Skipulags- og mannvirkjanefnd - 395. fundur - 5. júní 2013
Dagskrá:
1. |
2013050069 - Heimabær II, Hesteyri, Jökulfjörðum. - Kæra byggingarleyfis. |
|
Lagt fram erindi dags. 31. maí sl. frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem kært er byggingarleyfi á stækkun fasteignar að Heimabæ II, Hesteyri, Jökulfjörðum. Farið er fram á stöðvun framkvæmda. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
2. |
2012080011 - Kæra á afgreiðslu umhverfisnefndar. |
|
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem tekin var fyrir ákvörðun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar frá 16. júlí 2012 um að veita Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. afnot að lóð við Kirkjuból III, Engidal, Skutulsfirði.. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
2013050054 - Skógar ehf., Ísafirði. -Umsókn um stöðuleyfi fyrir torgsöluhús. |
|
Lagt fram erindi dags. 16. maí 2013 frá Skógum ehf., Ísafirði, þar sem sótt er um stöðuleyfi torgsöluhúsa á 5 mismunandi staðsetningum á Ísafirði með fyrirvara um samþykki lóðahafa. |
||
Umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
||
4. |
2009120026 - Þjónustuaðstaða í Reykjanesi. |
|
Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 29. maí sl. |
||
Ísafjarðarbær sem landeigandi gefur Rnes ehf ,. heimild fyrir sitt leiti til að hlaða sjávarpotta úr sjávargrjóti í Hveravík í samræmi við teikningu Olgu Guðrúnar Sigfúsdóttur, dags. 23.05.2013, enda sé framkvæmdin afturkræf. Þess verði gætt að sem minnst rask verði á framkvæmdatíma og frágangur góður. Umhverfisnefnd bendir á að þarna gildir almannaréttur og gerir sem skilyrði að hann verður virtur. Nauðsynlegt er að tilskilið samþykki Súðavíkurhrepps liggi fyrir. |
||
|
||
5. |
2012040002 - Sjóvarnir og sportbátaaðstaða við Pollinn á Ísafirði. |
|
Á fundi í bæjarráði 29. apríl sl., var lögð fram skýrsla starfshóps um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði. |
||
Umhverfisnefnd hvetur til að unnið verði eftir tillögum nefndarinnar. |
||
|
||
6. |
2013030009 - Samstarfssamningur Skógræktarfélags Ísafjarðar og Ísafjarðarbæjar. |
|
Lagður fram samstarfssamningur á milli Ísafjarðarbæjar og Skógræktarfélags Ísafjarðarbæjar um skógrækt í Skutulsfirði næstu 20. árin. |
||
Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að koma tillögum að breytingum á samningnum til Skógræktarfélags Ísafjarðar. |
||
|
||
7. |
2010080007 - Smáhýsi í Tungudal, Skutulsfirði. |
|
Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi ,,Opið svæði í Tungudal", unnið af Sigurði Friðgeir. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst. |
||
|
||
8. |
2010080057 - Stefnumótum í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar. |
|
Á 796. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 27. maí 2013, voru lögð fram drög að atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar, sem merkt er sem vinnuskjal 24. maí 2013. Stefnan er unnin í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Neil Shiran K. Þórisson. |
||
Sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
9. Önnur mál: Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur um nýtingu Tungudals og Seljalandsdals sem útivistarsvæðis.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
Magnús Reynir Guðmundsson |
|
Heimir Gestur Hansson |
Björn Davíðsson |
|
Jóhann Birkir Helgason |
Ralf Trylla |
|
Anna Guðrún Gylfadóttir |