Skipulags- og mannvirkjanefnd - 393. fundur - 29. apríl 2013
Dagskrá:
1. |
2010120030 - Umferðaröryggisáætlun |
|
Lögð fram umferðaröryggisáætlun fyrir Ísafjarðarbæ. |
||
Umhverfisnefnd felur tæknideild að boða til íbúafundar og kynna umferðaröryggisáætlunina. |
||
|
||
2. |
2013020068 - Sindragata 13a, Ísafirði. - Umsókn um lóð. |
|
Á fundi umhverfisnefndar 13. mars sl. var lagður fram tölvupóstur frá Bernharð Hjaltalín dags. 27. febrúar 2013, þar sem sótt var um lóðina að Sindragötu 13a á Ísafirði. Umhverfisnefnd óskaði eftir áliti Hafnarstjórnar á erindinu. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Bernharð Hjaltalín fái lóðina Sindragata 13a, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. |
||
|
||
3. |
2013020047 - Stöðuleyfi fyrir gám á Flateyri. |
|
Á fundi umhverfisnefndar 13. mars sl., var lögð fram umsókn frá Iceland ProFishing ehf., Hafnarstræti 9, Flateyri, þar sem sótt var um stöðuleyfi fyrir gámahúsi ásamt palli fyrir grillaðstöðu á smábátahöfninni / Melagötu, Flateyri.. |
||
Umhverfisnefnd veitir Iceland ProFishing ehf. stöðuleyfi fyrir gámahúsi á hafnarsvæðinu til 1. október 2013. Einnig samþykkir umhverfisnefnd að veita Iceland ProFishing ehf. leyfi fyrir grillaðstöðu. Útfærsla og staðsetning svæðis skal vera í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
4. |
2013020007 - Grenjavinnsla 2013. |
|
Lagt fram erindi dags. 25. mars sl. frá Ragnari I. Jakobssyni þar sem Ragnar óskar eftir að sinna grenjavinnslu í norðurhluta Grunnavíkurhrepps hinum forna. |
||
Þar sem ekki er víst hvort samningur við Félag refa- og minkaveiðimanna verði endurnýjaður, ítrekar umhverfisnefnd bókun sína frá 27. mars sl., þar sem óskað var eftir áliti bæjarráðs á erindinu. |
||
|
||
5. |
2012060008 - Endurskoðun samþykkta um hunda- og kattahald í Ísafjarðarbæ. |
|
Erindi síðast á dagskrá hjá umhverfisnefnd 13. mars sl. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt um hunda- og kattahald í Ísafjarðarbæ verði samþykkt. |
||
|
||
6. |
2013040054 - Suðurtangi 2, Ísafirði. - Uppgröftur í fjöru. |
|
Lagður fram tölvupóstur dags. 24. apríl sl. frá Halldóri Sveinbjörnssyni fh. Sæfara á Ísafirði, þar sem félagið fer þess á leit við Ísafjarðarbæ að fá að klára að lagfæra fjöruna neðan við aðstöðu Sæfara að Suðurtanga 2, Ísafirði. |
||
Umhverfisnefnd óskar eftir nánari upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir og útlit svæðis. |
||
|
||
7. |
2013040057 - Svæði fyrir hunda á Ísafirði. |
|
Lagt fram erindi dags. 25. apríl. sl frá Rolando Diaz fh. Félags hundaeigenda á norðanverðum Vestfjörðum, þar sem óskað er eftir svæði frá Ísafjarðarbæ fyrir hunda þar sem þeir mega vera lausir. |
||
Umhverfisnefnd fagnar erindinu og telur svæðið við Kofra heppilegra. Umhverfisnefnd felur tæknideild að gefa íbúum kost á að gera athugasemdir um fyrirhugað svæði. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Lína Björg Tryggvadóttir |
Magnús Reynir Guðmundsson |
|
Heimir Gestur Hansson |
Jóhann Birkir Helgason |
|
Ralf Trylla |
Anna Guðrún Gylfadóttir |
|
|