Skipulags- og mannvirkjanefnd - 396. fundur - 19. júní 2013

Dagskrá:

1.

2013060042 - Sindragata 15, Ísafjörður - Umsókn um lóð.

 

Lögð fram lóðarumsókn dags. 6. júní sl. þar sem Trausti Ágústsson fh. Vestfirskra Ævintýraferða sækir um lóðina Sindragata 15, Ísafirði.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn  að Vestfirskar Ævintýraferðir ehf. fái lóð nr. 15 við Sindragötu, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

   

2.

2013060020 - Frístundahús á Urðarvegi, reit nr. 57 – byggingarleyfi.

 

Lagt fram erindi Ólafs Sveinbjörns Kristjánssonar dags. 3. júní sl. þar sem hann óskar eftir því að setja 2 sumarhús á jarðarskika sem hann er með í erfðarfestu ofan Urðarvegar, Ísafirði.

 

Umsóknin samræmist ekki gildandi aðal- og deiliskipulagi og því hafnar umhverfisnefnd erindinu.

 

   

3.

2013060041 - Sólgata 9, Ísafirði - breytt skráning.

 

Lagt fram erindi dags. 3. júní sl. frá Eggert Einer Nielsson eiganda að Sólgötu 9, Ísafirði, þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta skráningu hússins úr atvinnuhúsnæði og í íbúðarhúsnæði.

 

Erindið samræmist Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

 

   

4.

2012010062 - Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða.

 

Lögð fram að nýju drög að áætlun um Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða. Drögin eru unnin af Teiknistofunni Eik ehf. dags. 23. janúar 2012.
Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 14. febrúar 2012.

 

Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.

 

   

5.

2010120030 – Umferðaröryggisáætlun.

 

Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 29.apríl sl. Tæknideild var falið að boða til íbúafundar og kynna umferðaröryggisáætlunina.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn  að umferðaröryggisáætlunin verði samþykkt.

 

   

6.

2013040011 - Brunavarnir í sumarhúsabyggð í Tunguskógi.

 

Á fundi umhverfisnefndar 10. apríl sl. var lagt fram erindi Níelsar R. Björnssonar þar sem hann óskar eftir upplýsingum um brunaáætlun og brunahönnun í Tunguskógi. Umhverfisnefnd óskaði umsagnar slökkviliðsstjóra á erindinu.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í uppsetningu brunahana á svæðinu. Áætlaður kostnaður við uppsetningu þriggja brunahana er kr. 1.500.000,-

 

   

7.

2013060015 - Fossárvirkjun í Skutulsfirði - framkvæmdaleyfi.

 

Lagt fram erindi dags. 4. júní sl. frá Orkubúi Vestfjarða ohf., þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir Fossárvirkjun sem kemur í stað hluta af núverandi virkjun í Engidal.

 

Umhverfisnefnd getur ekki veitt framkvæmdaleyfi fyrr en deiliskipulag Fossárvirkjunar hefur verið auglýst í b-deild Stjórnartíðinda. Umhverfisnefnd frestar því erindinu.

 

   

8.

2010120048 - Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi.

 

Á fundi umhverfisnefndar 10. apríl sl. voru lagðar fram myndir af frágangi við snjóflóðavarnargarðinn undir Kubba. Erindi var sent Framkvæmdasýslu ríkisins vegna frágangsins.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.

2010040016 - Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða

 

Erindi frá bæjarráði frá 18. júní sl. þar sem umhverfisnefnd er falið að tilnefna fulltrúa í skipulagshóp nýtingaráætlunar strandsvæðis við Ísafjarðardjúp.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn, að Gísli Halldór Halldórsson og Lína Björg Tryggvadóttir verði fulltrúar Ísafjarðarbæjar í skipulagshópnum.

 

   

10.

2013060069 - Deiliskipulag í Seljalandsdal og Tungudal

 

Tilnefning í skipulagshóp vegna deiliskipulags í Seljalandsdal og Tungudal.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn, að eftirfarandi hagsmunaaðilar verði tilnefndir í starfshóp um nýtingu Tungudals og Seljalandsdals:
Skógræktarfélag Ísafjarðar, Skíðafélag Ísafjarðar, Golfklúbbur Ísafjarðar og Félag sumarbústaðaeigenda í Tungudal. Auk þess verði leitað álits hjá öðrum hagsunaaaðilum ss. Ferðafélagi Ísfirðinga, ferðaþjónustuaðilum og fulltrúum Mýrarboltafélags Íslands.
Jafnframt verða þrír fulltrúar bæjarstjórnar í starfshópnum.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:20

 

 

Karl Guðmundsson

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Gísli Halldór Halldórsson

 

Magnús Reynir Guðmundsson

Jóna Símonía Bjarnadóttir

 

Jóhann Birkir Helgason

Ralf Trylla

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?