Skipulags- og mannvirkjanefnd - 388. fundur - 23. janúar 2013
Dagskrá:
1. |
2012070029 - Samb.ísl.sveitarf. - Ýmis erindi 2012. |
|
Á fundi bæjarráðs 8. janúar sl., var lagt fram tölvubréf frá Guðjóni Bragasyni hjá Samb. ísl. sveitarf., þar sem hann vekur athygli sveitarfélaga á lagabreytingum er voru samþykktar á Alþingi þann 19. desember 2012 og snerta sveitarfélögin í landinu. Tölvubréfið var lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar til kynningar. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
2. |
2012040002 - Sjóvarnir og sportbátaaðstaða við Pollinn á Ísafirði. |
|
Lögð fram drög að skýrslu starfshóps um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði, dags. jan. 2013. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
2012030012 - Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf. í Dýrafirði. |
|
Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun dagsett 8. janúar sl., þar sem gerð er grein fyrir tilkynningu frá Dýrfiski ehf., til Skipulagsstofnunar, um aukningu á framleiðslu á regnbogasilungi (eða laxi) í Dýrafirði. Skipulagsstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar á því hvort eða á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd sé háð mati á umhverfisáhrifum skv. 6. gr. laga nr. 106/2000 og óskast umsögn send fyrir 25. janúar n.k. |
||
Umhverfisnefnd áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum. |
||
|
||
4. |
2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi. |
|
Lögð fram deiliskipulagstillaga að Ingjaldssandi. |
||
Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu deiliskipulagstillögu fyrir Álfadal svæði F31 og F32, þar til gengið hefur verið með formlegum hætti frá skiptum á jörðunum Ástúni og Álfadal. |
||
|
||
5. |
2013010045 - Ecological quality assessment for Pollurinn by using biotic indices. |
|
Lögð fram meistararitgerð, Ecological quality assessment for Pollurinn (Ísafjörður) by using biotic indices. Ritgerðin er unnin af Arastou Gharibi nemanda í Coastal and Marine Management, í apríl 2011. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
2011100076 - Torfnes. - Byggingarleyfi v/ áhorfendastúku. |
|
Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 21. janúar sl. |
||
Umhverfisnefnd óskar eftir úrlausn málsins frá byggingarnefnd stúkunnar, að öðrum kosti fari erindið í ferli dagsektarmála hjá byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar að loknum næsta fundi nefndarinnar. |
||
|
||
7. |
2013010041 - Minjastofnun Íslands. |
|
Lagt fram bréf dags. 9. janúar sl. frá Agnesi Stefánsdóttur, deildastjóra, fh. forstöðumanns Minjastofnunar Íslands, þar sem bent er á ný lög um menningarminjar nr. 80/2012, sem tóku gildi 1. janúar 2013. Með gildistöku þessara laga voru Fornleifavernd ríkisins og Húsafriðunarnefnd ríkisins lagðar niður og ný stofnun, Minjastofnun Íslands tók til starfa. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
8. |
2013010051 - Frumvarp til laga um náttúruvernd (heildarlög), 429. mál. |
|
Lagður fram tölvupóstur dags. 17. janúar sl. frá nefndasviði Alþingis, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir Ísafjarðarbæ til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd (heildarlög), 429. mál. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
9. |
2011070030 - Fjallskilareglugerð fyrir Vestfirði. |
|
Erindi frestað á síðasta fundi umhverfisnefndar. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að greiðsla vegna vinnu við endurskoðun Fjallskilasamþykktar verði samþykkt. Fjallskilanefnd velji sér formann. |
||
|
||
10. |
2009060058 - Deiliskipulag í Tungudal, Skutulsfirði. |
|
Lögð fram deiliskipulagstillaga frístundabyggðar í Tungudal, Skutulsfirði, unnin af Teiknistofunni Eik. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst. |
||
|
||
11. |
2004020154 - Snjóflóðavarnir í Kubba. - Breyting á deiliskipulagi. |
|
Lögð fram deiliskipulagstillaga vegna snjóflóðavarna í Kubba á Ísafirði, unnin af Teiknistofunni Eik. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst. |
||
|
||
12. |
2010040047 - Deiliskipulag á Suðureyri. - Miðsvæði. |
|
Lögð fram deiliskipulagstillaga af miðbæ Suðureyrar, unnin af Teiknistofunni Eik. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
Magnús Reynir Guðmundsson |
|
Lína Björg Tryggvadóttir |
Heimir Gestur Hansson |
|
Anna Guðrún Gylfadóttir |
Jóhann Birkir Helgason |
|
Ralf Trylla |
|
|
|