Skipulags- og mannvirkjanefnd - 394. fundur - 29. maí 2013

Dagskrá:

1.

2013050011 - Dagverðardalur 11, Skutulsfirði. - Umsókn um lóð.

 

Lögð fram umsókn frá Hjálmari Guðmundssyni dags. 3. maí 2013, þar sem sótt er um lóð undir frístundahús á lóð nr. 11 í Dagverðardal.

 

Umhverfisnefnd frestar erindinu.

 

   

2.

2013040060 - Aðalstræti 37, Ísafirði. - Breytt skráning.

 

Lagt fram erindi Hæstakaupstaðar ehf., þar sem óskað er eftir að skráningu á húseigninni við Aðalstræti 37, Ísafirði, verði breytt úr verslun í íbúðarhúsnæði.

 

Skv. Aðalskipulagi Ísafjararbæjar 2008-2020 er fasteignin á jaðri miðsvæðis.
Umhverfisnefnd samþykkir því breytta skráningu.

 

   

3.

2013020007 - Grenjavinnsla 2013.

 

Lagður fram samningur við félag refa- og minkaveiðimanna í Ísafjarðarbæ fyrir árið 2013.

 

Umhverfisnefnd samþykkir framkominn samning.

 

   

4.

2009120026 - Þjónustuaðstaða í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.

 

Lögð fram umsókn frá Olgu Guðrúnu Sigfúsdóttir dags. 24. maí 2013, þar sem sótt er um leyfi fyrir gerð hlaðinna sjávarpotta (lauga) í Hveravík, Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, í landi Ísafjarðarbæjar.

 

Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og er tæknideild  falið að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

5.

2012030090 - Grunnskólinn á Ísafirði. 2012-2013.

 

Lagt fram erindi Sveinfríðar Olgu Veturliðadóttur, skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, dags. 8. maí 2013, þar sem óskað er eftir að skilgreina blómagarðinn við Austurvöll sem skólalóð.
Jafnframt lagðar fram nokkrar tillögur að nýrri skólalóð.

 

Umhverfisnefnd leggur til að farið verði eftir tillögu 3.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að veitt verði fjármagni í endurbætur á garðinum. Allar endurbætur og hugsanlegar viðbætur skulu vera í samræmi við upphaflegan stíl garðsins.
Skv. aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 er Austurvöllur á hverfisverndarsvæði fyrir skrúðgarða. Þar segir að allt viðhald skuli miða við að varðveita garðinn í samræmi við upphafleg markmið hans.
Óheimilt er að skerða umfang garðsins.
Umhverfisnefnd samþykkir að grunnskólanum verði veitt leyfi til að nýta garðinn sem hluta af skólalóð undir eftirliti skólastjórnenda.

 

   

6.

2013050014 - Mýrarboltinn 2013.

 

Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar voru tekin fyrir drög að samstarfssamningi við Mýrarboltafélag Íslands. Bæjarráð óskaði eftir umfjöllum umhverfisnefndar á erindinu.

 

Formanni umhverfisnefndar falið að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri til bæjarráðs.

 

   

7.

2012040002 - Sjóvarnir og sportbátaaðstaða við Pollinn á Ísafirði.

 

Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði, dagsett í apríl 2013.

 

Lagt fram en erindi frestað til næsta fundar.

 

   

8.

2013030023 - Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla. - Framkvæmdaleyfi.

 

Lagt fram minnisblað dags. 7. maí 2013 frá verkfræðistofunni Mannvit vegna vatnsmagns ofan varnargarða og afkastagetu núverandi lagna og vegræsa.
Með tilkomu varnargarðanna minnkar afrennslisvatn um 30%. Núverandi lagnakerfi annar vatnsmagni nema við óvenjulegar aðstæður.

 

Umhverfisnefnd óskar eftir fundi með stjórn Ofanflóðasjóðs.

 

   

9.

2013050041 - Jarðgöng á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar - mat á umhverfisáhrifum.

 

Lagt fram álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar í Ísafjarðarbæ, dags. 17. maí 2013.
Skipulagsstofnun telur að helstu neikvæðu áhrif framkvæmdanna verði sjónræns eðlis og áhrif á landslag. Háar fyllingar og áberandi skeringar beggja megin gangamunnanna, auk munnanna sjálfra, koma til með að breyta yfirbragði þessa óraskaða svæðis og hafa talsverð neikvæð, óafturkræf áhrif á landslag svæðisins. Veglagning í fjöru í Dýrafirði mun hafa staðbundin neikvæð áhrif á búsvæði þeirra fuglategunda sem halda til í fjörunni, m.a. rauðbrysting. Lagt fram til kynningar.

   

 

   

10.

2013050035 - Endurbygging Ingjaldssandsvegar milli Vestfjarðavegar og Alviðru

í Dýrafirði.

 

Lögð fram umsókn Sigurðar Mar Óskarssonar f.h. Vegagerðarinnar dags. 14. maí 2013, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar Ingjaldssandsvegar milli Vestfjarðarvegar og Alviðru.

 

Umhverfisnefnd veitir framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar á Ingjaldssandsvegi enda verði gengið frá efnistökusvæðum eins og fram kemur í umsókninni og að framkvæmdin valdi sem minnstu raski.

 

   

11.

2013050038 - Ísafjarðarlína 1, breyting á legu og lagning jarðstrengs. Umsagnarbeiðni.

 

Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun dags. 15. maí 2013, er varðar umsögn um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í lögum nr. 106/2000 m.s.b. um mat á umhverfisáhrifum.

 

Tillaga Landsnets felur í sér að legu loftlínunnar er breytt að litlu leyti. Í stað þess að liggja yfir Tungudal, þá mun línustæðið sveigja til austurs af Botnsheiði og nærri Neðra Austmannsfalli niður í Dagverðardal. Þaðan verði línan lögð sem jarðstrengur inn í byggð á Ísafirði.
Einnig er gert ráð fyrir að leggja jarðstreng í stað loftlínu á syðstu 2 km línunnar við tengivirkið í Breiðadal.
Umhverfisnefnd bendir á að tillagan er ekki í samræmi við Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 eins og fram kemur í tilkynningunni og því þarf að breyta aðalskipulagi.
Framkvæmdasvæðið er að hluta til innan vatnsverndarsvæðis. Í 6. gr. samþykktar um verndarsvæði vatnsbóla í Ísafjarðarbæ er brunnsvæði algjörlega friðað fyrir óviðkomandi umferð og framkvæmdum öðrum en þeim sem nauðsynlegar eru vegna vatnsveitunnar.
Umrædd lína liggur á svæði á náttúruminjaskrá.
Umhverfisnefnd telur að umræddar framkvæmdir komi ekki til með að hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

 

   

12.

2010080007 - Smáhýsi í Tungudal, Skutulsfirði.

 

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi ,,Opið svæði í Tungudal“, unnið af Sigurði Friðgeir.
Tillagan gerir ráð fyrir byggingu á allt að 21 smáhýsi ásamt gerð göngustíga.

 

Erindi frestað til næsta fundar umhverfisnefndar.

 

   

13.

2012080051 - Endurnýjun Fossárvirkjunar í Engidal, Skutulsfirði.

 

Auglýsinga- og athugasendarfrestur vegna deiliskipulags ásamt umhverfisskýrslu Fossárvirkjunar í Engidal, Ísafjarðarbæ er liðinn.
Engin athugasemd barst.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15

 

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Magnús Reynir Guðmundsson

 

Lína Björg Tryggvadóttir

Heimir Gestur Hansson

 

Jóhann Birkir Helgason

Ralf Trylla

 

Anna Guðrún Gylfadóttir

 

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?