Skipulags- og mannvirkjanefnd - 390. fundur - 13. mars 2013
Dagskrá:
1. |
2013020047 - Stöðuleyfi fyrir gám á Flateyri. |
|
Lögð fram umsókn frá Iceland Profishing hf, Hafnarstræti 9, Flateyri, þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir gámahúsi ásamt palli fyrir grillaðstöðu á smábátahöfninni Melagötu á Flateyri. |
||
Umhverfisnefnd óskar álits íbúasamtaka Önundarfjarðar á erindi Iceland Profishing hf. vegna grillaðstöðunnar. |
||
|
||
2. |
2013020017 - Gámar í Ísafjarðarbæ 2013. |
|
Lögð fram samantekt, unnin af byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, um stöðuleyfi fyrir gáma í Ísafjarðarbæ. |
||
Umhverfisnefnd lýsir ánægju sinni með úttektina og felur byggingarfulltrúa að vinna áfram að gámamálunum í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
||
3. |
2012060008 - Endurskoðun samþykkta um hunda- og kattahald í Ísafjarðarbæ. |
|
Tekin fyrir að nýju samþykkt um hunda- og kattahald í Ísafjarðarbæ. Fyrir liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða á drögunum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
2013020070 - Reglugerð um hlutverk Umhverfisstofnunar sbr. lög um náttúruvernd. - Umsagnarbeiðni. |
|
Lagt fram bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dagsett 25. febrúar 2013, er varðar drög að reglugerð um eftirlit Umhverfisstofnunar með náttúru landsins. |
||
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við drögin. |
||
|
||
5. |
2013020068 - Sindragata 13a, Ísafirði. - Umsókn um lóð. |
|
Lagður fram tölvupóstur frá Bernharð Hjaltalín dags. 27. febrúar 2013, þar sem sótt er um lóðina að Sindragötu 13a á Ísafirði. |
||
Umhverfisnefnd óskar eftir áliti Hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar á umsókn, þar sem lóðin er á skipulögðu hafnarsvæði skv. Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020. |
||
|
||
6. |
2013020060 - Malbikun gatna 2013. |
|
Lagt fram yfirlit frá tæknideild Ísafjarðarbæjar yfir götur á Ísafirði, þar sem slitlag er orðið lélegt. |
||
Erindi frestað til næsta fundar. |
||
|
||
7. |
2013020073 - Skipulagsreglugerð 90/2013. |
|
Lögð fram ný skipulagsreglugerð nr.90/2013. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dags. 27. febrúar 2013, er varðar kynningu á nýju skipulagsreglugerðinni. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
8. |
2011110051 - Flutningur á tengivirki í Stórurð á Ísafirði. |
|
Lagt fram bréf frá Verkís, f.h. Landsnets og Orkubús Vestfjarða dagsett 28. febrúar 2013, er varðar leyfi landeiganda til að fá að þvera Tunguá í Skutulsfirði með ídráttarrörum fyrir rafstrengi vegna flutnings tengivirkis úr Stórurð að Skeiði 7, Ísafirði. |
||
Umhverfisnefnd samþykkir erindið en óskar eftir að framkvæmdaáætlun verði lögð fram til tæknideildar áður en framkvæmdir hefjast. Valinn verði framkvæmdatími sem minnst áhrif hefur á lífríkið. Haft verði samráð við tæknideild um frágang. |
||
|
||
9. |
2011110051 - Flutningur á tengivirki í Stórurð á Ísafirði. |
|
Lagt fram bréf Verkís, f.h. Landsnets og Orkubús Vestfjarða er varðar framkvæmdaleyfi við lagningu rafstrengs vegna færslu tengivirkis í Stórurð á Ísafirði. Gert er ráð fyrir að leggja þrjá 11 kV strengi frá Stakkanesi að tengivirki við Skeiði 7 og tvo 66 kV strengi frá Seljalandi að tengivirki við Skeiði 7. |
||
Umhverfisnefnd samþykkir erindið en óskar eftir að framkvæmdaáætlun verði lögð fram til tæknideildar áður en framkvæmdir hefjast. Haft verði samráð við tæknideild um frágang og sérstök áhersla verði lögð á frágang við göngustíg. |
||
|
||
10. |
2011020059 - Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði |
|
Á fundi umhverfisnefndar 14. nóvember 2012, var sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, falið að auglýsa eftir tillögum að götunöfnum á Suðurtanga á Ísafirði. Lagðar fram 24 tillögur að götunöfnum á Suðurtanga. |
||
Erindi frestað og unnið áfram að málinu fram að næsta fundi umhverfisnefndar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:55.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
Lína Björg Tryggvadóttir |
|
Heimir Gestur Hansson |
Jóhann Birkir Helgason |
|
Ralf Trylla |
Anna Guðrún Gylfadóttir |
|
|