins. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
9. |
2010040016 - Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða |
|
Erindi frá bæjarráði frá 18. júní sl. þar sem umhverfisnefnd er falið að tilnefna fulltrúa í skipulagshóp nýtingaráætlunar strandsvæðis við Ísafjarðardjúp. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn, að Gísli Halldór Halldórsson og Lína Björg Tryggvadóttir verði fulltrúar Ísafjarðarbæjar í skipulagshópnum. |
||
|
||
10. |
2013060069 - Deiliskipulag í Seljalandsdal og Tungudal |
|
Tilnefning í skipulagshóp vegna deiliskipulags í Seljalandsdal og Tungudal. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn, að eftirfarandi hagsmunaaðilar verði tilnefndir í starfshóp um nýtingu Tungudals og Seljalandsdals: |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:20
Karl Guðmundsson |
|
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Magnús Reynir Guðmundsson |
Jóna Símonía Bjarnadóttir |
|
Jóhann Birkir Helgason |
Ralf Trylla |
|
|