Skipulags- og mannvirkjanefnd - 394. fundur - 29. maí 2013
Dagskrá:
1. |
2013050011 - Dagverðardalur 11, Skutulsfirði. - Umsókn um lóð. |
|
Lögð fram umsókn frá Hjálmari Guðmundssyni dags. 3. maí 2013, þar sem sótt er um lóð undir frístundahús á lóð nr. 11 í Dagverðardal. |
||
Umhverfisnefnd frestar erindinu. |
||
|
||
2. |
2013040060 - Aðalstræti 37, Ísafirði. - Breytt skráning. |
|
Lagt fram erindi Hæstakaupstaðar ehf., þar sem óskað er eftir að skráningu á húseigninni við Aðalstræti 37, Ísafirði, verði breytt úr verslun í íbúðarhúsnæði. |
||
Skv. Aðalskipulagi Ísafjararbæjar 2008-2020 er fasteignin á jaðri miðsvæðis. |
||
|
||
3. |
2013020007 - Grenjavinnsla 2013. |
|
Lagður fram samningur við félag refa- og minkaveiðimanna í Ísafjarðarbæ fyrir árið 2013. |
||
Umhverfisnefnd samþykkir framkominn samning. |
||
|
||
4. |
2009120026 - Þjónustuaðstaða í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. |
|
Lögð fram umsókn frá Olgu Guðrúnu Sigfúsdóttir dags. 24. maí 2013, þar sem sótt er um leyfi fyrir gerð hlaðinna sjávarpotta (lauga) í Hveravík, Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, í landi Ísafjarðarbæjar. |
||
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og er tæknideild falið að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
||
5. |
2012030090 - Grunnskólinn á Ísafirði. 2012-2013. |
|
Lagt fram erindi Sveinfríðar Olgu Veturliðadóttur, skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, dags. 8. maí 2013, þar sem óskað er eftir að skilgreina blómagarðinn við Austurvöll sem skólalóð. |
||
Umhverfisnefnd leggur til að farið verði eftir tillögu 3. |
||
|
||
6. |
2013050014 - Mýrarboltinn 2013. |
|
Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar voru tekin fyrir drög að samstarfssamningi við Mýrarboltafélag Íslands. Bæjarráð óskaði eftir umfjöllum umhverfisnefndar á erindinu. |
||
Formanni umhverfisnefndar falið að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri til bæjarráðs. |
||
|
||
7. |
2012040002 - Sjóvarnir og sportbátaaðstaða við Pollinn á Ísafirði. |
|
Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði, dagsett í apríl 2013. |
||
Lagt fram en erindi frestað til næsta fundar. |
||
|
||
8. |
2013030023 - Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla. - Framkvæmdaleyfi. |
|
Lagt fram minnisblað dags. 7. maí 2013 frá verkfræðistofunni Mannvit vegna vatnsmagns ofan varnargarða og afkastagetu núverandi lagna og vegræsa. |
||
Umhverfisnefnd óskar eftir fundi með stjórn Ofanflóðasjóðs. |
||
|
||
9. |
2013050041 - Jarðgöng á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar - mat á umhverfisáhrifum. |
|
Lagt fram álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar í Ísafjarðarbæ, dags. 17. maí 2013. |
||
|
||
10. |
2013050035 - Endurbygging Ingjaldssandsvegar milli Vestfjarðavegar og Alviðru í Dýrafirði. |
|
Lögð fram umsókn Sigurðar Mar Óskarssonar f.h. Vegagerðarinnar dags. 14. maí 2013, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar Ingjaldssandsvegar milli Vestfjarðarvegar og Alviðru. |
||
Umhverfisnefnd veitir framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar á Ingjaldssandsvegi enda verði gengið frá efnistökusvæðum eins og fram kemur í umsókninni og að framkvæmdin valdi sem minnstu raski. |
||
|
||
11. |
2013050038 - Ísafjarðarlína 1, breyting á legu og lagning jarðstrengs. Umsagnarbeiðni. |
|
Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun dags. 15. maí 2013, er varðar umsögn um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í lögum nr. 106/2000 m.s.b. um mat á umhverfisáhrifum. |
||
Tillaga Landsnets felur í sér að legu loftlínunnar er breytt að litlu leyti. Í stað þess að liggja yfir Tungudal, þá mun línustæðið sveigja til austurs af Botnsheiði og nærri Neðra Austmannsfalli niður í Dagverðardal. Þaðan verði línan lögð sem jarðstrengur inn í byggð á Ísafirði. |
||
|
||
12. |
2010080007 - Smáhýsi í Tungudal, Skutulsfirði. |
|
Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi ,,Opið svæði í Tungudal“, unnið af Sigurði Friðgeir. |
||
Erindi frestað til næsta fundar umhverfisnefndar. |
||
|
||
13. |
2012080051 - Endurnýjun Fossárvirkjunar í Engidal, Skutulsfirði. |
|
Auglýsinga- og athugasendarfrestur vegna deiliskipulags ásamt umhverfisskýrslu Fossárvirkjunar í Engidal, Ísafjarðarbæ er liðinn. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
Magnús Reynir Guðmundsson |
|
Lína Björg Tryggvadóttir |
Heimir Gestur Hansson |
|
Jóhann Birkir Helgason |
Ralf Trylla |
|
Anna Guðrún Gylfadóttir |
|
|
|