Skipulags- og mannvirkjanefnd - 393. fundur - 29. apríl 2013

Dagskrá:

1.

2010120030 - Umferðaröryggisáætlun

 

Lögð fram umferðaröryggisáætlun fyrir Ísafjarðarbæ.

 

Umhverfisnefnd felur tæknideild að boða til íbúafundar og kynna umferðaröryggisáætlunina.

 

   

2.

2013020068 - Sindragata 13a, Ísafirði. - Umsókn um lóð.

 

Á fundi umhverfisnefndar 13. mars sl. var lagður fram tölvupóstur frá Bernharð Hjaltalín dags. 27. febrúar 2013,  þar sem sótt var um lóðina að Sindragötu 13a á Ísafirði. Umhverfisnefnd óskaði eftir áliti Hafnarstjórnar á erindinu.
Hafnarstjórn gerði ekki athugasemdir við erindið.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Bernharð Hjaltalín fái lóðina Sindragata 13a, Ísafirði,  með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

   

3.

2013020047 - Stöðuleyfi fyrir gám á Flateyri.

 

Á fundi umhverfisnefndar 13. mars sl., var lögð fram umsókn frá Iceland ProFishing ehf., Hafnarstræti 9, Flateyri, þar sem sótt var um stöðuleyfi fyrir gámahúsi ásamt palli fyrir grillaðstöðu á smábátahöfninni / Melagötu, Flateyri..
Umhverfisnefnd óskaði álits íbúasamtaka Önundarfjarðar á grillaðstöðu og ósk um stöðuleyfi fyrir gámi var sent Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar.
Hafnarstjórn gerði ekki athugasemd við erindið.

 

Umhverfisnefnd veitir Iceland ProFishing ehf. stöðuleyfi fyrir gámahúsi á hafnarsvæðinu til 1. október 2013. Einnig samþykkir umhverfisnefnd að veita Iceland ProFishing ehf. leyfi fyrir grillaðstöðu. Útfærsla og staðsetning svæðis skal vera í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar.

 

   

4.

2013020007 - Grenjavinnsla 2013.

 

Lagt fram erindi dags. 25. mars sl. frá Ragnari I. Jakobssyni þar sem Ragnar óskar eftir að sinna grenjavinnslu í norðurhluta Grunnavíkurhrepps hinum forna.

 

Þar sem ekki er víst hvort samningur við Félag refa- og minkaveiðimanna verði endurnýjaður, ítrekar umhverfisnefnd bókun sína frá 27. mars sl.,  þar sem óskað var eftir áliti bæjarráðs á erindinu.

 

   

5.

2012060008 - Endurskoðun samþykkta um hunda- og kattahald í Ísafjarðarbæ.

 

Erindi síðast á dagskrá hjá umhverfisnefnd 13. mars sl.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt um hunda- og kattahald í Ísafjarðarbæ verði samþykkt.

 

   

6.

2013040054 - Suðurtangi 2, Ísafirði. - Uppgröftur í fjöru.

 

Lagður fram tölvupóstur dags. 24. apríl sl. frá Halldóri Sveinbjörnssyni fh. Sæfara á Ísafirði, þar sem félagið fer þess á leit við Ísafjarðarbæ að fá að klára að lagfæra fjöruna neðan við aðstöðu Sæfara að Suðurtanga 2, Ísafirði.

 

Umhverfisnefnd óskar eftir nánari upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir og útlit svæðis.

 

   

7.

2013040057 - Svæði fyrir hunda á Ísafirði.

 

Lagt fram erindi dags. 25. apríl. sl frá Rolando Diaz fh. Félags hundaeigenda á norðanverðum Vestfjörðum, þar sem óskað er eftir svæði frá Ísafjarðarbæ fyrir hunda þar sem þeir mega vera lausir.

 

Umhverfisnefnd fagnar erindinu og telur svæðið við Kofra heppilegra. Umhverfisnefnd felur tæknideild að gefa íbúum kost á að gera athugasemdir um fyrirhugað svæði.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.

 

 

Gísli Halldór Halldórsson

 

Lína Björg Tryggvadóttir

Magnús Reynir Guðmundsson

 

Heimir Gestur Hansson

Jóhann Birkir Helgason

 

Ralf Trylla

Anna Guðrún Gylfadóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?