Skipulags- og mannvirkjanefnd - 389. fundur - 13. febrúar 2013
Dagskrá:
1. |
2013020001 - Sindragata 4b, Ísafirði. - Umsókn um lóð. |
|
Lagt fram erindi dags. 1. febrúar sl. þar sem Guðmundur Tr. Ásbergsson sækir um lóðina Sindragata 4b, Ísafirði, undir fjölbýlishús. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Guðmundur Tr. Ásbergsson fái lóðina Sindragata 4b, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. |
||
|
||
2. |
2013020016 - Skeið 7, Ísafirði. - Umsókn um lóð. |
|
Lagt fram erindi frá Verkís fh. Landsnets, þar sem sótt er um lóðina Skeið 7, Ísafirði, undir tengivirki Landsnets. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Landsnet fái lóðina Skeið 7, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. |
||
|
||
3. |
2009030054 - Brekkustígur 7, Suðureyri. - Byggingarleyfi. |
|
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 6. febrúar sl., til eiganda Brekkustígs 7, Suðureyri. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
2011100076 - Torfnes, Ísafirði. - Byggingarleyfi v/ áhorfendastúku. |
|
Erindi síðast á dagskrá í umhverfisnefnd 23. janúar sl. Umhverfisnefnd óskaði eftir úrlausn mála frá byggingarnefnd stúkunnar. |
||
Samkvæmt þeim gögnum sem lögð hafa verið fram hjá byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, þá teljast þau fullnægjandi og þar með brugðist við athugasemdum.
|
||
|
||
5. |
2013020007 - Grenjavinnsla 2013. |
|
Lagt fram bréf dags. 2. febrúar sl. frá Salvari Baldurssyni, formanni stjórnar Dúnlands, þar sem kynnt er ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi Æðarræktarfélagsins Dúnlands, sem haldinn var á Mýrum í Dýrafirði 18. janúar sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
2012060008 - Endurskoðun samþykkta um hunda- og kattahald í Ísafjarðarbæ. |
|
Lagðar fram endurstoðaðar samþykktir um hundahald og kattahald í Ísafjarðarbæ. |
||
Umhverfisnefnd vísar drögum að samþykkt um hunda- og kattahald til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og héraðsdýralæknis (Matís) til umsagnar með þeim breytingum sem fram komu á fundinum. |
||
|
||
7. |
2013020017 - Gámar í Ísafjarðarbæ 2013. |
|
Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, um staðsetningu gáma á Ísafirði og í Hnífsdal. |
||
Umhverfisnefnd felur tæknideild að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
||
8. |
2013020015 - Þingsályktunartillaga um breytta framtíðarskipan refaveiða, 84. mál - umsagnarbeiðni. |
|
Lagt fram erindi dags. 7. febrúar sl. frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um tillögu til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi, 84. mál. |
||
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að það eigi að vera hlutverk ríkisins að halda ref og mink í skefjum og að ríkið beri af því allan kostnað. |
||
|
||
9. |
2013020024 - Frumvarp til laga um búfjármál, 282. mál. - Umsögn. |
|
Lagt fram erindi dags. 8. febrúar sl. frá nefndasviði Alþingis, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um frumvarp til laga um búfjárhald, 282. mál. |
||
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið. |
||
|
||
10. |
2013020026 - Frumvarp til laga um velferð dýra (heildarlög), 283. mál - Umsögn. |
|
Lagt fram erindi dags. 8. febrúar sl. frá nefndasviði Alþingis, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um frumvarp til laga um velferð dýra (heildarlög), 283. mál. |
||
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið. |
||
|
||
11. |
2013010015 - Skýrsla um ,,Afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum“. |
|
Á fundi bæjarráðs 11. febrúar sl., var lögð fram skýrslan ,,Afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum“, sem unnin er af starfshópi um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Skýrslan kom út í desember 2012.
|
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:50.
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Magnús Reynir Guðmundsson |
Heimir Gestur Hansson |
|
Lína Björg Tryggvadóttir |
Jóhann Birkir Helgason |
|
Ralf Trylla |
Anna Guðrún Gylfadóttir |
|
|